Morgunblaðið - 12.04.2021, Side 11

Morgunblaðið - 12.04.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Grindavík er algjör paradís,“ seg- ir Helga Dís Jakobsdóttir, bæj- arfulltrúi í Grindavík. Sjónir fólks hafa að undanförnu beinst að byggðarlaginu suður með sjó, sem margir forðuðust á meðan jarð- skjálftar voru þar tíðir en er nú – með gosinu í Geldingadölum – heitur staður. Talsvert er umleikis í atvinnulífinu og af hálfu sveitar- félagsins er margt á döfinni, svo sem stækkun Hópsskóla og bygg- ing nýs leikskóla. Verið er að leggja götur og innviði í nýju hverfi, efst og austarlega í bænum. Alls eru Grindvíkingar nú 3.535, borið saman við 3.122 árið 2016 og 2.815 fyrir áratug. Á einum áratug er fjölgunin rúmlega 20%. „Mér fannst rosalega gott að alast upp í Grindavík, að geta gengið í skólann og á körfubolta- æfingar. Mikill íþróttabær og stemningin sem myndast þegar það er úrslitakeppni í körfunni er engu lík. Upplifun mín á samfélag- inu hérna er mjög góð og hvað kostunum viðvíkur þá er hér flest afar heimilislegt og fólk þekkist.“ Hamingjusamasta fólkið Grindavík er athafnabær og meginstoðirnar í atvinnulífinu eru tvær; sjávarútvegur og ferðaþjón- usta. Nokkur af stærri sjávar- útvegsfyrirtækum landsins eru í Grindavík, en um 10% af heim- ildum á yfirstandandi fiskiveiðiári tilheyra útgerðinni í bænum. „Svo er hér mikið af litlum og flottum fyrirtækjum í bænum. Veitingahúsin eru mörg, brugghús og gjafavöruverslanir. Einnig eru dæmi um það að íbúar vinni á höf- uðborgarsvæðinu enda stutt að fara. Fyrir tveimur árum var gerð könnun sem sýndi að Grindvík- ingar væru hamingjusamasta fólk á landinu, sem var mjög jákvæð niðurstaða. Ég tel að ánægja íbúa hér stafi mikið af því að geta búið og alið upp börn í litlu samfélagi með öllum þeim kostum sem því fylgir ásamt því að vera stutt frá höfuðborgarsvæðinu.“ Magnað að sjá eldgosið Jarðhræringar og landris við Grindavík hófust í janúarlok á síð- asta ári og þau umbrot voru stöð- ug, allt fram að upphafi gossins í Geldingadölum þann 19. mars síð- astliðinn. „Móðir jörð er heldur betur búin að láta finna fyrir sér. Jarðskjálftarnir fóru misvel í fólk og mín upplifun var sú að óvissan færi verst í fólk. Sjálf er ég ekki hrædd við jarðskjálftana en þeir venjast ekki vel. Jarðskjálftahrin- urnar vikurnar fyrir gosið voru mjög kraftmiklar og langar, gjarnan á nóttunni og slíkt sleit svefn hjá fólki,“ segir Helga Dís og heldur áfram: „Eldgosið kom upp á mjög heppilegum stað og við upphaf þess fannst mér eins og fólki væri létt, að minnsta kosti hægði á skjálftunum. Iðandi mannlíf og mikil umferð hefur verið í bænum síðan gosið hófst og magnað er að sjá hvernig lögregla, björgunar- sveitir og aðrir hafa starfað og staðið sig. Ég hef sjálf gengið að gosinu tvisvar og þetta er eitt það magnaðasta sem ég hef séð.“ Bæjarmál eru áhugaverð Helga Dís Jakobsdóttir er bæjarfulltrúi Raddar unga fólks- ins, sem í síðustu bæjarstjórn- arkosningum fékk 298 atkvæði og einn mann í bæjarstjórn. Að fram- boðinu stóðu nokkur skólasystkini, ungt fólk sem flest var að ljúka námi, kaupa sína fyrstu íbúð og er að skapa sína framtíð. „Við sem að framboðinu stóð- um vorum öll sammála um að okk- ur langaði að setjast að í Grinda- vík, en vildum hafa áhrif á bæjarmálin. Við höfum lagt áherslu á að hafa stjórnsýsluna opnari og nútímalegri, það er gert í mörgum litlum skrefum eins og með opnu bókhaldi. Einnig að ákvarðanir sem eru teknar séu til frambúðar en ekki plástur á ástand hvers tíma. Hugmyndin var líka sú að gefa ungu fólki tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í pólitík óháð flokkum. Ég hef lært margt á þessu kjörtímabili og finnast bæj- armálin í senn áhugaverð og skemmtileg. Augljóslega verð ég ekki alltaf í Rödd unga fólksins, en mun alltaf standa með stjórn- málahreyfingum sem þessari. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað gera skuli í næstu kosn- ingum en ég held klárlega áfram með einhverju móti í bæjarmál- unum.“ Jöfn og stöðug fjölgun íbúa í Grindavík sem er útgerðar-, íþrótta- og ferðaþjónustubær Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bæjarfulltrúi Ákvarðanir til frambúðar, segir Helga Dís Jakobsdóttir. Unga fólkið vill hafa áhrif í bænum - Helga Dís Jakobsdóttir er fædd 1991 og ólst upp í Grinda- vík. Hún er með BS-gráðu í við- skiptafræði með áherslu á stjórnun og forystu frá HÍ. Hefur einnig lokið MS-gráðu í þjón- ustustjórnun. - Er þjónustu- og upplif- unarstjóri Nettóverslana Sam- kaupa og hefur setið í bæj- arstjórn Grindavíkur fyrir framboðið Rödd unga fólksins frá 2018. Hver er hún? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grindavík Íbúar eru nú rúmlega 3.500 talsins. Ný íbúðahverfi í þróun. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Löndun Um 10% af heildarkvótanum eru skráð í Grindavík. Íslenska fyrirtækið Hopp hefur unn- ið að því síðustu daga að fjölga raf- skútum á höfuðborgarsvæðinu. Byrjað var í Reykjavík, síðan farið í Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð nú fyrir helgina. Núna í mánuðinum hyggst Hopp fjölga rafskútum úr 300 í 1.200, en einnig stendur til að bæta við þjón- ustusvæði í Reykjanesbæ, á Egils- stöðum, í Vestmannaeyjum, á Ak- ureyri, Hellu, Siglufirði og í Ólafsvík. Hopp var stofnað fyrir tveimur árum og eru notendur nú sagðir um 75 þúsund. Hafa notendur „hoppað“ yfir milljón kílómetra sem svarar til um 25 ferða í kringum hnöttinn. Nýju skúturnar frá Hopp eru sagðar búa yfir ýmsum eiginleikum, s.s. stefnuljósi, símahaldara með þráðlausri hleðslu, tvöföldum heml- um og nýjum standara. Í Garðabæ voru nýju rafskút- urnar vígðar af þeim Gunnari Ein- arssyni bæjarstjóra og Jónu Sæ- mundsdóttur, formanni umhverfisnefndar bæjarins, með því að leggja í stutta ferð frá Garða- torgi, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Rafskútum Hopp fjölgað í 1.200 - Auka þjónustu á höfuðborgarsvæð- inu og fjölga á landsbyggðinni í sumar Rafskútur Jóna Sæmundsdóttir og Gunnar Einarsson tilbúin. SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Millisíður kjóll 16.990 kr A-sniðs kjóll 12.990 kr Blúndukjóll 20.990 kr Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.