Morgunblaðið - 12.04.2021, Side 16

Morgunblaðið - 12.04.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021 Fyrir stuttu talaði Guðmundur Ingi, þingmaður Flokks fólksins, úr ræðustól þingsins um bág kjör öryrkja og ellilífeyr- isþega og benti t.d. á að á skömmum tíma hefðu laun alþingis- manna hækkað um 250 þús. kr. eða svip- aða upphæð og ellilíf- eyrisþegar eiga að lifa af á mánuði. Svarið sem þingmaðurinn fékk frá fjármálaráðherra var á þá leið að hvaðan ættu þeir peningar að koma til hækkunar á kjörum þessa fólks þegar ríkissjóður væri rekinn með 300 milljarða halla. Þvílíkt svar, og vil ég í því sambandi vitna í blað sem kom út fyrir rúmum tveimur árum, þar sem segir að afskriftir fjölskyldufyrirtækja sem Bjarni fjármálaráðherra tengist séu um 130 milljarðar og hefði trúlega mátt gera eitthvað við þá upphæð til hagsbóta fyrir ellilífeyrisþega ef þessi upphæð hefði skilað sér á heiðarlegan hátt. Og ósvífnin er ekki öll þegar tillit er tekið til að hækkanir ellilífeyris hafa hvorki haldið í við almenna launaþróun né hækkanir lágmarkslauna á valda- tíma ríkisstjórnarinnar og bítur Bjarni fjármálaráðherra höfuðið af skömminni með grein í Morgun- blaðinu í mars sl. Greinin í Mogga Fyrirsögn greinarinnar var „Fólkið sem ól okkur upp“. Já Bjarni, fólkið sem ól ykkur upp og lagði nótt við dag til að hjálpa til við að þetta þjóðfélag mætti vaxa og dafna og hefur vel til tekist og bað ekki um 36 stunda vinnuviku eða minna heldur var skilað helst ekki minna en 70-80 stunda vinnuviku. Enginn vældi en margir bognuðu í baki og blóð spratt fram undan nöglum og þetta er þakklætið, Bjarni fjármálaráðherra, þú kannt ekki að skammast þín. Ellilífeyris- þegar sem lakast hafa það eru með strípaðar tryggingabætur innan við 300 þús. á mán. eða u.þ.b. tíu sinn- um lægri laun en þú sjálfur. Þetta fólk þarf að hafa að lágmarki án skatts 350 þús. kr. á mán. ef það á að komast sæmilega af og er þó enginn afgangur. Nú veit ég að margir ellilífeyrisþegar hafa það sæmilegt og er það vel og á ég þar við fólkið sem er með háar greiðslur úr lífeyrissjóðum þótt tryggingabætur hafi þá skerst. En með berar trygginga- bætur innan við kr. 300 þús. á mán. og lítið sem ekkert úr lífeyrissjóði og e.t.v. helming í húsaleigu sér hver heilvita maður að dæmið gengur alls ekki upp og fólk lifir ekki sómasamlegu lífi, langt í frá. Þú ert það slótt- ugur, Bjarni, í grein þinni að minnast bara á það fólk sem hefur það sæmilegt en minnist ekki á þá sem lepja dauðann úr skel. Það er ekki mikill vandi að lagfæra kjör þessa fólks sem svo illa stendur; allt sem þarf er að fara í skattaskýrslur þar sem á að standa svart á hvítu hvernig þetta fólk hefur það og hvar úrræða er þörf en þú virðist ekki hafa áhuga á slíku. Inngangurinn Í innganginum að grein þinni í Morgunblaðinu segir: „Frá því Sjálfstæðisflokkurinn tók að nýju sæti í ríkisstjórn árið 2013 höfum við unnið markvisst að bættum kjörum allra með því að nýta kraft- mikið hagvaxtarskeið með því að standa með tekjulágum. Þetta sýnir sagan.“ Þvílík öfugmæli og þetta er sagt án kinnroða. Að lokum vil ég vitna í ágæta sjálfstæðiskonu, fv. formann Hvatar, Maríu E. Ingva- dóttur, þar sem hún segir í grein: „Í stefnu Sjálfstæðisflokksins stendur að hver maður skuli geta lifað af launum sínum með sæmd.“ Enn fremur sagði hinn virti rithöfundur með meiru, Ólafur Jóhann: „Það eru forréttindi að þurfa ekki að hafa áhyggjur af peningum.“ Ég veit, Bjarni fjármálaráðherra, að það þýðir ekki að segja þér að skammast þín því þú kannt það ekki. Svo mörg eru þau orð og virð- ist heldur ekki sem formaður Sjálf- stæðisflokksins viti hvað stendur í stefnuskrá flokksins. Dæmafá fram- koma Bjarna fjármálaráðherra Eftir Hjörleif Hallgríms Hjörleifur Hallgríms » Á sama tíma og Bjarni fjármálaráð- herra stendur að af- skriftum tuga milljarða hjá fjölskyldufyrir- tækjum eins og fréttir herma eiga þúsundir í basli. Höfundur er eldri borgari á Akureyri. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Alþjóða- og milli- ríkjasamningar eru töfraorð nútímastjórn- mála og -samskipta. Í flestum tilfellum rýra þessir samningar sjálf- stæði og sjálfsákvörð- unarrétt þeirra aðila – þjóða – sem innleiða þá; iðulega svo mjög, að samningarnir eru ekki til lengdar litið hagkvæmir ýmsum þeim, sem að þeim standa. Þetta getur stafað af breytingum, sem gerðar hafa verið og raska upphafsforsemdum þess, að gengist var undir samninginn. Þetta á við um til dæmis EES- samninginn, sem hefur breyst gífurlega frá því að Íslendingar gerðust aðilar að honum. Einnig geta samningar í raun úrelst, eins á við um til dæmis mannréttinda- sáttmála SÞ og ESB, en þeir voru gerðir um miðja síðustu öld og þá á tímum, sem eru allt aðrir en nú ríkja EES-samningurinn Við gengumst undir ákvæði EES-samningsins árið 1993. Hann var okkur nokkuð hagkvæmur framan af á meðan hann snerist sem næst einungis um viðskipti. En í honum voru – og eru – ákvæði um fullgildingu viðbóta, sem viðsemj- andinn, ESB, Evrópusambandið, getur sett á án nokkurs raunveru- legs samráðs og sent okkur á hönd til upptöku í íslenska löggjöf. Reyndar er gert ráð fyrir því, að unnt sé að hafna slíkum boðum, en afar lítið, sem næst ekki neitt, er um það, að slíkt sé gert. Viðbæturn- ar renna í gegnum Alþingi, þar sem þingmennirnir; þeir, sem eiga að vera vörslumenn umbjóðenda sinna, þegna þjóðarinnar, hafa sætt sig við að vera aumlegir stimplarar á veg- um erlendra ráðskara, sem leggja á kvaðir og skyldur, sem lítið hafa að gera með íslenska hagsmuni eða ís- lenskan raunveruleika. Eitt nýjasta og hrapallegasta dæmið er hinir svonefndu „orku- pakkar“ númer 1, 2 og 3. Tveir hin- ir fyrstu runnu í gegn á þess að nokkur telj- andi umræða ætti sér stað. Enginn vaknaði á meðal „stimplaranna“. Þeir bara bugtuðu sig og ýttu á já-hnappinn. Loks rumskuðu sumir, þegar kom að pakka 3. Andmælendur héldu uppi andófi og fengu lítt þvegnar skammir fyrir. Skoðanakannanir sýndu, að mikill meiri- hluti þjóðarinnar var andvígur inn- leiðingu pakkans. Þrátt fyrir and- stæðan vilja umbjóðenda sinna, þegnanna, nýttu stimplararnir meirihluta sinn og hleyptu málinu í gegn sem „ályktun“, sem þurfti ekki undirskrift forseta, sem því hafði ekki tök að meta stöðuna í ljósi þjóðarviljans. Þeir gátu ekki annað, sögðu spekingar stimplaranna. Gátu ekki annað! Víst gátu þeir annað. Þeir gátu sýnt hug og dug. Þeir gátu metið hagkvæmni. Þeir gátu ígrundað það, hvaða erindi orku- pakkinn – og orkupakkarnir – ættu inn í íslenskar kringumstæður. Þeir gátu tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Þeir gátu nýtt sér höfnunar- ákvæðið. En ekkert af þessu gerðu þeir. Þeir „gátu ekki gert annað“ en að beygja sig bljúgir fyrir erlendu valdboði. Það er sannarlega hug- umstórt – eða hitt þó heldur! Schengen Og svo er það Schengen. Þar gerðist Ísland aðili árið 2001. Einn- ig þetta leit vel út í fyrstu: frjáls för fólks um gildissvæðið; hægt að skreppa fyrirhafnarlítið í ferðir til landa innan þess til þess að versla og/eða skemmta sér. Ljósrauður draumur orðinn að veruleika. Eft- irleikurinn gleymdist, en kom brátt í ljós – og hann ekki ljósrauður heldur nokkuð dökkur og úlfúð- ugur. Við gerðumst landamæraútverðir ESB í vestri. Lítil þjóð sem tók á sig þungar skyldur vegabréfaeftir- lits með fleiru og ýmiss konar úr- vinnslu. Úr austri varð hins vegar engin hindrun. Opin landamæri. Hver sem var, sem kom frá hinu evrópska Schengen-svæði, gat, ef hann eða hún átti fyrir farmiðanum, stigið upp í flugvél eða á skipsfjöl, og komið hér; gengið frá borði og inn í landið; farið um það frjáls og eftirlitslaust. Flestir dáindisfólk. En ekki nærri allir. Það er misjafn sauður í mörgu fé, sögðu hinir gömlu og reyndu, en reynsla er ekki í hávegum höfð í hinum „upp- lýsta“ nýfrjálshyggjusamtíma. Af því súpa menn nú seyðið í fimmtán glæpahópum að sögn lögreglu- yfirvalda! Í tveimur gengja- morðum – og ef vill fleiri! Í ráns- mönnum, sem gripnir eru á leið úr landi með ránsfeng sinn! Í ómæld- um kostnaði vegna uppihalds og málsmeðferðar „hælisleitenda“! Í fjölda „flóttamanna“ sem eru hýst- ir, klæddir og fæddir á kostnað al- mennra skattgreiðenda þessa lands! Væri ekki nær að nýta fé, tíma og orku í annað gagnlegra þjóðinni á krepputímum faraldurs? Að lokum Er ekki nóg komið af undir- lægjuskap við gjarnan úrelta og/eða iðulega skaðlega og niðurlægjandi samninga, sem ræna þjóðina sjálf- stæði, ráðamenn frumkvæði og valdi og stofnanir vilja og getu til þess að standa vörð um hagsmuni og öryggi þjóðarinnar; þegnanna, sem byggja þetta land; þeirra, sem veita umboðið, greiða skattana og eiga kröfu til þess, að hagur þeirra sé tryggður, en honum ekki varpað fyrir róða með lágkúrulegri þjónk- un við erlend yfirvöld? Er ekki tími til kominn, að þjóðin endurheimti það sjálfstæði, sem hún öðlaðist með harðri baráttu á síðustu öld og verði aftur fullvalda; taki ákvarðanir í samræmi við eigin hag og almannavilja, en lúti ekki í aumlegri undirgefni fyrirmælum út- lendra pótintáta? Undirlægjuháttur Eftir Hauk Ágústsson »Er ekki tími til kominn, að þjóðin endurheimti sjálfstæði sitt? Haukur Ágústsson Höfundur er fv. kennari. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? Um 3000 þjónustufyrirtæki eru á skrá hjá finna.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.