Morgunblaðið - 12.04.2021, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021
✝
Stefán Ragnar
Egilsson fædd-
ist 3. október 1954
á Selfossi. Stefán
andaðist sunnudag-
inn 28. mars 2021.
Foreldrar Stefáns
voru Egill Guð-
jónsson bifreið-
arstjóri, f. 15. jan-
úar 1921, frá
Berjanesi, d. 16.
febrúar 1994, og
kona hans, Guðrún Pálsdóttir,
húsfreyja frá Litlu Reykjum, f.
20. ágúst 1924, d. 1. mars 1983.
Stefán átti átta systkini en þau
eru: Svanborg f. 1946, Páll f.
1947, Guðjón f. 1952, Pálmi f.
1956, Gunnar f. 1957, Guðríður
f. 1960, Sigrún f. 1962 og Sigríð-
ur f. 1964.
Stefán kvæntist Katrínu Rík-
harðsdóttur þann 10. desember
1977. Katrín var fædd í Ólafsvík
þann 17. janúar 1956 og starfaði
lengst af við umönnun barna.
Katrín lést eftir skamma bar-
áttu við krabbamein þann 1. jan-
úar 2015. Einkadóttir þeirra
hjóna, Stefáns og Katrínar, er
til ársins 2004 þegar þau fluttu
til Hafnarfjarðar í næsta ná-
grenni við dóttur sína. Gest-
kvæmt var á heimili þeirra alla
tíð og héldu þau hjónin fallegt
heimili sem sinnt var af alúð og
natni. Stefán starfaði í 30 ár hjá
útgerðinni Valafelli í Ólafsvík,
lengst af sem yfirvélstjóri á
Ólafi Bjarnasyni SH-137. Áður
hafði Stefán starfað við véla-
vinnu og verið til sjós. Í Ólafsvík
voru þau hjónin virkir þátttak-
endur í félagsmálum bæjarins til
margra ára. Eftir að þau hjón
fluttust til Hafnarfjarðar á
árinu 2004 starfaði Stefán sem
verkstjóri hjá Íslenska gáma-
félaginu og undi sér þar vel þar
til hann lét af störfum vegna
heilsubrests árið 2014. Hin síð-
ari ár var Stefán í fullu starfi
sem afi tveggja dýrmætra auga-
steina sem voru líf hans og yndi.
Hann sinnti heimalærdómi
þeirra Ísabellu og Ísafoldar,
íþróttamótum og æfingaskutli
af einstakri þolinmæði og ást.
Útförin fer fram frá
Ástjarnarkirkju 12. apríl 2021
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna
verður aðeins nánasta fjöl-
skylda viðstödd. Streymt verður
frá athöfninni á eftirfarandi
slóð:
https://www.sonik.is/stefan
Virkan hlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
Hafdís Björk, f. 10.
júlí 1977, gift Sig-
urvini Breiðfjörð
Pálssyni, f. 21. júlí
1975. Dætur þeirra
eru þær Ísabella
Breiðfjörð, f. 9. des-
ember 2009, og Ísa-
fold Breiðfjörð, f.
13. desember 2011.
Foreldrar Katrínar
voru Ríkharður
Jónsson, fiskmats-
maður, f. í Saksun í Færeyjum
þann 13. október 1931, d. 15.
janúar 2005, og kona hans Ing-
veldur Magnúsdóttir húsfreyja,
f. í Ólafsvík þann 21. desember
1930, d. 13. janúar 2011. Katrín
var einkabarn þeirra hjóna.
Stefán var fæddur og uppal-
inn á Selfossi og lauk þar grunn-
skólaprófi. Stefán lauk jafn-
framt 2. stigi vélstjóra frá
Vélskóla Íslands árið 1985. Stef-
án tilheyrði stórum og nánum
hópi systkina sem kennd eru við
Rauðholtið þar sem þau ólust
upp. Þau Stefán og Katrín
kynntust og hófu búskap í Ólafs-
vík árið 1974 og bjuggu þar allt
Elsku hjartans pabbi minn, ég
er svo engan veginn tilbúin að
sleppa leiðandi hönd þinni um líf-
ið. Söknuðinn og tregaskarðið
sem fjarvera þín skilur eftir í
hjarta mínu mun einungis tíminn
milda. Við þekkjum það, pabbi
minn, hvað það er að sakna, mér
finnst ekki svo langt síðan að ég
sat og skrifaði minningarorð okk-
ar til mömmu en nú skrifa ég
minningarorðin mín til þín.
Þú áttir stærsta hjartað og af-
ar fallega sál sem gaf óendanleg-
ar og óeigingjarnar gjafir til okk-
ar sem stóðu þér næst. Þú gerðir
allt sem þú mögulega gast og
meira til, til að gefa mér og mín-
um fleiri stundir með þér þegar
hjarta þitt varð veikara. Þú gerð-
ir þetta allt á seiglunni eins og
svo margt annað, því dugnaðar-
forkur varstu með sanni.
Efst í huga mér er þakklæti
fyrir yndislegan pabba. Við átt-
um einstakt samband. Það var
aldrei neitt ósagt. Hann vissi hve
heitt ég elskaði hann og ég vissi
hve heitt hann elskaði mig. Við
sögðum það oft. Ég átti ástríka
og ljúfa æsku í faðmi foreldra
minna. Það kom svo að því að
heimasætan hitti strák rétt um
tvítugt. Pabbi og mamma tóku
Sigurvini strax opnum örmum og
var hann þeim sem sonur. Ég hef
alltaf gert mér grein fyrir því hve
ómælda þolinmæði og skilning
Sigurvin hefur gefið okkur ver-
andi kvæntur einkadóttur ást-
ríkra foreldra og er honum afar
þakklát.
Árið 2004 fluttu þau pabbi og
mamma nær okkur Sigurvini, í
næstu götu í Hafnarfirðinum, og
ekki fækkaði heldur samveru-
stundunum eftir að tvær litlar
prinsessur komu í heiminn. For-
eldrar mínir voru ætíð höfðingjar
heim að sækja um jól sem á öðr-
um tíma og pabbi hélt þeirri hefð
við eftir að mamma féll frá. Það
skipti engu hvort það voru skötu-
boðin með nóg af heimabökuðu
rúgbrauði, síld og gúmmelaði,
kjötsúpupartíin, „fish and chips“-
boðin á hátíðardögum eða bara
soðin ýsa á þriðjudegi. Allt var
svo snyrtilegt og fínt hjá honum
pabba. Eftir andlát mömmu þá
tók pabbi að sér að vera bæði
amma, afi og besti vinur auga-
steinanna sinna. Hann var þeim
jafnframt eins og þriðja foreldrið
og sinnti uppeldi þeirra til jafns
við okkur, skipti þá engu hvort
það væri heimalærdómur, æf-
ingaskutl eða íþróttamót, alltaf
var afi til staðar. Hann afi var
einstaklega góður í að: þurrka
tár, kyssa á bágt, nudda tásur og
klóra bakið, já, og aðeins meira
klór á bakið. Ísabella og Ísafold
sakna afa síns afar heitt og lífið
verður svo sannarlega tómlegt og
erfitt hjá okkur öllum án hans.
Hann pabbi var nefnilega jafn-
mikill afi afanna eins og pabbi
pabbanna, þetta voru stóru hlut-
verkin hans í lífinu sem hann tók
fulla ábyrgð á og sinnti framúr-
skarandi vel ásamt því að elska
og varðveita minningu hennar
mömmu.
Pabbi minn, þú ert og verður
alltaf í hjörtum okkar. Ég er svo
innilega þakklát fyrir allt það
sem þú gafst mér, minningarnar
og að þú hafir verið pabbi minn.
Berðu henni mömmu ást okkar.
Heyr mína bæn
mildasti blær,
berðu kveðju mína yfir höf,
syngdu honum saknaðarljóð.
Vanga hans blítt vermir þú sól,
vörum mjúkum kysstu hans brá,
ástarorð, hvísla mér frá.
(Ólafur Gaukur)
Þín elskandi dóttir,
Hafdís Björk.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Stebbi minn. Innileg-
ustu þakkir fyrir allar stundirnar
okkar saman. Leiðir okkar Haf-
dísar hafa legið saman meira en
helminginn af því sem við höfum
lifað. Þú hefur verið stór hluti af
lífi okkar, verið börnum okkar
meira en afi, elskað okkur og allt-
af verið til staðar fyrir okkur. Þú
varst allt í senn vinur, faðir og
tengdafaðir og fyrir það er ég
þakklátur. Ég mun passa stelp-
urnar þínar og saman munum við
varðveita dýrmætar minningar
um þig.
Þinn
Sigurvin.
Elsku besti afi minn. Þú varst
besti vinur sem hægt er að hugsa
sér. Þú varst svo fyndinn og
skemmtilegur og vildir gera allt
fyrir okkur Ísafold. Þú hugsaðir
alltaf fyrst um okkur og að okkur
liði vel. Þú varst svo duglegur að
fara með okkur á rúntinn í sveit-
ina og það var svo gaman þegar
við fórum til Ólafsvíkur eða á Sel-
foss.
Við Ísafold löbbuðum alltaf til
þín eftir skóla og við fengum okk-
ur snarl, lásum saman og svo
passaðir þú að við færum á æfing-
ar. Það verður skrýtið að hafa þig
ekki lengur hjá okkur elsku afi.
Ég sakna þín mjög mikið en ég
veit að núna ertu hjá henni ömmu
Kötu okkar. Nú eruð þið örugg-
lega að grilla eitthvað gott saman
í útilegu. Ég hef og mun alltaf
elska þig og geyma í hjartanu
mínu. Þú verður alltaf engillinn
minn.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín afastelpa,
Ísabella.
Elsku góði afi minn. Þú varst
besti vinur minn og ég trúi ekki að
þú skulir vera farinn frá okkur.
Þú verður alltaf í huga mínum –
þú verður alltaf engillinn minn
eins og við Ísabella vorum þínir.
Þú varst hugmyndaríkur afi, þú
elskaðir að lita og við lituðum oft
saman. Þér fannst líka mjög gam-
an að hlusta á tónlist og kenndir
okkur svo mörg falleg lög og við
sungum hátt saman.
Þú eldaðir svo góðan mat og
áttir alltaf til eitthvað gott handa
okkur. Þér fannst gaman að
ferðast með okkur og fara í ísbíl-
túr. Stundum varstu svolítið
gleyminn en þú mundir alltaf eftir
æfingunum okkar. Takk fyrir að
vera svona duglegur að lesa með
mér afi minn. Þú varst svo góður
afi og ég geymi minningarnar í
hjarta mínu um ókomna tíð. Ég
elska þig afar heitt og sakna þín
svo mikið.
Láttu nú ljósið þitt,
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Þín afastelpa,
Ísafold.
Mig langar að minnast í fáein-
um orðum elskulegs bróður míns
sem hét fallegu nöfnunum Stefán
Ragnar og var alltaf kallaður
Stebbi!
Hann var Stebbi okkar allra.
Hann var yndislegur og góður
maður, greiðvikinn, traustur, um-
hyggjusamur og skemmtilegur.
Hann var lánsamur maður í lífi
sínu þrátt fyrir heilsubrest í gegn-
um árin. Hann átti yndislega litla
fjölskyldu. Kötu, eiginkonu sína,
sem dó fyrir sex árum úr krabba-
meini, og dóttur sína, Hafdísi
Björk, sem hann var mikið stoltur
af, og fjölskyldu hennar. Honum
líkaði mjög vel við tengdason sinn
og átti tvö barnabörn, litlar stelp-
ur sem voru sólargeislarnir í lífi
hans. Ég hef því miður ekki verið
oft á Íslandi síðustu árin en hef
verið meira í símasambandi við
Stebba og systkini mín.
Nokkrar skemmtilegar minn-
ingar á ég samt síðustu árin. Þá
má fyrst nefna þegar allir bræður
mínir fimm komu í heimsókn til
mín til Svíþjóðar. Það voru ynd-
islegir dagar að vera með bræð-
urna í heimsókn. Þeir eru allir
eins og systur mínar, alúðlegir,
traustir, greiðviknir og skemmti-
legir. Öll hafa þau reynst mér vel
og vilja mér það besta.
Það er gott samband á milli
okkar systkinanna, samheldni og
umhyggja. Það getum við þakkað
foreldrum okkar sem héldu vel
um stóra hópinn sinn.
Síðast þegar ég kom til Íslands
náðu Stebbi og Kata í mig á flug-
völlinn, ég vissi að hún var komin
með krabbamein og var í meðferð.
En þrátt fyrir það voru þau svo
hress og skemmtileg eins og
þeirra vani var. Stebbi sýndi mér
fallega heimilið þeirra áður en við
keyrðum austur. Mér var auðvit-
að boðið upp á pylsu og kók um
leið og ég kom til landsins því allir
í stórfjölskyldunni vita að þegar
Sigrún systir kemur til Íslands
verður hún að fá íslenska pylsu og
kók, svo gott!
Á leiðinni austur töluðum við
saman alla leiðina og var mikið
hlegið að ýmsu sem við töluðum
um. Daginn eftir var mér boðið
upp í sumarbústað sem þau voru í
öll saman.
Það var gaman að sjá Hafdísi
Björk og fjölskyldu hennar. Ynd-
isleg stund með þessari litlu fjöl-
skyldu.
Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur til Hafdísar og fjölskyldu
hennar. Minning Stebba og Kötu
lifir í gegnum hana og dætur
hennar. Ég veit að þetta eru erf-
iðir tímar fyrir Hafdísi vegna þess
að hún var mjög náin föður sínum
og þau voru miklir félagar.
Blessuð sé minning Stebba,
bróður míns.
Sigrún Egilsdóttir Persson,
Svíþjóð.
Elsku besti Stebbi bróðir er
farinn frá okkur, fyrstur af okkur
systkinum til að kveðja þetta jarð-
líf. Það er komið stórt skarð í hóp-
inn okkar. Við Stebbi áttum alltaf
fallegt og gott samband enda átt-
um við sama afmælisdag, hann
fékk mig í afmælisgjöf þegar hann
var sex ára, og því sagði hann allt-
af að hann væri „pabbi“ minn, að
hann ætti mig því mamma hefði
sagt það. Mér fannst það mjög
notalegt og samþykkti þetta eign-
arhald þótt stundum gengi hann
of langt í að segja mér til. Stebbi
kenndi mér að veiða þegar við
Gummi og Rebekka heimsóttum
hann, Kötu og Hafdísi Björk á
Ólafsvík fyrir nærri 40 árum, við
fórum í vötnin í nágrenninu og var
ýmislegt þrætt upp á öngulinn í
þeirri ferð til að fá fiskinn til að
bíta á. Ég hafði nú kannski ekki
mestu þolinmæðina við veiðarnar
en þá eins og alltaf var það þol-
inmæðin hans Stebba sem ég dáð-
ist hvað mest að. Það var alveg
sama hvenær við komum í heim-
sókn til þeirra, alltaf var tekið vel
á móti okkur, með veisluborði sem
Kata og Stebbi höfðu undirbúið
fyrir okkur og mikið sem allt var
gott og fallega fram borið enda
bæði miklir fagurkerar og góðir
kokkar. Það sem einkenndi bróð-
ur minn var þetta jafnaðargeð og
það var ekkert sem hróflaði við
honum og stéttaskipting var ekki
til í hans huga, allir voru jafnir í
hans augum. Mikið sem ég á eftir
að sakna hans en missir elsku
Hafdísar, Sigurvins og afagim-
steinanna Ísabellu og Ísafoldar er
þó mestur. Þessi litla fjölskylda
missti Kötu, eiginkonu, mömmu
og ömmu, fyrir sex árum, hún dó
langt fyrir aldur fram eða 59 ára
og Stebbi bróðir nú 66 ára. En nú
eru þau sameinuð á ný og ég
reikna með að þau séu að undir-
búa útilegu, en það var það sem
þau elskuðu að gera saman, og
auðvitað er nestið „gourmet“ a la
Kata og Stebbi. Það er örugglega
líka búið að raða öllu sem þarf í
góða ferð og meira til inn í hjól-
hýsið og í græjunum hljómar gott
lag með Uriah Heep.
Góða ferð elsku bróðir minn.
Vertu guði falinn.
Þín systir,
Guðríður Egilsdóttir
og fjölskylda.
Elsku hjartans Stebbi minn,
tárin renna óumbeðin við að þú
sért farinn frá okkur. Að ég fái
ekki að hitta þig aftur, heyra
röddina þína, fá koss og knús frá
þér, símtal eða heyra þig segja
„hvað segirðu gullið mitt“ og „guð
geymi þig engillinn minn“, er svo
sárt og söknuðurinn mikill.
Hjartað þitt var eitt það falleg-
asta, jafnaðargeðið, þolinmæðin,
húmorinn, stríðnin, tuðið, góðvild-
in, hjálpsemin og það að þú varst
pabbi pabbanna gerði þig að besta
Stebba mínum og uppáhalds-
frænda að öllum öðrum ólöstuð-
um, en þú varst bara bestur.
Mesta sorgin er þó hjá elsku
Hafdísi þinni, Sigurvini og gullun-
um tveimur, Ísabellu og Ísafold.
Þú varst svo stór partur af þeirra
daglega lífi,
samband þitt við stelpurnar
þínar allar var svo fallegt, svo
sorgin og tómleikinn er mikill,
aðeins tíminn mun hjálpa og
minningarnar ylja.
Stóri og yndislegi systkina-
hópurinn þinn sem telur átta
núna saknar þín og grætur þig,
það er komið skarð í hópinn okk-
ar allra sem verður ekki fyllt.
Þú varst hinn pabbinn minn
eða „pabbi 2“, þú og Kata voru
mitt annað sett af foreldrum,
heppnari eða ríkari get ég ekki
verið en að fá að eiga ykkur að í
blíðu og stríðu.
Öll matarboðin, útilegurnar,
Færeysku dagarnir, sumarbú-
staðaferðirnar, Flórída 2007, öll
spilamennskan og allar þær ynd-
islegu og skemmtilegu stundir
sem við höfum átt í gegnum tíð-
ina.
Minningarnar eru margar og
þær hjálpa á þessum erfiðu tím-
um. „Sigrún mín, snúðu þér bara
við og bakkaðu upp brekkuna“,
er mögulega besta setning sem
heyrst hefur þegar ég átti erfitt
með blessuðu brekkuna í Ólafs-
vík eftir eitt kvöldið á Færeysk-
um dögum hér um árið.
Ég heyri þig enn þá segja
þetta og nei, það virkaði ekki, ég
endaði næstum því inni í ein-
hverjum garði! Það sem þið
bræður, þú og pabbi, hlóguð þeg-
ar við systur komumst loksins
upp.
Við áttum gott samtal ekki
fyrir löngu og sagðirðu mér að
loksins kæmu jól þar sem sökn-
uðurinn vegna elsku Kötu þinnar
yrði ekki jafn sár og þú leyfðir
þér að njóta, sem gladdi mitt
hjarta mikið. Því Kata þín fór
aldrei langt frá þér og nú ertu
kominn í faðminn hennar aftur.
Þið eruð örugglega komin af
stað í ykkar stærstu útilegu þar
sem er endalaust gott veður með
„dash“ af skýjum samt, því hvað
er útilega öðruvísi en að það
heyrist frá þér: „Hann er að rífa
af sér!“ og svo eru þið með eitt-
hvað gúrme í farteskinu. Ég veit
þið farið samt ekki langt því þið
viljið fylgjast með okkur sem eft-
ir erum.
Ég bið góðan Guð að varðveita
Hafdísi, Sigurvin, Ísabellu og
Ísafold og veita þeim styrk á
þessum erfiðu tímum.
Við munum öll hugsa um þau
eins vel og við getum þótt við
komumst ekki með tærnar þar
sem þú varst með hælana.
Ég elska þig, sakna þín og
mun ávallt vera hin dóttir þín.
Sigrún.
„Hérna elskan, ég gerði handa
þér túnfisksalat, ég var að fá mér
nýjar græjur viltu heyra?“ Ro-
ger Waters, Mother, varð fyrir
valinu, Kata hristir hausinn yfir
okkur en glottir engu að síður og
græjurnar eru botnaðar og ég
maula Ritz-kex og túnfisksalat
og nýt góðs af frábærum tónlist-
arsmekk Stebba frænda.
Ég á þúsund svona sögur af
þeim, Kata og Stebbi voru
mamma og pabbi hin. Svo lengi
sem ég man eftir mér byrjaði til-
hlökkunin þegar tilkynnt var að
nú værum við á leið til Ólafsvíkur
að kíkja á Stebba og Kötu. Föt-
um hent í bílinn og stoppað í
Borgarnesi til að fá ís. Galtalæk-
urinn var annað heimilið í mörg
ár í kringum Versló og alltaf áttu
Stebbi og Kata eitthvað gotterí
handa manni. Ólsararnir voru vel
með á nótunum um hvernig átti
að „redda“ myndum og sá Stebbi
frændi okkur fyrir skemmtiefni í
nokkur ár og það var vitað mál að
þegar sending kom frá Stebba þá
voru næstu kvöld frátekin.
Með árunum breyttist sam-
bandið og þau voru boðin og búin
að taka við aukadótturinni þegar
hana vantaði vinnu og flutti til
Ólafsvíkur. Stebbi kom með
ferskasta fiskinn og var hann
sérstaklega stoltur af því að hann
var sá eini sem kom fisk ofan í
mig. Eldhúsborðið við Tún-
brekkuna varð aðalvettvangur
alls konar umræðna, hláturs,
tuðs og vangaveltna um lífsins
Stefán Ragnar
Egilsson
Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum 26. mars.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 16. apríl klukkan 15.
Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur
viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á
https://youtu.be/hWYIZvSgPcc
Brynjólfur Jónsson Dagný Guðnadóttir
Þorlákur Jónsson
Þorgerður Jónsdóttir Sigurjón Björnsson
Jón Erlingur Jónsson Anna Stefánsdóttir
Þuríður Jónsdóttir Atli Ingólfsson
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar