Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þau tíðindibárust ífyrradag frá
Þýskalandi að
stjórnvöld þar
hygðust semja
beint við Rússa um
kaup á Spútník 5-bóluefninu
gegn kórónuveirunni, sem enn
bíður samþykkis Evrópsku
lyfjastofnunarinnar EMA.
Fylgir þýska alríkisstjórnin
fordæmi Bæjara, en Markus
Söder, forsætisráðherra
Bæjaralands og einn af þeim
sem helst hafa verið mátaðir
við kanslarastólinn eftir að
Merkel yfirgefur hann, kynnti
á miðvikudaginn áform
sambandsstjórnarinnar um að
kaupa 2,5 milljónir skammta af
rússneska efninu um leið og
EMA veitti samþykki sitt.
Það kemur kannski ekki á
óvart að Þjóðverjar leiti nú til
Rússa, þar sem Spútník 5-bólu-
efnið þykir veita jafngóða vörn
gegn kórónuveirunni og þau
bóluefni sem þróuð hafa verið á
Vesturlöndum og Evrópusam-
bandið hefur samið um kaup á,
en ýmsir framleiðslugallar og
byrjunarörðugleikar hafa tafið
mjög bólusetningar innan Evr-
ópusambandsins. Hefur þar
ekki hjálpað til að helstu for-
kólfar þess hafa talið tíma sín-
um best varið í illa ígrundaðar
skilnaðarþrætur við Breta,
sem um leið hafa dregið úr vilja
almennings í ESB-ríkjunum til
að láta bólusetja sig.
Ljóst er að ákvörðun Bæjara
og þýsku ríkisstjórnarinnar er
gríðarlegur áfellisdómur yfir
stefnu Evrópusambandsins í
bólusetningarmálum og þeim
hægagangi sem þar hefur ein-
kennt för. Hin sameiginlega
innkaupastefna, sem átti að
tryggja minni ríkjum sam-
bandsins jafnan aðgang, hefur
reynst algjört öfugmæli, og
höfðu raunar ýmsar Evrópu-
þjóðir, þar á meðal bæði Aust-
urríkismenn og Danir, leitað
leiða til þess að auka sínar eig-
in birgðir, þvert á það sem inn-
tak hinnar opinberu stefnu
sagði.
Á sama tíma hefur nýjasta
bylgja faraldursins, sú sem tal-
in er hin þriðja í Evrópu, safn-
að krafti hægt og bítandi, en
hún er knúin áfram af breska
afbrigðinu svonefnda. Þeirri
bylgju verður ekki hrundið
með aðstoð bóluefna úr þessu,
og horfa nú ríki Evrópusam-
bandsins fram á annað glatað
sumar með tilheyrandi töfum á
upprisu efnahagslífsins.
Viðvörunarbjöllurnar voru
farnar að klingja fyrir nokkru í
Þýskalandi, en læknar þar vör-
uðu við því í gær að sjúkrahús
landsins væru komin að þol-
mörkum vegna faraldursins, en
slík staða hefur í faraldrinum
til þessa jafnan verið undanfari
mikilla hörmunga,
hvort sem litið er
til Wuhan-borgar í
upphafi eða Norð-
ur-Ítalíu fyrir ári.
Ljóst var fyrir
löngu að leiðin út
úr kórónuveirufaraldrinum
lægi í gegnum bóluefnin og þau
vestrænu ríki sem hengdu sig
ekki aftan í Evrópusambandið
en treystu þess í stað á eigin
getu hafa náð miklum árangri.
Bandaríkin og Bretland eru
hratt og örugglega að skilja sig
frá ríkjum Evrópusambands-
ins og ýmsum öðrum, meðal
annars Íslandi, þegar kemur að
bólusetningum og þar með tal-
ið smithættu og aðgerðum
hennar vegna. Nú er rætt um
að hjarðónæmi kunni að nást á
Bretlandi strax eftir helgi og
verða mikil kaflaskil þegar það
takmark næst, hvort sem sú
tímasetning stenst nákvæm-
lega eða ekki. Þar er nánast
helmingur þjóðarinnar bólu-
settur og hækkar hlutfallið
hratt. Í Bandaríkjunum er
rúmur þriðjungur bólusettur
og þar fjölgar sömuleiðis hratt
í þeim hópi. Hlutfallið hjá þeim
ríkjum sem fylgt hafa Evrópu-
sambandinu í þessum efnum er
um og innan við 15%, og er þá,
líkt og í tilvikum Bretlands og
Bandaríkjanna, miðað við þá
sem fengið hafa að minnsta
kosti eina sprautu, enda virðist
fyrri sprautan ákaflega þýð-
ingarmikil og duga vel.
Þessi ólíka þróun í Banda-
ríkjunum og Bretlandi annars
vegar og í Evrópusambandinu
og ólánsömum fylgiríkjum þess
hins vegar, veldur því að í fyrr-
nefndu ríkjunum er nú byrjað
markvisst að slaka á sóttvarna-
aðgerðum en á sama tíma virð-
ist ekki við neitt ráðið í
Evrópusambandinu. Hér á
landi er staðan í raun svipuð.
Ekki þó að því leyti að hér sé
stjórnlaus faraldur, alls ekki
sem betur fer, heldur að því
leyti að vegna takmarkaðra
bólusetninga hafa yfirvöld talið
þörf á að herða á reglum – og
hafa raunar stigið ótrúleg feil-
spor í þeim efnum eins og ný-
legur héraðsdómur sannar.
Það er afskaplega skiljanlegt
að Þjóðverjar reyni nú að fara
aðra leið en Evrópusambandið
vill skammta þeim. Þeir hafa
gefist upp á mislukkaðri stefnu
þess og vilja reyna að brjótast
út úr þeim vandræðum sem
sambandið hefur komið þeim í.
Þeim var viss vorkunn að taka
þátt í innkaupum Evrópusam-
bandsins, verandi kjarnaríki
þess. Erfiðara er að skýra þá
ákvörðun Íslands að binda
trúss sitt við Evrópusam-
bandið í þessum efnum og leita
ekki annarra leiða. Enda hefur
engin skynsamleg skýring
fengist á þeim mistökum.
Jafnvel kjarnaríki
ESB gefst upp á inn-
kaupastefnunni sem
Ísland hengdi sig í}
Þjóðverjar spila einleik
F
yrr í vikunni birtist á sama stað
í Morgunblaðinu pistill eftir
Helgu Völu Helgadóttur. Pist-
illinn fjallaði um nauðsyn þess
að koma á laggirnar embætti
umboðsmanns aldraðra. Helga minntist
þess að slíkar tillögur hefðu komið fram á
Alþingi fyrir nokkrum árum en ekki náð
fram að ganga og sagði að nú væri tilefni til
að rifja þær upp á ný.
Ég er henni hjartanlega sammála að þörf
sé á stofnun slíks embættis. Ég tel þó enga
þörf á upprifjun, enda hefur Flokkur fólks-
ins lagt fram þingsályktunartillögur um
stofnun slíks embættis síðustu þrjá þing-
vetur. Tillagan liggur nú inni í velferðar-
nefnd og bíður þar afgreiðslu. Því vekur það furðu
mína að Helga Vala, formaður velferðarnefndar, virð-
ist ekki þekkja málið. Mögulega liggur vandinn í því
að tillaga Flokks fólksins nefnir embættið hagsmuna-
fulltrúa en ekki umboðsmann. Ég ætla þó að vona að
slíkt formsatriði komi ekki í veg fyrir stuðning henn-
ar við það. Ljóst er að um samskonar embætti er að
ræða. Í tillögu Flokks fólksins segir m.a. um hlutverk
hagsmunafulltrúa: „Hagsmunafulltrúa aldraðra er
ætlað að vekja athygli á réttinda- og hagsmunamálum
aldraðra almennt, jafnt á opinberum vettvangi sem
hjá einkaaðilum, leiðbeina öldruðum um réttindi sín
og bregðast við telji hann að brotið sé á þeim.“
Öll viljum við eiga áhyggjulaust ævikvöld. Því mið-
ur er raunin önnur hjá alltof mörgum. Eft-
ir því sem við eldumst þurfum við sífellt
oftar að glíma við hið opinbera, meðal ann-
ars almannatryggingar, lífeyrisréttindi, að-
gengi að heilbrigðisþjónustu og fleira.
Stjórnvöldum ber að taka tillit til aldraðra
og sníða opinbera þjónustu algerlega að
þörfum þeirra. Ekki er langt um liðið síðan
ríkið skerti ellilífeyrisgreiðslur með ólög-
mætum afturvirkum hætti. Í stað þess að
viðurkenna mistökin og bæta fyrir þau
barðist ríkið af hörku. Flokkur fólksins átti
frumkvæði að því að dómsmál var höfðað
gegn ríkinu og þurfti á endanum að leita til
Landsréttar til að fá mistökin leiðrétt.
Eldri borgarar eiga skilið virka réttinda-
og hagsmunagæslu og hafa mikla þörf fyrir hana, eins
og dæmin sanna.
Tillaga Flokks fólksins um hagsmunafulltrúa aldr-
aðra hefur ítrekað farið fyrir velferðarnefnd Alþingis
og þangað hafa borist margar jákvæðar umsagnir um
málið. Þrátt fyrir það hefur tillagan aldrei losnað úr
prísund nefndarinnar. Því er það mikið fagnaðarefni
að heyra, að formaður nefndarinnar vilji veita mál-
staðnum liðsauka. Nú gefst Helgu Völu kjörið tæki-
færi til að standa við stóru orðin og beita sér fyrir því
að tillagan verði afgreidd úr velferðarnefnd til síðari
umræðu á Alþingi og atkvæðagreiðslu.
Inga Sæland
Pistill
Hvort heldur sem er
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
N
íu af hverjum tíu öldr-
uðum telja andlega
heilsu sína góða og 70%
aldraðra eru mjög sjald-
an eða aldrei einmana. Þetta kemur
fram í niðurstöðum könnunarinnar
Hagir og líðan aldraðra á Íslandi
2020. Félagsvísindastofnun Háskóla
Íslands gerði könnunina fyrir félags-
málaráðuneytið, velferðarsvið
Reykjavíkurborgar og Lands-
samband eldri borgara.
Spurningarnar sem lagðar voru
fyrir svarendur lutu meðal annars
að almennu heilbrigði fólks 67 ára og
eldra. Einnig var spurt um viðhorf
til heilbrigðisþjónustunnar, um heil-
brigðisútgjöld, hvort og hvaða að-
stoð fólk fær inn á heimili sitt. Þá
var einnig spurt um búsetuhagi, at-
vinnuhagi, fjárhag, félagslega
virkni, tölvunotkun, notkun sam-
félagsmiðla og margt fleira.
Niðurstöðurnar sýna einnig að
23% svarenda töldu sig hafa ein-
angrast frekar eða mjög mikið eftir
að Covid-19-faraldurinn byrjaði en
40% töldu sig ekki hafa einangrast í
kjölfar faraldursins, samkvæmt
frétt félagsmálaráðuneytisins.
Meðal annars var spurt hvort
fólk nýtti sér ýmsa þjónustu sem er í
boði. Í ljós kom að 3% eiga símavin,
4% fá heimsendan mat frá sveitarfé-
laginu og 5% panta sér mat á netinu
en 89% hafa ekki nýtt sér ofan-
greindar þjónustur eftir að Co-
vid-19-faraldurinn hófst.
Þá sýndu niðurstöðurnar að
66% svarenda gátu hitt nákomna
ættingja og vini með hefðbundnum
hætti þrátt fyrir faraldurinn, 5%
gátu hitt þá í gegnum gler, 28% í
myndsímtölum og 22% með öðrum
hætti. En 16% kváðust ekki hafa
getað hitt nákomna vini og ættingja
vegna faraldursins og 4% sögðust
hafa almennt lítið hitt nákomna vini
og ættingja fyrir faraldurinn.
Aukin tölvu- og netnotkun
„Þessi aldurshópur notar tölvur
og netið og það sem því tengist
miklu meira nú en svarendur gerðu í
fyrri könnunum um sama efni. Það
er í takti við almenna þróun í sam-
félaginu,“ segir Helgi Guðmunds-
son, verkefnisstjóri hjá Félags-
vísindastofnun HÍ, en hann sá um
framkvæmd könnunarinnar.
Hann segir margar niðurstöður
í könnuninni nú svipaðar og í fyrri
könnunum en þó hafi viðhorf um
sumt breyst.
„Nú var meiri ánægja með verð
á heilbrigðisþjónustu en verið hefur
í fyrri könnunum. Við höfum spurt
um það frá 1999 hvort fólki þyki heil-
brigðisþjónusta vera ódýr eða dýr.
Frá upphafi þótti um 35% svarenda
hún vera frekar eða mjög ódýr en nú
þótti rúmlega helmingi svarenda
hún vera frekar eða mjög ódýr,“
sagði Helgi.
Svarendum þótti einnig þjón-
usta heilsugæslustöðva hafa batnað.
Helgi segir að í könnunum 2012 og
2016 hafi einungis um 20% þótt þjón-
ustan hafa batnað frekar mikið eða
mjög mikið en nú var það hlutfall
41%.
Helgi segir það hafa komið sér
einna mest á óvart að einmanaleiki
fólks jókst ekki með aldri. Þeir
elstu sem voru í minna síma-
sambandi við ættingja og vini
og hittu sjaldnar fólk en þeir
yngri voru ekkert frekar ein-
mana, kvíðnir eða þunglyndir
en yngri svarendur.
Þá sýnir könnunin að upp-
reiknaðar ráðstöf-
unartekjur svarenda
eru sambærilegar nú
og þær hafa verið
frá 2012.
Meirihluti aldraðra
er sjaldan einmana
Könnun á högum og líðan aldr-
aðra var gerð í fimmta sinn á
tímabilinu frá 16. nóvember
2020 og til 16. janúar 2021.
Könnunin var fyrst gerð árið
1999, síðan árið 2006, svo ár-
ið 2012 og í fjórða sinn 2016. Í
niðurstöðunum má sjá þróun
frá fyrri könnunum, en einnig
hefur verið bætt við nokkrum
nýjum spurningum, meðal
annars nokkrum spurningum
varðandi líðan á tímum Co-
vid-19-faraldursins.
Tekið var 1.800 manna
tilviljunarúrtak fólks 67
ára og eldra úr þjóð-
skrá. Spurningar voru
lagðar fyrir þátttak-
endur ýmist í síma eða
með netkönnun. Alls
svöruðu 1.033 og var
nettósvarhlutfall í könn-
uninni, að teknu til-
liti til brottfalls,
60%.
Kannað í
fimmta sinn
HAGIR ALDRAÐRA
Helgi Guðmundsson
Morgunblaðið/Ómar
Eldri borgarar Nýlega voru kynntar niðurstöður könnunar um hagi eldri
borgara. Þar var gerð greining á líðan þessa aldurshóps og viðhorfum hans.