Morgunblaðið - 12.04.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.04.2021, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021 Makindalegur Þessi vel syndi selur, en þó ekki syndaselur, lét fara vel um sig ásamt félögum sínum við Ytri-Tungu á Snæfellsnesi þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferðinni á dögunum. Eggert Á öllum tímum hefur það verið öfl- ugt vopn í heimi mannanna að nýta ótta við utanaðkomandi hættu til að ná pólitískum yfirráðum yfir hinum óttaslegnu. Sagan segir t.d. að almenningur í Þýskalandi á tímum Hitlers hafi ver- ið svo hræddur að fólkið hafi nánast lagt blessun sína yfir illvirki hans við útrýmingu á milljónum gyðinga á ár- um síðari heimsstyrjaldar. Íslenska dæmið sem nú skellur á okkur er auðvitað ekki jafnalvarlegt og þetta þýska dæmi. En það er af sömu tegund. Við Íslendingar erum nefnilega að upplifa það að stjórn- völd leitast við að nýta ótta þjóð- arinnar við veiruna miklu til að fá hana til fylgilags við ofbeldisfulla stýringu á háttsemi manna í því skyni að ná tökum á veirunni. Til liðs við þau kemur svo orðhákur úr röð- um vísindamanna, sem kann að gera út á hræðslu almennings við hina skaðvænlegu veiru. Þetta framferði mannsins er líka til þess fallið að auka honum persónulegar vinsældir, eins og kemur fram í blaðagreinum og neðanmálsgreinum á netinu. Hann hallmælir dómstólum fyrir að virða meginreglur laga og uppnefnir þá sem fallast ekki á rugl- ið í honum. Sigríður Andersen alþingismaður hitti naglann á höf- uðið þegar hún lýsti þversögninni sem felst í því að moldríkur orðhákurinn, sem kominn er á elliár og vill reisa múrvegg á landamærum landsins, líkti öðrum mönnum við Trump úr vest- urheimi fremur en sjálfum sér. Hvernig halda menn að múgsefjunin virkaði ef ausið væri yfir þjóðina stöðugum áróðri um skaðsemi sóttvarnaaðgerða? T.d. um aukna tíðni sjálfsvíga, þunglyndi, atvinnuleysi, ógreinda sjúk- dóma, frestaðar skurðaðgerðir og heimilisofbeldi, en lítið væri talað um skaðsemi veirunnar. Ætli múgsefjunin gæti þá snúist við? Þó að nauðsynlegt sé að fást við veiruna ættum við að muna að önnur verðmæti eru í gildi í okkar landi sem við ættum ekki að fórna í hennar þágu. Þar á ég við lýðræðislegt skipulag, þar sem leitast er við að vernda frelsi og mannréttindi borgaranna. Látum ekki orðháka af ætt Trumps spilla þeim verðmætum. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Hvernig halda menn að múgsefjunin virkaði ef ausið væri yfir þjóð- ina stöðugum áróðri um skað- semi sótt- varnaaðgerða? Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Að virkja óttann Glöggir hafa bent á að góð íslensk heilbrigðis- þjónusta byggist á mann- auði, sem er takmörkuð auðlind. Við erum svo heppin að geta státað af af- burðaþjónustu á þessu sviði sem staðfest er m.a. af þekktri grein í tímarit- inu Lancet frá 2018. En betur má ef duga skal. Þjónustan hefur byggst á þrem meginstoðum um langan aldur. Heilsugæsla, sjúkrahús og sérfræði- læknisþjónusta sem rekin er af læknum og fyrirtækjum þeirra. Skipulag sem ná- grannar okkar hafa öfundað okkur af. Um þetta hefur verið víðtæk sátt. Und- anfarna tvo áratugi hefur sjúkrahús- þjónustan færst á eina hendi. Hér voru á höfuðborgarsvæðinu fjórir spítalar; í Hafnarfirði, Landakoti, Borgarspítali og Landspítali. Nú er einn spítali og merki fákeppni á þessum markaði æ ljósari. Núverandi ríkisstjórn hefur aukið fram- lög til heilbrigðismála umtalsvert en undir forystu sitjandi heilbrigðisráð- herra hefur þess verið gætt að þessir fjármunir renni að meginhluta til þjón- ustu sem rekin er af opinberum aðilum. Fyrir nokkrum árum voru heildarfram- lög til sérfræðilæknisþjónustu um 6-7% af heilbrigðisútgjöldum en árið 2019 ein- ungis 4,7% og margt bendir til að sama tala fyrir 2020 sé 4%. Komur til sérfræði- lækna eru á pari við komur á Landspítala og heilsugæsluna en að auki eru þar allt að 20 þúsund skurðaðgerðir, þúsundir speglana, myndgreiningarannsókna, blóðrannsókna auk ýmissa annarra. Nú- verandi kerfi hefur verið opið og sjúk- lingum gert kleift að ferðast milli þjón- ustustiga með eða án tilvísunar þótt flestir fari síðari leiðina. Um þetta val hefur ríkt ánægja sjúklinga sem og heil- brigðisstarfsmanna. Valfrelsi sjúklinga og sjálfsákvörðunarréttur virtur. Nýj- ustu bráðabirgðatölur frá SÍ benda til að komum til sér- fræðilækna hafi farið fækk- andi sl. tvö ár. Nokkuð sem mátti búast við með eflingu heilsugæslunnar. Samningar við sérfræði- lækna hafa verið lausir frá 2018. Þrátt fyrir mikla vinnu Læknafélags Reykjavíkur og ótal samningafundi við samningaborð SÍ öll þessi ár verður að segjast að samn- ingsvilji handan borðsins hefur verið afar takmark- aður sem endurspeglar að ég tel metn- aðarleysi sitjandi heilbrigðisráðherra og viðhorf ráðherrans til þessarar mikil- vægu þjónustu. Á meðan hefur ráðu- neytið gefið út endurgreiðslureglugerð til að tryggja sjúklingum endurgreiðslu frá SÍ vegna þjónustunnar. Þessar reglu- gerðir hafa verið endurnýjaðar á nokkra mánaða fresti. Læknar hafa fallist á beiðni frá SÍ um að senda rafrænar kvitt- anir til SÍ til að auðvelda sjúklingum endurgreiðslu. Þetta atriði er á gráu svæði og líklega brot á bókhaldslögum að mati frómra lögmanna. En ekkert samn- ingssamband hefur í raun verið í gildi milli SÍ og sérfræðilækna frá 2018. Rétt bókhaldsleg málsmeðferð hefði átt að vera að sjúklingar greiddu allan kostnað en sæktu sjálfir endurgreiðslu til SÍ. Í endurgreiðslureglugerðum hefur ráð- herra einhliða ákvarðað einingaverð á hverjum tíma. Þetta einingaverð ráð- herrans hefur ekki fylgt verðlagsþróun og því hafa læknar og fyrirtæki þeirra neyðst til að bæta upp þennan mun með komugjöldum sem eru misjöfn eftir eðli og umfangi verka. Núverandi endur- greiðslureglugerð fellur úr gildi í lok þessa mánaðar. Nú á föstudaginn sl. lét ráðherrann frá sér drög að nýrri reglugerð sem á þó ein- vörðungu að ná fram yfir kosningar í haust! Þar eru gerðar ýmsar kröfur til lækna sem veita þjónustuna, án nokkurs gildandi samningssambands við SÍ, um forsendur þess að sjúklingar sem til þeirra leiti fái endurgreiðslu. Þannig er verið að hóta þessum sjúklingahópi að svipta þá tryggingaréttinum ef samn- ingslausir læknar fari ekki að vilja ráð- herrans. Kröfur ráðherrans eru merki- legar. Ekki verði heimilt að endurgreiða reikninga vegna heilbrigðisþjónustu þar sem aukagjöld eru umfram gömlu gjald- skrá SÍ. Þetta gæti nú ráðherrann auð- veldlega lagað með því að uppfæra ein- ingaverð sitt til raunkostnaðar! Annað er enn kostulegra sem er að læknum sem sinna sjúklingum og eru ekki í neinu samningssambandi við SÍ beri að skila inn árlega endurskoðuðum ársreikn- ingum til stofnunarinnar. Eitthvað sem ég verða að segja er alger nýlunda í op- inberri stjórnsýslu á Íslandi og auðvitað lögleysa. En svo er það rúsínan í pylsu- endanum. Með tilkynningu ráðherrans fylgir að hún hafi sent SÍ bréf þar sem hún feli stofnuninni að meta á einhvern ónefndan hátt hvaða verk sérfræðilækna verði tilvísanaskyld til framtíðar en að auki að grisja gjaldskrá þeirra og fella brott verk sem betur væru sett innan „opinberra stofnana“. Það er merkilegt að ráðherra heil- brigðismála skuli í miðjum heimsfaraldri hafa áhuga á að svipta sjúklinga rétti til valfrelsis til heilbrigðisþjónustu, rétti til endurgreiðslu og nota tækifærið og flytja þjónustu sem nú þegar er vel sinnt inn á spítalann, sem mér skilst að hafi nú þeg- ar nóg með sig. Hvaða innræti er þetta? Eftir Stefán E. Matthíasson » Það er merkilegt að ráðherra heilbrigðis- mála skuli í miðjum heimsfaraldri hafa áhuga á að svipta sjúklinga rétti til valfrelsis til heilbrigðis- þjónustu. Stefán E. Matthíasson Höfundur er læknir. Í miðjum heimsfaraldri…

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.