Morgunblaðið - 12.04.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
slí
ku
.A
th
.a
ð
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
f
án
fy
rir
v
yr
irv
arar
a.
Frá kr.
219.890
60+
meðGunnari Svanlaugs
Tenerife
22. september í 29 nætur eða 29. september í 14 nætur
„Færeyjar eru smitlausar og okkar
fólk komið með bólusetningar og
vottorð. Okkur er ekkert að van-
búnaði,“ segir Gísli Jafetsson hjá
Ferðaskrifstofu eldri borgara. Á
vegum skrifstofunnar stendur Fær-
eyjaferð nú fyrir dyrum, haldið
verður utan 5. maí og komið heim
11. Farið verður að heiman og heim
með ferjunni Norrænu, sem er ný-
uppgerð. Dvalist verður í Þórshöfn
og ferðast um eyjarnar.
Færeyjaleiðangur þessi er senni-
lega með fyrstu skipulögðu hóp-
ferðum Íslendinga í langan tíma, en
vegna kórónuveirunnar hefur verið
tekið fyrir utanferðir landans að
mestu síðasta árið. „Hópurinn telur
50 manns, allt eldra fólk sem búið
er í sprautum. Svo verðum við með
þrjár aðrar Færeyjaferðir síðar í ár
og Kaupmannahöfn á aðventunni.
Finnum að mikill ferðahugur er í
fólki,“ segir Gísli. sbs@mbl.is
Fyrsta hópferð Íslendinga
er til Færeyja í maímánuði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þórshöfn Færeyjar eru smitlausar og bólusettir Íslendingar væntanlegir.
Áslaug Björg-
vinsdóttir, lög-
maður og áður
héraðsdómari,
hefur dregið um-
sókn sína um
embætti um-
boðsmanns Al-
þingi til baka.
Frá þessu
greindi hún í
yfirlýsingu á
Facebook í gær. Áslaug var ein
fjögurra sem sóttu um embættið,
sem Tryggvi Guðmundsson hverfur
frá um næstu mánaðamót eftir að
hafa gegnt því sl. 22 ár. Þrír aðrir
sóttu um stöðuna, Ástráður Har-
aldsson, Skúli Magnússon og
Kjartan Bjarni Björgvinsson sem
allir eru dómarar við Héraðsdóm
Reykjavíkur, auk heldur sem
Kjartan Bjarni er í dag settur um-
boðsmaður.
Áslaug segir að þegar ósk um
gögn barst henni frá ráðgjaf-
arnefnd forsætisnefndar Alþingis,
sem sér um ráðningu í embættið,
hafi hún séð að ekki væri verið að
leita að manneskju með hennar
bakgrunn og hæfni. „Í beiðninni
var óskað eftir við okkur að við
sem höfum gefið kost á okkur í
starfið, að senda úrlausnir eða álit
sem við höfum samið á sl. þremur
árum og við teldum falla undir
hlutverk og starfssvið umboðs-
manns Alþingis,“ skrifar Áslaug.
Dómar frá starfstíma hennar
sem héraðsdómari, stjórnsýslu-
kærur og erindi til umboðsmanns
Alþingis sem hún hafi unnið fyrir
skjólstæðinga sína sem lögmaður
hafi fallið utan þess ramma sem til
viðmiðunar var hafður. Hún hafi
því ákveðið að draga umsóknina til
baka. Samantekt á störfum sínum
og ýmsu öðru segir Áslaug hins
vegar nýtast vel sem grunnur að
heimasíðu Lögman, lögmanns-
stofunnar sem hún starfrækir.
Áslaug
dregur um-
sókn til baka
Áslaug
Björgvinsdóttir
- Bakgrunnurinn
þarf að vera annar
Meira en hemingur skráðra félaga í
VG í Suðurkjördæmi höfðu í gær
kosið í prófkjöri Vinstri hreyfingar-
innar – græns framboðs. Kosningin
fer fram á heimasíðu flokksins og
stendur fram til klukkan 17 í dag,
mánudag. Stefnt er að því að úrslit
verði tilkynnt í kvöld, mjög fljótlega
eftir að kosningu lýkur.
Fimm frambjóðendur stefna á
fyrsta sætið í forvalinu og vilja leiða
lista VG í Suðurkjördæmi. Þau eru
Almar Sigurðsson ferðaþjónustu-
bóndi, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir,
bóndi og sveitarstjórnarmaður,
Hólmfríður Árnadóttir, menntunar-
fræðingur og skólastjóri, Kolbeinn
Óttarsson Proppé alþingismaður og
Róbert Marshall leiðsögumaður.
Aðrar í framboði eru Sigrún Birna
Steinarsdóttir háskólanemi, Anna
Jóna Gunnarsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur og Helga Tryggvadóttir,
náms- og starfsráðgjafi.
Á laugardag rann svo út frestur til
að skila inn framboðum í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör-
dæmi sem fram fer laugardaginn 29.
maí næstkomandi. Alls níu framboð
bárust og er meðalaldur þeirra sem
taka þátt 47 ár.
Í prófkjörinu velja kjósendur
fimm frambjóðendur hver. Fram-
bjóðendur eru Ásmundur Friðriks-
son alþingismaður, Reykjanesbæ,
Björgvin Jóhannesson fjármála-
stjóri, Sveitarfélaginu Árborg, Eva
Björk Harðardóttir, oddviti Skaftár-
hrepps, Guðbergur Reynisson fram-
kvæmdastjóri, Reykjanesbæ, Guð-
rún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri,
Hveragerði, Ingveldur Anna Sigurð-
ardóttir laganemi, Rangárþingi
eystra, Jarl Sigurgeirsson skóla-
stjóri, Vestmannaeyjum, Margeir
Vilhjálmsson framkvæmdastjóri í
Reykjavík og Vilhjálmur Árnason al-
þingismaður í Grindavík. sbs@mbl.is
Línur framboðsmála að skýrast
- Margt er á seyði í Suðurkjördæmi - Prófkjöri VG að ljúka - Úrslit verða til-
kynnt í kvöld - Níu gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokks sem er síðast í maí
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eyjar Suðurkjördæmi nær frá Vogum og alveg austur á Hornafjörð.
Eins og jafnan á útmánuðum er líflegt við hafnir landsins,
enda margir á sjó. Að undanförnu hafa komið allmargir dag-
ar með brælu, kulda og norðanátt sem hefur hamlað sjósókn
smábátasjómanna. Spáð er betra veðri strax upp úr miðri
viku svo fleiri ættu að geta sótt sjóinn. Nú er grásleppuvertíð
og meðal báta þar er Nýi Víkingur NS sem leggur upp í Hafn-
arfirði. Verð fyrir grásleppuna hefur hins vegar aldrei verið
jafn lágt sem nú og þar kemur til lokun markaða í Kína vegna
kórónuveirunnar.
fyrir sjávarútvegsráðherra og Hafrannsóknastofnun og þar
eru mál í skoðun.
Strandveiðar hefjast 3. maí næstkomandi. Í fyrra fengu sjó-
menn á alls 660 bátum heimild til slíkra veiða og vegna at-
vinnu- og efnahagsástands er reiknað með að enn fleiri skrái
sig nú til leiks, miðað við fyrri ár. „Strandveiðarnar hafa
sannað gildi sitt. Skipta miklu máli í sjávarbyggðum allt í
kringum landið, svo sem í því að útvega hráefni til vinnslu-
stöðva og skapa atvinnu. Ekki veitir af,“ segir Örn. sbs@mbl.is
„Þetta lága afurðaverð veldur mönnum áhyggjum og dreg-
ur úr áhuga á að hefja veiðar,“ segir Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Mikil ýsugengd á miðunum allt í kringum landið hefur
sömuleiðis verið mjög áberandi og skapað vanda. Sjómenn
sækja mest í þorsk en nú er ýsan meðalafli í þeim mæli að af-
tak er. Þetta gefur, að sögn Arnar, tilefni til að ætla að ýsu-
stofninn sé stærri en talið var og því ástæða til að auka heild-
arkvóta í þeirri tegund. Sjónarmið þessi hafa verið kynnt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Smábátasjómenn sækja sjóinn og veðurspá vikunnar veit á gott