Fréttablaðið - 18.06.2021, Side 31
Þetta er eins konar
dagbók um leit mína
að innri ró, sem ég
fann fyrir í fyrsta sinn
þegar ég byrjaði að
læra íslensku
Jakub Stachowiak fékk nýlega
Nýræktarstyrk Miðstöðvar
íslenskra bókmennta fyrir
ljóðabók sína Næturborgir.
Jakub er pólskur, starfar sem
bréfberi og stefnir á nám í rit-
list í haust.
„Það er frábært en um leið skrýtin
tilfinning að fá viðurkenningu fyrir
bók sem er ekki ennþá komin út. Ég
bjóst alls ekki við þessari viðurkenn-
ingu og var bókstaflega orðlaus í tvo
daga,“ segir Jakub.
Spurður um umfjöllunarefni
bókarinnar segir hann: „Hún er um
sorg og söknuð. Hún fjallar að miklu
leyti um stærsta áfall í lífi mínu sem
varð þegar ég missti ástkæra mann-
eskju vegna sjálfsvígs. Þetta er eins
konar dagbók um leit mína að innri
ró, sem ég fann fyrir í fyrsta sinn
þegar ég byrjaði að læra íslensku.
Það má segja að bókin sé þakklætis-
gjöf til íslenskunnar og í rauninni
ástaróður til tungumálsins, sem að
nokkru leyti bjargaði sálarlífi mínu.
Ljóðabókin er í fjórum köflum og
er hugsuð sem eins konar ferðalag.
Hún byrjar á því augnabliki þegar
ljóðmælandi missir manneskju
sem hann elskar og endar þegar
ljóðmælandinn er orðinn skáld og
sáttur við lífið og tilveruna.“
Í umsögn bókmenntaráðgjafa
um verkið segir: Næturborgir er
heilsteypt ljóðabók sem hverfist
um sorg, söknuð, borgina og skáld-
skap. Þar er á áhrifaríkan hátt slegið
saman hversdagslegum myndum
og nýstárlegu tungutaki. Ljóðin tjá
sorg og ljúfsárar minningar tengdar
henni á persónulegan hátt en eiga
jafnframt í áhugaverðu samtali
Bók sem er þakklætisgjöf til íslenskunnar
Jakub heyrði íslensku í fyrsta sinn fjórtán ára gamall og heillaðist samstundis af tungumálinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
Opel Astra Innovation. ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 76 þús. km. Verð: 2.990.000 kr.
800003
Verð ................................ 2.990.000 kr.
Greitt m/notuðum ........ 500.000 kr.
Eftirstöðvar ................... 2.490.000 kr.
Aorgun á mánuði ..... 38.878kr.**
Notaðir bílar
Meira úrval á
notadir.benni.is
Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035
Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Tökum aðeins 1 bíl uppí hvern nýlegan notaðan bíl. **Forsendur: 7 ára lán hjá Lykli. Útborgun 500.000 kr.
Opel Mokka X Innovation ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 71 þús. km. Verð: 3.090.000 kr.
446516 4x4
Gamli bíllinn þinn gildir að lágmarki sem 500.000 króna innborgun* í nýlegan og öruggan bíl (sérmerktur á plani). Þinn
gamli þarf aðeins að vera með gilda skoðun og í ökufæru ástandi. Ef þú ert ekki með bíl uppí má alltaf ræða aðra díla.Not
að
ur
u
pp
í n
ýl
eg
an 00.000Við tökum gamlabílinn uppí á
SsangYong Korando Dlx ‘18, beinskiptur,
ekinn 60 þús. km. Verð: 2.990.000 kr.
591367 4x4
SsangYong Tivoli ‘17, sjálfskiptur,
ekinn 81 þús. km. Verð: 2.350.000 kr.
591330
Langur
4x4
við íslenska ljóðagerð tuttugustu
aldar.“
Æskudraumur að læra íslensku
Fyrstu ljóð sín orti Jakub á pólsku
þegar hann var táningur og hann
vann nokkrar ljóðasamkeppnir.
Árið 2016 flutti hann til Íslands til að
læra íslensku og byrjaði í BA-námi í
íslensku sem öðru máli. „Æsku-
draumur minn var að læra íslensku.
Pabbi hlustaði mikið á Björk og þá
heyrði ég íslensku í fyrsta sinn, fjór-
tán ára gamall, og heillaðist á auga-
bragði af tungumálinu. Þá vissi ég að
ég myndi einhvern tímann flytjast
hingað og læra íslensku.“
Hann talar ákaf lega fallega
íslensku og segir hana vissulega vera
flókið tungumál. „Pólskan er samt
miklu flóknari, þar eru til dæmis sjö
föll. Þegar maður hefur brennandi
áhuga á einhverju þá er ekki svo erf-
itt að ná tökum á því og það tók mig
eitt ár að komast frá stigi núll þar til
ég gat byrjað nám í íslensku.“
Áhrif Steinunnar
Jakub les mikið af íslenskum bók-
menntum. „Fyrsta skáldið sem
kemur upp í hugann er Steinunn
Sigurðardóttir sem hafði djúp áhrif á
þessa bók, sérstaklega ljóðabálkinn
Brotnar borgir. Svo eru Geirlaugur
Magnússon og Gyrðir Elíasson og
af nýjum höfundum verð ég að
nefnda Jónas Reyni Gunnarsson og
Ástu Fanneyju Sigurðardóttur, sem
er snillingur; þegar maður heyrir
hana flytja ljóð sín þá fær maður
gæsahúð.“ Þegar kemur að pólskum
áhrifum nefnir hann eitt af helstu
nútímaskáldum Pólverja, Roman
Honet. „Hann hefur haft mjög mikil
áhrif á mig, sérstaklega vegna þess að
hann yrkir mikið um missi og dauða.
Ég mæli með ljóðabókum hans sem
hafa verið þýddar á mörg tungumál.“
Jakub er ekki kominn með form-
legan útgáfusamning en bók hans
er væntanleg á næstu mánuðum. n
Menning 17FÖSTUDAGUR 18. júní 2021