Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Casa býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
L 206 cm Áklæði ct. 70 Verð 639.000,-
L 206 cm Leður ct. 15 Verð 789.000,-
STAN Model 3035 rafmagn
Filippus prins, eiginmaður Elísabet-
ar Englandsdrottningar og hertogi
af Edinborg, lést í gærmorgun í
svefni í Windsorkastalanum vestur
af London. Hann fæddist á grísku
eyjunni Korfú árið 1921 og hefði
fagnað 100 ára afmæli í júní á þessu
ári hefði hann lifað.
Mikil sorg ríkir í Bretlandi um
þessar mundir og tók fólk að
streyma að Windsor-kastala og
Buckinghamhöll strax og fréttin um
andlát prinsins bárust. Hann átti
sérstakan stað í hugum Breta og
Boris Johnson forsætisráðherra
sagði hann hafa verið óteljandi fjölda
ungs fólks hvatning í lífi og starfi.
„Filippus prins ávann sér aðdáun
heilu kynslóðanna hér í hinu samein-
aða konungdæmi, í samveldislönd-
unum og umhverfis jörðina alla,“
sagði Johnson. Ekki hefur verið
skýrt frá hvenær Filippus prins
verður til grafar borinn. Hann hefur
síðustu misseri glímt við veikindi og
dvaldi í nýliðnum marsmánuði í mán-
uð á spítala vegna hjartveiki.
Faðir Filippusar var Andrés,
Grikklands- og Danmerkurprins,
yngri sonur Georgs fyrsta, konungs
Hellena. Móðir hans var Alice prins-
essa, dóttir Lúðvíks prins af Batten-
berg og langömmubarn Viktoríu
drottningar.
Filippus og Elísabet drottning
eiga fjögur börn, átta barnabörn og
10 langafa- og langömmubörn.
Fyrsta barn þeirra, Karl, fæddist
1948, þá kom Anna 1950, Andrés
1960 og Játvarður 1964.
Heimsótti Ísland 1964
Filippus prins heimsótti Ísland í
lok júní 1964 og dvaldist hér í þrjá
daga. Heimsóknin þótti einstaklega
vel heppnuð í alla staði og átti her-
toginn hug og hjörtu landsmanna allt
frá þeirri stundu er hann steig á land
af hraðbáti við Loftsbryggju að
morgni hins 30. júní. Um var að
ræða fyrstu konunglegu bresku
heimsóknina til Íslands. Hingað
sigldi Filippus prins með Britanniu,
snekkju bresku konungsfjölskyld-
unnar, og fór hringinn í kringum
landið áður en snekkjan lagði á ytri
höfninni í Reykjavík.
Vakti ávarp Filippusar af svölum
Alþingishússins í upphafi heimsókn-
arinnar mikla athygli því hann mælti
á íslensku. „Drottningin og ég höfð-
um mikla ánægju af að taka á móti
forseta Íslands í London. Er mér
það sérstök ánægja að vera nú kom-
inn til Íslands. Ég þakka ykkur inni-
lega fyrir vinsamlegar móttökur.“
Hinn gríðarlegi mannfjöldi er
safnast hafði saman á Austurvelli til
að hylla prinsinn var frá sér numinn
af hrifningu og munu húrrahrópin í
kjölfar ávarps hans hafa heyrst um
allan bæinn. agas@mbl.is
Ávann sér
aðdáun um
veröldina alla
- Filippus látinn, 99 ára að aldri
Konungleg heimsókn Heyrðust
húrrahróp um alla Reykjavík þegar
Filippus heimsótti landið árið 1964.
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu,
hefur tjáð þjóð sinni að búa sig undir
harðræðistíma fram undan. Kom boð-
skapurinn í kjölfar aðvarana frá
mannréttindahópum um að alvarleg-
ur matvælaskortur sé mikill og efna-
hagslegur óstöðugleiki.
Sagði Kim þetta í ræðu á flokks-
ráðstefnu norðurkóreska kommún-
istaflokksins, en þar virtist hann líkja
núverandi ástandi við hungursneyð
sem ríkti á tíunda áratug síðustu ald-
ar. Í henni dóu hundruð þúsunda
manna úr sulti og harðræði. Landa-
mærum ríkisins var lokað í fyrra
vegna kórónuveirufaraldursins, en af
þeim sökum drógust viðskipti lands-
manna saman um 80% á síðasta ári til
viðbótar talsverðum samdrætti 2019.
Sjaldgæft er að ráðamenn í Pyon-
gyang játi aðsteðjandi neyð en Kim
skoraði á ráðamenn að „heyja aðra og
meiri þrautagöngu til að létta erfið-
leikunum af þjóðinni, jafnvel í smáum
skrefum í einu,“ sagði hann.
Með hugtakinu þrautagöngu skír-
skota norðurkóreskir embættismenn
til lífsbaráttu landsmanna í hungurs-
neyðinni undir lok síðustu aldar í
framhaldi af hruni Sovétríkjanna sem
reitt höfðu fram mikla aðstoð við Kór-
eumenn. Fjöldi þeirra sem sultu í hel
liggur ekki fyrir en talað hefur verið
um allt að þrjár milljónir manna.
Fyrr í vikunni varaði Kim við því að
„aldrei hefðu aðrir eins erfiðleikar
dunið á Norður-Kóreu og nú og
áskoranirnar sem við væri að fást
ættu sér engin fordæmi.
Úr mörgum áttum hefur undan-
farna mánuði verið varað við að norð-
urkóreska þjóðin byggi við sult og
seyru. Koma lýsingar á harðræðinu
frá borgum í nágrenni landamæranna
en þar hafa smyglarar þénað vel á við-
skiptum. Verð á korni sem er und-
irstaða matvæla til sveita hefur tekið
miklum sveiflum og kostað á stundum
rúmlega mánaðarlaun kílóið.
Lina Yoon, sérfræðingur mann-
réttindasamtakanna Human Rights
Watch (HRW), hafði eftir ótilgreind-
um heimildum í Norður-Kóreu að
nánast engin matvæli bærust til-
landsins frá Kína. „Betlurum hefur
fjölgað mjög, nokkrir hafa dáið úr
hungri við landamærin og engin sápa,
ekkert tannkrem eða rafhlöður er að
hafa,“ skrifaði hún í skýrslu um
ástandið í landinu.
Sérlegur mannréttindafulltrúi
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í málefnum
Norður-Kóreu, Timas Ojea Quintana,
varaði í mars sl. við „alvarlegum mat-
arskorti“ sem þá þegar hafði leitt til
vannæringar og þjáninga vegna svelt-
is. „Skýrt hefur verið frá dauðasvelti
og börn og gamalmenni hafa lagst í
betl þar sem fjölskyldur geta ekki
lengur séð fyrir þeim,“ sagði Quint-
ana.
Óljóst er hvort aðstoð í einhverju
mæli berist yfir höfuð til Norður-Kór-
eu þar sem yfirvöld í Pyongyang hafa
hafnað öllum boðum um utanaðkom-
andi aðstoð. Þá hafa nær allir dipló-
matar og hjálparstarfsfólk, þar á
meðal starfsfólk Matvælaáætlunar
SÞ, yfirgefið landið.
Hermt er að Norður-Kóreumenn
hafi takmarkað verulega innflutning á
undirstöðumatvælum í ágúst í fyrra
og síðan stöðvað nær öll viðskipti í
október, þar á meðal verslun með
matvæli og lyf. Í aðdraganda þess
hafði verið farin herferð í Norður-
Kóreu gegn smygli sem yfirvöld lýstu
sem „andsósíalísku“ hátterni og
„óvinaatferli“, að sögn HRW. Ofan í
matvælaskortinn skall mikið óveður á
landinu tvisvar í fyrra með flóðum
sem talin eru hafa grandað uppskeru.
AFP
Varar við harðindum Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, varaði
þjóð sína við harðindaskeiði og „þrautagöngu“, sem væri framundan.
Kim Jong-un varar
við harðindaskeiði
- Yfirvöld í Pyongyang hafa hafnað öllum boðum um ut-
anaðkomandi aðstoð - Matvælaskortur sagður mikill
AFP
Flokksþing Kim Jong-un í ræðu-
stóli á flokksráðstefnunni.
Bretar og Írar hvöttu í gær stríð-
andi fylkingar í óeirðum sem brotist
hafa út á Norður-Írlandi alla vikuna
til að halda aftur af sér. Aðfaranótt
gærdagsins rigndi bensínsprengjum
og grjóti yfir lögreglu sem reynt hef-
ur að skakka leikinn. Þetta hafa ver-
ið mestu óeirðir á Norður-Írlandi í
nokkra áratugi en rót þeirra má að
mestu rekja til gremju sambands-
sinna vegna mikils efnahagslegs
rasks sem leitt hefur af brottför
Breta úr ESB, en einnig til spennu í
samfélögum írskra lýðveldissinna.
Í fyrrakvöld freistaði lögregla í
hverfum þjóðernissinna í Belfast
þess að koma í veg fyrir að óeirða-
menn sæktu gegn hópi sambands-
sinna. Rigndi yfir lögregluna grjóti
og fleiru, að sögn AFP.
„Deilumálin verða ekki leyst með
ofbeldi,“ sagði Grant Sharp, sam-
gönguráðherra í bresku stjórninni, í
gær. Gat hann þess að flokkar úr
öllu pólitíska litrófinu á Norður-
Írlandi hefðu sameinast um að for-
dæma óeirðirnar opinberlega. „Við
þurfum að tryggja að fólk tali saman
en ekki með ofbeldi.“
Að minnsta kosti 55 norðurírskir
lögregluþjónar hafa slasast í óeirð-
unum til þessa.
AFP
Óeirðir á Norður-Írlandi Grjóti og öðru lauslegu rignir yfir lögreglumenn í
Springfield Road í hverfi þjóðernissinna í Belfast í fyrrakvöld.
Virða að vettugi
óskir um friðsemd