Morgunblaðið - 10.04.2021, Side 11

Morgunblaðið - 10.04.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga: 12.00-18:00 Laugardagar 11:00-15:00 SLOPPUR 22.650,- Stærðir S-4XL NÁTTSETT 16.990,- Stærðir M-4XL Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is TRAUST Í 80 ÁR Úrval af fallegum yfirhöfnum Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is NÝ SENDING Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook buxur NÝ SENDING Samkaup hafa fest kaup á tveimur verslunum Krónunnar. Annars veg- ar er um að ræða Kjarval á Hellu en sú verslun hefur verið í kastljósi frétta vegna deilna fyrirtækisins og íbúa við Samkeppniseftirlitið. Hins vegar er verslun Krónunnar í Nóa- túni 17 í Reykjavík. Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverðið er ekki gefið upp. Samkaup áforma að opna verslun undir merkjum Kjörbúðar á Hellu og bætist verslunin þar með í hóp 15 annarra Kjörbúða sem reknar eru um allt land. Í Nóatúni 17 í Reykja- vík áforma Samkaup að opna Nettó- lágvöruverslun. Skilyrði Samkeppniseftirlitsins Krónan er dótturfélag Festar og eru viðskiptin liður í að uppfylla skilyrði sáttar á milli Festar og Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa Festar, áður N1, á Krónunni og fleiri félögum. Festi hefur selt Kjarvalsverslun- ina á Hellu tvisvar. Í annað skiptið samþykkti eigandi húsnæðisins ekki aðilaskipti húsaleigusamnings og í hitt skiptið samþykkti Samkeppn- iseftirlitið ekki. Þá hefur fyrirtækið selt Krónuverslun sína á Hvolsvelli einu sinni til Samkaupa en þau við- skipti náðu ekki í gegn. Nú hefur Festi tilkynnt sölu verslananna tveggja til Samkeppniseftirlitsins en mun reka þær þangað til niðurstaða fæst. Þá hefur fengist samþykki beggja leigusalanna. „Við erum bjartsýnir á að það gerist núna,“ segir Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri Festar. Hann neitar því að erfitt sé fyrir Festi að þurfa að selja Nóatúnsbúð- ina með versluninni á Hellu. Það hafi þurft til þess að salan gengi eft- ir. Sala á tveimur búðum hafi nei- kvæð áhrif til skamms tíma en for- stjórinn telur unnt að vinna það upp. „Við erum sátt við niðurstöðuna. Mest erum við þó ánægð með að ná að uppfylla skilyrði sáttarinnar og getum farið að hugsa um framtíð- ina,“ segir Eggert. helgi@mbl.is Selja tvær búðir til að uppfylla skilyrði um eina - Samkaup opna verslanir á Hellu og í Nóatúni 17 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Miðjan Samkaup munu opna verslun á Hellu undir merkjum Kjörbúðar. Sigurjón Norberg Kjærnested verk- fræðingur hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV. Hann tekur við af Eybjörgu Hauksdóttur í byrjun júní. Eybjörg hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri hjá Eir öryggisíbúðum en mun auk þess sinna rekstrar- og stjórnunarverkefnum fyrir Eir, Skjól og Hamra. Sigurjón hefur starfað í níu ár hjá Samorku, samtökum orku- og veitu- fyrirtækja, sem forstöðumaður og staðgengill framkvæmdastjóra. Samtök fyrirtækja í velferðar- þjónustu eru hagsmunasamtök fyr- irtækja sem starfa við velferðarþjón- ustu og eru sjálfseignarstofnanir í eigu félagasamtaka, einkaaðila eða opinberra aðila. Mörg aðildarfélag- anna eru öldrunarstofnanir en einnig fyrirtæki með aðra starfsemi eins og dagþjálfun, áfengismeðferð, end- urhæfingu og fleira. Sigurjón Kjærnested nýr framkvæmdastjóri SFV Eybjörg H. Hauksdóttir Sigurjón N. Kjærnested Karlmaður á þrítugsaldri var í gær í Héraðsdómi Reykjaness úrskurð- aður í fjögurra vikna farbann, eða til 7. maí, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rann- sóknar hennar á mannsláti í Kópa- vogi um síðustu helgi. Maðurinn hafði áður verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald á páska- dag og rann það út í gær. Ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald, að því er segir í til- kynningu frá lögreglu sem segir rannsókn málsins miða vel. Þrítugur karlmaður lést laugar- daginn 6. apríl eftir að hafa fundist utan við heimili í Kópavogi með mikla áverka. Þrír menn voru handteknir vegna málsins og einn þeirra úrskurðaður í gæsluvarð- hald en honum hefur nú verið sleppt eins og áður sagði. Sleppt úr gæsluvarðhaldi en fer í farbann Morgunblaðið/Árni Sæberg Fannst látinn Maður fannst látinn utan við íbúð í Vindakór í Kópavogi. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.