Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2021, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 18.06.2021, Qupperneq 34
Fyrrverandi þingmaður Sjálf- stæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason var óvæntur gestur á tískusíðu Fréttablaðsins í síðustu viku vegna skemmti- lega staðsettrar auglýsingar. Því þótti kjörið að fá Vilhjálm til að snúa aftur á síðuna, nú til að sýna safn sitt af erma- hnöppum. Það má með sanni segja að fyrrver- andi þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, Vilhjálmur Bjarnason, hafi slegið í gegn á tískusíðu Fréttablaðsins í síð- ustu viku. Birtist á henni auglýsing fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna, en hana prýddi glæsileg mynd af Vil- hjálmi sem þótti passa einstaklega vel við efni síðunnar, ljósmyndir af tískuíkoninu Rihönnu. Hallgrímur Helgason rithöfundur og fleiri bentu á hve vel Vilhjálmur tæki sig út, og hafði hann sjálfur mikinn húmor fyrir þessu. Það þótti því viðeigandi að taka Vilhjálm tali, sérstaklega eftir að blaðamaður frétti að hann ætti einstaklega flott ermahnappa- safn. Hann reyndist fús til að sýna lesendum safnið. n Snýr aftur á tískusíðuna með ermahnappasafni Vilhjálmur er stoltur af safninu. Hér ber hann sína uppáhaldshnappa, sem hann lét hanna sjálfur og gerði tuttugu stykki fyrir félagið AKOGES í Vestmannaeyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR EYJÓLFSSON Hann á einnig stórt safn af nælum og lagði það í vana sinn að bera nælu með fána lands þeirra sendi- herra og fulltrúa sem hann hitti við störf sín þegar hann var á Alþingi. Gamla lógó Landsbankans prýðir þessa ermahnappa. „Frá því áður en bankinn var nútímavæddur,“ segir Vilhjálmur. „Mér áskotnuðust þessir með undarlegum leiðum sem ég ætla nú ekkert að fara út í. En margir kannast ekki við merkið.“ Hér má sjá jakkafatahnappa fullveldisins og hnappana til hægri fékk Vilhjálmur þegar hann heim- sótti höfuðstöðvar Nató. Hér má sjá hnappa sem eru erfðagripir. Vilhjálmur telur þá sem eru vinstra megin vera um áttatíu ára gamla og eru þeir úr gulli. Hnapparnir til hægri komu frá föður Vilhjálms. Þessa keypti Vilhjálmur hjá Nóbelsstofnuninni í Stokk- hólmi. Þar er hægt að fá hnappa fyrir hvern verðlauna- flokk og keypti hann því bókmenntahnappana, til heiðurs okkar eina Nóbelsverðlaunahafa, Halldóri Laxness. Steingerður Sonja Þórisdóttir steingerdur @frettabladid.is Bílamerkingar Xprent ehf. | Sundaborg 3 | 104 Reykjavík | 777 2700 | xprent@xprent.is Vel merktur bíll er besta auglýsingin. Tökum að okkur allt frá litlum merkingum að heilpökkuðum bílum. 20 Lífið 18. júní 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 18. júní 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.