Morgunblaðið - 12.04.2021, Qupperneq 1
BÚIN AÐ
HIRÐA BÆÐI
ÍSLANDSMETIN
ÁTTI AÐ
SELJA FYRIR
SMÁUPPHÆÐ
GRINDAVÍK
ALGJÖR
PARADÍS
CARAVAGGIO 29 HELGA DÍS 11ERNA SÓLEY 27
„Það er erfitt að biðja um ákveðin
álit þegar við vitum ekki hvað hefur
verið unnið. Við erum búin að biðja
um öll gögn og treystum því að við
fáum þau,“ segir Helga Vala Helga-
dóttir formaður velferðarnefndar í
samtali við Morgunblaðið.
Heilbrigðisráðuneytið lét undan
þrýstingi á föstudaginn og afhenti
nefndinni gögn er varða reglugerð
heilbrigðisráðherra um skyldudvöl í
sóttvarnahúsi en ráðuneytið hafði
áður synjað fjölmiðlum og nefndinni
um gögnin, á grundvelli upplýsinga-
laga. Hefur Morgunblaðið álit dóms-
málaráðuneytisins undir höndum
sem velferðarnefnd hefur ekki.
Lagastoð athuguð seint
Af þeim gögnum sem heilbrigð-
isráðuneytið hefur opinberað má
ráða að lítil vinna hafi farið í að at-
huga lagastoð fyrir aðgerðunum, allt
þar til tveimur dögum fyrir ríkis-
stjórnarfund, þann 29. mars, þegar
álit barst frá forsætisráðuneytinu.
Sigríður Á. Andersen, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við
Morgunblaðið að verklagið við setn-
ingu nýrrar reglugerðar á landa-
mærunum virðist vera í sama anda.
Engin gögn hafi komið fram um lög-
mæti þess að skylda þá heimilis-
menn, sem búa með þeim sem er í
sóttkví, til þess að yfirgefa heimilið
á meðan sóttkví er kláruð. Sam-
kvæmt reglugerðinni má skikka
þann í sóttvarnahús sem neitar að
sæta sóttkví.
Heilbrigðisráðherra fékk álit frá
lögmannsstofu um þýðingu úr-
skurða héraðsdóms daginn eftir að
þeir féllu. Sagði þar að óhjákvæmi-
legt væri að líta svo á að heimild
sóttvarnalæknis væri bundin við
sóttvarnahús eins og þau eru skil-
greind í lögunum „enda leiddu
hvorki lögskýringargögn né viður-
kennd lögskýringarsjónarmið til
annarrar niðurstöðu“. Var þá vikið
að því að dómurinn sé kæranlegur
til Landsréttar en líklegt sé að lög-
varðir hagsmunir verði taldir liðnir
undir lok þegar málið kæmi til kasta
réttarins.
„Treystum því að
við fáum öll gögn“
- Fékk álit um lögmætið eftir úrskurði héraðsdóms
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eftirlitshlutverk Velferðarnefnd
Alþingis býst við því að fá gögnin.
MFengu ekki öll gögn »2 og 14
Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí
Gagarín varð fyrstur manna til að
ferðast út í geiminn. Fór hann einn
hring umhverfis jörðu og lenti svo
fari sínu heilu og höldnu.
Afreksins verður minnst í dag
víða um heim og sérstaklega í Rúss-
landi. Mikhaíl V. Noskov, sendiherra
Rússlands á Íslandi, segir í samtali
við Morgunblaðið í dag að flug Gag-
aríns hafi markað vendipunkt í sögu
mannkyns og að Rússar verði um
aldur og ævi stoltir af þeirri stað-
reynd að samlandi þeirra hafi verið
hinn fyrsti sem hélt út í geim. »10
AFP
Fyrsti geimfarinn Júrí Gagarín sést
hér halda til geimfarsins Vostok 1
að morgni 12. apríl 1961.
60 ár frá
afreki
Gagaríns
Áfram gýs af krafti í Geldinga-
dölum, þar sem fjórða gossprungan
opnaðist aðfaranótt laugardags.
Stöðugt hraunflæði er úr öllum
sprungunum sem eru á svipuðum
slóðum. Vísindamenn segja að víða
á gossvæðinu liggi kvika grunnt og
ekki hægt að útiloka að fleiri
sprungur geti opnast. Viðvaranir
taka mið af þessu og hættusvæði
þar sem fólk ætti ekki að vera á
ferð hafa verið skilgreind á kort-
um. Lögregla, björgunarsveita-
menn og aðrir sem Morgunblaðið
hafði tal af eru ánægðir með hvern-
ig til hefur tekist. Allt sleppi til,
þótt vissulega fari margir ansi tæpt
og nærri hraunbrún eins og sést á
myndinni hér til hliðar.
Margir lögðu leið sína í Geldinga-
dali á laugardag, en fáir í gær
vegna hvassviðris og slyddu. Gas-
mengun frá gosinu í byggðum á
Suðurnesjum varð af þeim sökum
sömuleiðis óveruleg, en við henni
hafði þó verið sérstaklega varað.
Eldgosið sem hófst 19. mars sl. hef-
ur nú staðið vel á fjórðu viku og
tekur framvinda þess stöðugt nýja
stefnu. sbs@mbl.is
Á ystu
brún við
glóðina
Ljósmynd/Hafsteinn Karlsson
- Stöðugar breyt-
ingar á eldgosinu
„Það eru engar
takmarkanir á
markaðsleyfi fyr-
ir lyfinu. Það er
bara verið að
skoða þetta því
það er mikilvægt
að skoða öll til-
felli sem koma
upp,“ segir Rúna
Hauksdóttir for-
stjóri Lyfjastofnunar, spurð hvort
rannsókn Lyfjastofnunar Evrópu á
tengslum bóluefnis Janssen við
blóðtappa muni raska afhending-
aráætlun efnisins hér á landi.
„Það er verið að hefja þessa
rannsókn og það verður sótt-
varnalæknis að ákveða hvaða hópar
fá það, ef einhverjar takmarkanir
verða,“ segir hún. Von er á 2.400
bóluefnaskömmtum frá Janssen til
landsins á miðvikudaginn næsta en
einnig var greint frá því í gær að
engar raskanir verði á afhendingu
bóluefna frá AstraZeneca á næst-
unni. »6 og 8.
Óljóst með
áætlun
Janssen
- Tengsl við blóð-
tappa rannsökuð
Rúna Hauksdóttir
.Stofnað 1913 . 84. tölublað . 109. árgangur .
M Á N U D A G U R 1 2. A P R Í L 2 0 2 1