Morgunblaðið - 10.04.2021, Side 14

Morgunblaðið - 10.04.2021, Side 14
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Skipulags- og byggingarnefnd Borg- arbyggðar hafnaði nýverið umsókn félagsins Húsafell Hraunlóðir um breytingu á landnotkun á lóð Litla- Tunguskógar í Húsafelli. Líkt og greint var frá í Morgunblaðinu 31. mars síðastliðinn hafa Húsafells- bændur kynnt og hafið sölu á fjölda heilsárshúsa sem teiknuð hafa verið og færð inn á skipulag ofan við nú- verandi sumarhúsasvæði í Húsafelli. Samkvæmt áætlunum þeirra er gert ráð fyrir að allt að 75 heils- árshús rísi á svæðinu en í fyrri áfanga verkefnisins er stefnan sett á sölu 40 húsa. Hefur verkefnið m.a. verið auglýst á þeim forsendum að þar geti fólk skráð sig til fastrar bú- setu en það auðveldar m.a. mjög fjármögnun á kaupum á húsnæðinu. Skilgreint sem frístundabyggð Samkvæmt núverandi skipulagi er svæðið ekki skilgreint sem þétt- býli eða íbúðarbyggð heldur er að- eins gert ráð fyrir að þar rísi frí- stundabyggð. Í fundargerð nefndarinnar segir að hún hafni því að svæðið sem til umfjöllunar er „verði skilgreint sem þéttbýli,“ og að svæðið uppfylli ekki skilgreiningu laga um þéttbýli né sé það í samræmi við stefnumörkun í núverandi aðalskipulagi Borgar- byggðar. Leggur nefndin til í bókun sinni að skipulags- og byggingar- deild sveitarfélagsins verði falið að „koma á fundi landeiganda og nefnd- ar til að ræða framtíðaruppbyggingu og landnotkun á svæðinu“. Bergþór Kristleifsson, eigandi fé- lagsins Húsafells Hraunlóða, segir að nefndin hafi hafnað beiðninni á þeim forsendum að hún hafi falið í sér að svæðið yrði skilgreint sem blönduð frístunda- og íbúðabyggð. Það hafi í raun verið formgalli á um- sókninni sem slíkri sem ráðið hafi niðurstöðu nefndarinnar. „Við viljum hins vegar ekki að svæðið verði skilgreint sem þéttbýli heldur aðeins sem íbúðabyggð og við munum því leggja málið fyrir byggð- aráð þar sem við höfum væntingar um að vel verði tekið í þessi áform,“ segir Bergþór. Morgunblaðið bar málið einnig undir Lilju Björg Ágústsdóttur, for- seta sveitarstjórnar Borgarbyggðar. „Meirihlutinn í sveitarstjórn er mjög hlynntur þessari uppbyggingu og ég hef trú á því að við munum finna lausn á þessu máli.“ Verði svæðið að endingu skil- greint sem íbúðabyggð mun sveitar- félagið þjónusta það á þeim for- sendum en í því felst talsvert meiri þjónusta en sú sem tengist frí- stundabyggð. Bergþór ítrekar þó að félag hans verði veghaldari á svæðinu eins og verið hefur og muni sinna snjó- mokstri og öðru sem tengist vega- málum á svæðinu. Tölvuteikning/Onno Byggð Mikil eftirspurn hefur verið eftir húsunum að undanförnu og eru 26 seld eða frátekin að sögn Bergþórs. Stefna enn á heilsárs- byggð í Húsafellsskógi - Skipulagsráð Borgarbyggðar hafnaði blandaðri byggð Bergþór Kristleifsson Lilja Björg Ágústsdóttir 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 ER KOMIÐ AÐ ÞÉR AÐ EIGNAST NÝJAN BÍL? IB ehf leggur ríka áherslu á að veita viðskiptavinum góða þjónustu á öllum sviðum. Sala nýrra bíla byggist á því að IB ehf finnur þann bíl sem viðskiptavinurinn óskar eftir að fá fluttan til landsins og sér síðan að koma honum í skip, tollafgreiða hann og skrá. Hjá IB ehf er ávallt mikið úrval notaðra bíla á skrá. ÚR BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Mýrdalurinn hefur fundið verulega fyrir áhrifum af Covid-19, þar sem stór hluti at- vinnulífsins hefur undanfarin ár snúist í kring- um þjónustu við ferðamenn. Það er því víða erfið staða hjá þeim sem reka ýmiss konar gistingu, afþreyingu og matsölustaði, og þar af leiðandi einnig af allri annarri afleiddri at- vinnu. Covid-19-hópsmitið sem kom upp í vik- unni í Mýrdalnum virðist þó vera mjög ein- angrað, eins og sést af því hvað fáir hafa þurft að fara í sóttkví vegna þess. En smitin sýna að það þarf bara einn sem ekki fylgir reglum til að úr verði jafnvel enn stærra hópsmit en þetta. - - - Vegagerðin vinnur nú að undirbúningi og rannsóknum í samræmi við gildandi samgöngu- áætlun 2020-2024 vegna forhönnunar og mats á umhverfisáhrifum vegna jarðganga í gegnum Reynisfjall og nýrrar veglínu um Mýrdal. Bor- aðar hafa verið holur í bergið beggja vegna Reynisfjallsins og nú kjarnaborun uppi á Reyn- isfjalli til að kanna bergið fyrir fyrirhugaða jarð- gangalínu til þess að rannsaka nánar jarðlög Reynisfjalls. - - - Sunnlenskir grunnskólar fá rúmlega fjórar milljónir króna í nýrri úthlutun sprota- sjóðs, sem styður við þróun og nýjungar í skólastarfi. Víkurskóli í Vík í Mýrdal fékk hæsta styrkinn, 1,2 milljónir króna, vegna strandlínurannsóknar nemenda í Víkurfjöru en verkefnið er unnið í samstarfi við Kötlu jarðvang. Sveitarstjórnir Mýrdalshrepps, Skaft- árhrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps hafa samþykkt að kosið verði um sameiningu sveitarfélaganna í haust, samhliða alþingiskosningum laugardaginn 25. september. Verði sameiningin samþykkt verð- ur þetta langstærsta sveitarfélag Íslands. Inn- an marka sveitarfélagsins yrði stór hluti há- lendisins, Vatnajökulsþjóðgarður, merkar náttúruminjar og margir af helstu ferða- mannastöðum landsins. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um fimm þúsund og fjögur hundruð. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vík Karlinn í Kvíarnefinu austan við Vík í Mýrdal horfir á þessi fallegu glitský. Vestan Víkur er verið að skoða jarðgöng og nýja veglínu. Láglendisvegur um Mýrdal í umhverfismati

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.