Morgunblaðið - 10.04.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021
Verð: 18.995.-
Stærðir: 36 - 41
Vnr. E-420403
Framleiddir úr hágæða leðri.
Léttur, sterkur, þægilegur og
sveigjanlegur ECCO
FLUIDFORM™ sóli
Verð: 18.995.-
Stærðir: 36 - 41
Vnr. E-420403
Verð: 18.995.-
Stærðir: 36 - 41
Vnr. E-420403
ECCO SOFT X
LÉTTIR OG LIPRIR STRIGASKÓR
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Enn ríkir óvissa um það hvernig
samkomuhaldi verður háttað í Dan-
mörku í sumar vegna reglna um
sóttvarnir. Þess vegna er ekki vitað
hvort hægt verður að halda Heims-
leika íslenska hestsins í Herning í
byrjun ágúst með áhorfendum eða
aðeins streymisleika eða jafnvel
hvort mótið verður alveg slegið af.
Eigi að síður slær landsliðsþjálfari
Íslands ekki neitt af varðandi und-
irbúning íslenska landsliðshópsins.
Heimsleikarnir eiga að vera í
Herning dagana 1. til 8. ágúst. „Það
er verið að undirbúa mótið af fullum
krafti, eins og hægt er,“ segir Gunn-
ar Sturluson, formaður Feif, al-
þjóðasamtaka um íslenska hestinn.
Undirbúnar hafa verið þrjár sviðs-
myndir fyrir mótið. Í fyrsta lagi er
gert ráð fyrir hefðbundnu móti með
fimm til átta þúsund áhorfendum. Í
öðru lagi er rætt um mót með tak-
mörkuðum fjölda áhorfenda, 2.500
manns.
Danir undirbúa áætlun
Í þriðju sviðsmyndinni er gert ráð
fyrir móti án áhorfenda, móti sem
yrði streymt heim í stofu til fólks.
Sá möguleiki kallar eigi að síður á
að 500 manns komi saman, kepp-
endur og starfsfólk. Ljóst er að ekki
einu sinni þannig mót rúmast innan
núverandi samkomutakmarkana því
aðeins örfáir mega koma saman í
Danmörku um þessar mundir.
Ljóst er að kostnaður við móts-
haldið verður meiri en venjulega,
sama hvaða stærð af móti verður
ákveðin. Það felst í hólfaskiptingu,
þrifum, veiruprófum, læknum og
hjúkrunarfólki, fleiri salernum og
leigu á tvöfalt fleiri stúkum en ann-
ars vegna fjarlægðarreglna.
Gunnar segir að sérfræðinga-
nefnd á vegum danskra stjórnvalda
sé að undirbúa áætlun um sam-
komuhald í sumar. Það eigi meðal
annars við um tónleika og stór
knattspyrnumót sem áformað er að
halda. Von sé á tillögum í lok apríl
og vonandi hægt að ákveða fram-
haldið í maí. Bætir Gunnar því við
að möguleiki á að halda mótið
grundvallist einnig á ferðatakmörk-
unum í Evrópu. Liðin þurfi að kom-
ast til Danmerkur. Segir hann að
ekki geti dregist lengur en fram
undir miðjan júní að ákveða hvort
mótið verði haldið og þá hvernig
mót. Ef ekki verði hægt að halda
það í ár verði því ekki frestað heldur
aflýst og keppendur og áhorfendur
komi þá næst saman í Hollandi eftir
tvö ár.
Miða við að mótið verði
„Við sláum ekkert af. Vinnum
miðað við að mótið verði, með ein-
hverjum hætti. Öllum verkefnum
hefur verið haldið til streitu, eftir
því sem sóttvarnareglur heimila.
Það sem ekki hefur verið hægt að
gera hefur verið bætt upp með fjar-
fundum og fyrirlestrum,“ segir Sig-
urbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari
í hestaíþróttum.
Í landsliðshópi í meistaraflokki
eru 22 knapar og 18 knapar eru í
U21 unglingalandsliðshópi undir
stjórn Heklu Katharínu Kristins-
dóttur landsliðsþjálfara. Fimm
knapar úr meistaraflokki eiga rétt á
að mæta til að verja titla sína frá
síðustu heimsleikum. Sigurbjörn
mun velja sjö knapa til viðbótar og
Hekla Katharína velur fimm knapa
úr sínum hópi. Auk þess verða
knapar í kynbótakeppninni í hópn-
um. Með þjálfurum, knöpum og að-
stoðarfólki reiknar Sigurbjörn með
að í íslenska hópnum verði 60-70
manns.
Knaparnir eru skyldugir til að
mæta með sína bestu hesta á þrjú
stærstu mótin í vor og sumar, meðal
annars Reykjavíkurmeistaramótið í
júní og Íslandsmót í hestaíþróttum í
byrjun júlí. Þar mun landsliðsþjálf-
arinn meta frammistöðu keppenda
og velja endanlegt landslið. Það
verður kynnt 8. júlí.
Þrjár sviðsmyndir fyrir Heimsleika
- Íslenski landsliðshópurinn slær ekki slöku við í undirbúningi þótt óvissa ríki um hvort og þá hvern-
ig Heimsleikar íslenska hestsins verða haldnir í Danmörku - Mót án áhorfenda kemur til greina
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sigurhringur Ljóst er að áhorfendur munu ekki mega sitja jafn þétt í Herning og í Berlín forðum daga, ef áhorf-
endum verður á annað borð gert kleift að mæta. Í björtustu vonum er gert ráð fyrir 5-8 þúsund manns.
Gunnar
Sturluson
Sigurbjörn
Bárðarson
Ferðaþjónustan fékk að kenna á
kórónuveirufaraldrinum í fyrra.
Lítið var um ferðalög milli landa
og hótel og veitingastaðir fengu
aðeins brot af venjulegum gesta-
fjölda. Nýleg samantekt hagstofu
Evrópusambandsins, Eurostat,
sýnir að mikill samdráttur varð
sömuleiðis í fjölda gistinátta á
tjaldstæðum síðasta sumar.
Eins og sjá má á grafinu hér til
hliðar varð mikill samdráttur í
flestum Evrópulöndum og heilt yf-
ir var Ísland meðal þeirra landa
þar sem mestur samdráttur varð.
Þegar hins vegar er einungis horft
til innlendra ferðamanna varð
einna mest fjölgun gistinátta á
milli ára hér á landi í fyrra. Alls
nam fjölgun gistinátta innlendra
ferðamanna á tjaldstæðum 32% í
fyrra borið saman við árið áður.
hdm@mbl.is
Fækkun á
tjaldstæðum
Fækkun gistinátta á tjaldstæðum
Hlutfallsleg breyting frá 2019 til 2020 í nokkrum Evrópulöndum*
Grikkland
Króatía
Spánn
Ísland**
Ítalía
Lúxemborg
Ungverjaland
Portúgal
Svíþjóð
Slóvenía
Pólland
Belgía
Austurríki
Finnland
Sviss
Noregur
Holland
Þýskaland
Danmörk
Tékkland
-57%
-52%
-51%
-48%
-48%
-48%
-48%
-47%
-29%
-27%
-24%
-21%
-13%
-11%
-9%
-7%
-4%
-4%
-2%
-1%
*Á tímabilinu
apríl til september.
**32% fækkun innlendra ferðamanna,93% fækkun erlendra.
Heimild: Eurostat
Efling stéttarfélag innheimti alls
tæpar 35 milljónir króna fyrir hönd
103 Eflingarfélaga vegna van-
greiddra launa á fyrstu þremur mán-
uðum ársins. Þetta kemur fram í ný-
birtri ársfjórðungsskýrslu kjara-
málasviðs félagsins fyrir yfir-
standandi ár.
Fram kemur að kjaramálasvið
Eflingar aðstoðaði 136 einstaklinga
með formlegum hætti á fyrsta fjórð-
ungi ársins svo sem með bréfaskrift-
um fyrir þeirra hönd eða með gerð
launakrafna.
Frekar brotið á erlendu fólki
Í skýrslunni segir að af þeim ein-
staklingum voru 43% af pólskum
uppruna og 24% af íslenskum upp-
runa. „Hlutföllin undirstrika vel þá
þekktu staðreynd að verkafólk af er-
lendum uppruna verður frekar fyrir
kjarasamningsbrotum en aðrir,“
segir þar.
Í umfjöllun stéttarfélagsins um
innheimtu vangreiddra launa segir
að upphæðin sýni mikilvægi þeirrar
þjónustu sem kjaramálasvið og lög-
menn Eflingar veiti félagsmönnum
sem verða fyrir barðinu á launa-
þjófnaði. Fram kemur að meðalupp-
hæð hverrar launakröfu fer hækk-
andi og var frá 730-825 þús. kr. á
síðustu þremur ársfjórðungum og
nemur að jafnaði um tvöföldum með-
almánaðarlaunum Eflingarfélaga.
35 milljónir
innheimtar
- Efling aðstoðaði fjölda félagsmanna