Morgunblaðið - 10.04.2021, Side 30

Morgunblaðið - 10.04.2021, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 ✝ Brynja Birg- isdóttir Helsinghoff fædd- ist í Reykjavík 7. febrúar 1953. Hún lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn 31. mars 2021. Brynja var dóttir Jóhönnu Theódóru Bjarnadóttur, f. 1931, d. 1990, og Birgis Þorgils- sonar, f. 1927, d. 2011. Alsyst- ir Brynju var Hrefna, f. 1951, d. 2017. Uppeldisfaðir Brynju var Guðjón Guðmundsson, d. 2019. Hálfsystur Brynju, sam- mæðra, eru Kristín Elísabet, f. mor, f. 2008. Leiðir Brynju og Helga Más skildu og var hún í sambúð með Harald Rytz í nokkur ár. Árið 1991 giftist Brynja eftirlifandi eiginmanni sínum, Jan Helsinghoff, f. 1960, og bjuggu þau á Freder- iksberg í Kaupmannahöfn. Dóttir Jan er Susanne og á hún tvö börn. Brynja starfaði alla tíð að ferðamálum, hjá Flugfélagi Ís- lands/Icelandair í Kaupmanna- höfn fram til ársins 1991. Eftir það hjá nokkrum ferðaskrif- stofum en síðustu árin rak hún eigið fyrirtæki sem skipulagði ferðir til fjarlægra heimsálfa og var jafnframt umboðsaðili ýmissa alþjóðlegra flugfélaga á Norðurlöndum. Útför Brynju fer fram í dag, laugardaginn 10. apríl, að viðstöddum nán- ustu ættingjum og vinum. Hún verður jarðsett í Frederiks- berg Kirkegård. 1957, Anna Mar- grét, f. 1961, og Jóhanna Björk, f. 1968. Seinni kona Birgis var Ragn- heiður Gröndal og er dóttir þeirra Sigrún. Brynja ólst upp í Silf- urtúni í Garða- hreppi. Hún giftist árið 1971 Helga Má Arthúrssyni, fv. blaðamanni, f. 1951, d. 2013, og er dóttir þeirra Anna María, f. 1971. Anna María er í sambúð með Boris Schiøler og eiga þau dæturnar Rakel Gunhild, f. 2006, og Sölku Rig- Í dag verður Brynja, systir mín, kvödd hinstu kveðju. Það eru tímamót sem skrýtið er að standa á og margt sem rifjast upp. Brynja var aðeins tveggja ára þegar foreldrar hennar skildu. Hún kom með mömmu í nýtt hjónaband og saman ólumst við upp í Silfurtúni í Garðahreppi þar sem pabbi reisti hús yfir okkur fjölskylduna. Brynja var átta árum eldri en ég og fór ung að heiman svo ég man ekki sér- staklega mikið eftir henni úr barnæsku annað en það að hún gat verið fyrirferðarmikill ung- lingur. Árið 1973 flutti Brynja, ásamt þáverandi eiginmanni, Helga Má, og dóttur þeirra, Önnu Mar- íu, til Kaupmannahafnar þar sem hún hefur búið síðan. Hún vann hjá Flugfélagi Íslands/Ice- landair, fyrst á Kastrup og síðar á skrifstofunni í Vester Fari- magsgade og fetaði þannig í fót- spor föður síns sem hafði starfað á sömu skrifstofu tveimur ára- tugum fyrr. Síðar stofnaði hún eigin fyrirtæki. Leiðir Brynju og Helga Más skildu og hún hóf sambúð með Harald Rytz í Klampenborg, norðan við Kaupmannahöfn. Eftir tíu ára sambúð skildu leið- ir Brynju og Haralds og nokkr- um árum síðar giftist hún eft- irlifandi eiginmanni sínum, Jan Helsinghoff, og áttu þau fallegt heimili á Frederiksberg með út- sýni yfir Søerne og önnur kenni- leiti Kaupmannahafnar. Vorið 1979 urðu tímamót í systrasambandi okkar. Þá að- stoðaði hún mig við að fá vinnu í Kaupmannahöfn og bjó ég hjá henni og Harald sumarlangt í Klampenborg. Sagan endurtók sig sumarið eftir og svo nokkr- um sinnum eftir það. Það var gott að eiga skjól hjá stóru syst- ur og við gátum talað mikið og hlegið saman, höfðum líkan „humør“. Og þannig var þetta allt fram til síðasta dags, við hittumst oft eða töluðum saman símleiðis. Brynja, systir mín, var frekar lágvaxin og grönn, lengst af með svart og mikið hár, græn augu og dökk á hörund. Hún var „lille store“ og ég „store lille“. Brynja var hrókur alls fagnaðar á mannamótum, eins og fiskur í vatni í alþjóðlegum bisness, töff- ari sem þoldi hvorki vol né væl og höfðingi heim að sækja. Stjórnsöm og forn í skapi ef því var að skipta. Hún starfaði alla ævi við ferðaþjónustu, var sann- ur heimsborgari og fáa þekki ég sem hafa ferðast jafn víða og hún gerði. Ferðirnar til Kaupmanna- hafnar taka nú á sig annan blæ. Anna María, dóttir Brynju, og hennar fjölskylda búa þar og tekur nú við sem okkar akkeri í borginni við Sundin. Að sama skapi verðum við hennar stoð og þannig deilum við á milli okkar hluta af þeim hlutverkum sem Brynja hafði. Anna María hefur erft það besta frá báðum for- eldrum; hún er allt í senn heims- borgari og heimspekilega þenkj- andi Vestfirðingur eins og pabbi hennar heitinn var. Hún á tvær dætur, þær Rakel og Sölku, og sinnir móðurhlutverkinu vel á milli þess sem hún skrifar hand- rit, býr til bíómyndir og alls kyns annars konar kúnstverk. Við Brynja, systir mín, áttum nokkrar stundir saman í Kaupa- mannahöfn í byrjun þessa árs. Það var af henni dregið og við vissum báðar að við myndum ekki sjást aftur. Það var gott að geta kvatt hana augliti til aug- lits. Far vel lille store og takk fyrir allt og allt. Anna (Magga) Margrét. Tárin hverfa og kökkurinn í hálsinum leysist upp þegar ég hugsa til allra skemmtilegu stundanna með Brynju frænku minni. Það eru líka þær minn- ingar sem maður á að varðveita um manneskju sem lifði lífinu í samræmi við það að bæta lífi við árin frekar en árum við lífið. Það er þó ekki alltaf auðvelt enda var lífið ekki alltaf auðvelt hjá Brynju. Öllum má vera ljóst að það að vera einstæð móðir eða barn einstæðrar móður er aldrei auðvelt. Hvort tveggja upplifði Brynja bæði sem barn á sjötta ártugnum í Reykjavík og móðir í Kaupmannahöfn á þeim áttunda. Komst hún vel frá hvoru tveggja eins og líf hennar og Önnu Mar- íu dóttur hennar ber vitni um. Þeim eiginleikum sem þarf til þess að það geti gerst var hún gædd í ríkum mæli. Hún var töffari. Ekki þessi leðurjakka- klæddi töffari, þótt ég muni eitt- hvað óljóst eftir mótorhjólum nálægt henni. Það þarf meira til og það er ljúfleikinni. Brynja fékk bæði góðar gáfur og þol- gæði í vöggugjöf. Fegurð fékk hún líka og „þetta“ óskilgreinda aðdráttarafl eða útgeislun sem allir þrá að fá. Jóhanna móðir Brynju hafði alla tíð gott sam- band við mömmu og ömmu og man ég eftir henni með þeim Kristínu, Önnu Margréti og Jó- hönnu í heimsókn hjá þeim báð- um. Minnist ég Jóhönnu móður Brynju, sem einhverrar falleg- ustu konu sem ég hef séð. Birgi, föður Brynju og móðurbróður minn, þekkti ég auðvitað vel en engan mann hef ég þekkt sem hafði meira af „þessu“ óskil- greinda en hann hafði. Myndirnar renna nú fyrir framan mig eins og „myndir á þili“. Hjá afa og ömmu á Hraun- teignum með systrum hennar, Hrefnu og Sigrúnu. Heimsókn til Brynju á skátamót og Brynja með Önnu Maríu nýfædda í Blönduhlíðinni hjá Systu og Birgi. Brynja í heimsókn hjá mér í Edinborg þar sem íbúðar- félagi minn stóð á öndinni yfir henni, því hann hafði aldrei hitt svona konu fyrr. Flestar minn- ingarnar eru þó frá Kaupmanna- höfn þar sem hana m.a. munaði ekki um að taka á móti mér og tveimur félögum að koma úr Int- errail-ferð. Ég er nokkuð viss um það, að Brynja á stóran þátt í því hvað mér finnst Kaup- mannahöfn alltaf skemmtileg borg. Fyrir ekki löngu síðan sendi Brynja mér póst þar sem hún sagði: Elsku frændi, við þurfum að fara að hittast áður en annað hvort okkar deyr. Höf og lönd, Covid og krabbinn, sem kom allt of fljótt, komu í veg fyrir það. Við vorum þó í sambandi og töl- uðum saman í síðasta sinn á af- mælisdaginn hennar fyrir nokkrum vikum. Hún var þá sami töffarinn og áður, engin uppgjöf, og við ætluðum að hitt- ast strax og færi gæfist. Ég efast um að ég muni kynnast öðrum eins töffara og henni! Fyrir hönd okkar Steinu, systkina minna, Halldóru og Þorgils Óttars, og fjölskyldna okkar vil ég votta fjölskyldu og vinum Brynju, sérstaklega þó Jan, Önnu Maríu, Boris og dætr- um, systrum Brynju og Systu okkar dýpstu samúð. Til Brynju: Ef það er eitthvað til sem er „hinum megin“ vil ég hitta þig þar! Árni M. Mathiesen. Brynja Birgisdóttir Helsinghoff ✝ Óskar Friðrik Jónsson var fæddur í Reykja- vík þann 17. júlí 1963. Hann lést þann 7. mars 2021. Foreldrar Óskars voru Jón Valdimar Sæ- valdsson, sem lést þann 8. júlí 2010, og Fanney Jóns- dóttir. Óskar kvæntist Hallgerði Jóns- dóttur árið 1996 en þau skildu árið 2003. Óskar og Hallgerður eign- uðust tvö börn: Þau eru 1) Anton Ísak, fæddur á Englandi 11. apríl 1996, og Agnes Ýr, fædd í Reykja- vík 30. júlí 1999. Lífið er sannarlega ekki eftir uppskrift, það er löngu vitað og margur hefur þurft að gjalda þess dýru verði. En ég kveð þig kæri Óskar með sálmi Stef. Thor.: Vertu hjá mér, halla tekur degi herra, myrkrið kemur, dylst mér eigi. Þegar enga hjálp er hér að fá hjálparlausra líknin, vert mér hjá. Drottinn minn gef þú dánum ró, hinum líkn er lifa. Jón Kr. Ólafsson söngvari. Það var í nóvember 1980 sem ég fyrst hitti Óskar vin minn. Það var nýbúið að opna hamborgarastað- inn Winny’s á Laugavegi 116 þar sem ég vann á þeim tíma. Óskar var þá 16 ára, oftast klæddur í grængráan síðan frakka með six- pensara og langan trefil um háls- inn. Hann var að vinna í herrafata- verzluninni Adam á Laugavegi. Óskar var alltaf í stuði, brosandi og kátur. Svo þegar ég opnaði Tomma hamborgara á Grensásvegi 7, árið 1981, birtist Óskar og smám saman varð hann hálfgerður heimiliskött- ur þar. Fékk stundum að steikja og vann öðru hvoru í aukavinnu. Ég man að þá um sumarið var ball á Hálogalandi uppi í Borgarfirði þar sem voru auglýstir Tommaborgar- ar sem aðdráttarafl. Ég lét Óskar hafa grill og fullan bíl af hamborgurum og brauði sem hann tók með á ballið og gerði sér litið fyrir að selja hátt í 1.000 borgara á einu kvöldi með vini sínum. Svo þegar Hard Rock Café oppnaði í Kringl- unni mætti Óskar og smám saman var hann orðinn einn af okkur og fékk viðurnefnið Óski beibí. Hann var ýmist við dyrnar eða úti í sal, hann var snillingur að meðhöndla gestina og raða niður á borðin. Þegar hann kvæntist Hallgerði héldu þau brúðkaupið á Hótel Borg. Mér er minnisstæð ræðan sem faðir hans hélt, hjartnæm og einlæg. Ég heimsótti Óskar og Hall- gerði í Portúgal ásamt Melkorku dóttur minni. Eftir að hann flutti til Kína kom hann alltaf í heimsókn á búlluna þegar hann var á Íslandi. Hann kom oft með börnin og ef ekki þá sagði hann mér stoltur hversu vel þeim gengi. Þegar hann var fimm- tugur fór ég á Húsavík og grillaði ofan í gestina. Það var alltaf gaman að vera í kringum Óska. Við hitt- umst í enda september í fyrra og drukkum saman kaffi á Rósen- berg, hann var eldhress þótt eitt- hvað væri farið að láta undan. Svo sá ég hann í síðustu viku, við fórum saman á fund og fannst mér eins og hann væri að fara að braggast en svo fór sem fór. Það kom mér á óvart þegar ég heyrði um sviplegt andlát hans, en svona eru nú vegir guðs órannsakanlegir. Ég votta börnum og aðstandendum samúð mína og segi hvíl þú í friði elsku Óski beibí. Tómas Andrés Tómasson. Óskar Friðrik Jónsson Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að útfarir eru nú með breyttu sniði. Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur um birtingu á minningargreinum. Minningargreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim sem vilja minnast ástvina eða sýna aðstandendum samúð og samhug. Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum hvað varðar útfarir í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að birta minningargreinar sama dag og útför einstaklings er gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða gerð í kyrrþey. Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið að aðstoða þá sem hafa spurningar um ritun minningar- greina eða hvernig skuli senda þær til blaðsins. Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Birting minningargreina Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR OLSEN, Undirhlíð 3, Akureyri. Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyfjadeildar á SAK og starfsfólk Heimahlynningar á Akureyri fyrir alúð og umhyggju. Vigdís María Jónsdóttir Ingvar Árni Olsen Hólmfríður Sigurðardóttir Jóhann Pétur Olsen Hjördís Stefánsdóttir Guðm. Þór Guðmundsson Helena Supee Jaimon Díana Björk Olsen Valur Rafn Valgeirsson afa- og langafabörn Óli Palli, eins og við kölluðum hann, hóf störf hjá Umbru, þjónustu- miðstöð Stjórnar- ráðsins (áður Rekstrarfélag Stjórnarráðsins) haustið 2008. Við skjalastjórar Stjórnarráðs- ins eigum almennt í miklum samskiptum og samstarfi við starfsfólk Umbru. Óli Palli hjálpaði okkur alltaf með bros á vör og þolinmæði að vopni. Hann hafði mikla þekkingu og skilning á því tölvuumhverfi sem við störfum í, enda gat hann oftar en ekki leyst úr alls kyns vandamálum og var svarið jafnan: „Auðvitað gat ég búið til agent.“ Hann var rólegur og yfirveg- aður og ekkert virtist koma honum úr jafnvægi. Hann átti iðulega frumkvæði að því að hafa samband ef hann vissi af einhverju sem betur mátti fara. Það var alltaf gott að hitta hann og þegar leið á samstarfið fór- Ólafur Páll Jónsson ✝ Ólafur Páll Jónsson fædd- ist 27. maí 1977. Hann lést 27. mars 2021. Útför Ólafs Páls fór fram 8. apríl 2021. um við að líta á hann sem vin. Um- ræður um útivist, hjólreiðar og ketti báru oft á góma enda hans áhuga- mál. Þegar hann veiktist fyrst vor- um við bjartsýn á að hann myndi ná að sigrast á veik- indunum og voru það því þungar fréttir þegar hann var lagður inn á nýju ári. Við eigum eftir að sakna hans sárt og sjáum eftir góðum dreng og félaga. Óli Palli var gull af manni. Fyrir hönd starfsfólks skjala- safna Stjórnarráðsins viljum við færa aðstandendum Óla Palla og samstarfsfólki hans hjá Umbru innilegar samúðar- kveðjur. Alexandra Þórlindsdóttir Birna Kolbrún Gísladóttir Björk Birgisdóttir Edda Rúna Kristjánsdóttir Guðrún Birna Guðmundsdóttir Guðrún I. Svansdóttir Halldóra Kristbergsdóttir Magnhildur Magnúsdóttir Rut Jónsdóttir Sigurður Þór Baldvinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.