Morgunblaðið - 12.04.2021, Side 22

Morgunblaðið - 12.04.2021, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Aðalfundur Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. vegna ársins 2020 verður haldinn mánudag- inn 26. apríl nk. kl. 10:30 á skrifstofu félagsins í Hnífsdal. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 17. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin hlutum, sbr. 55. gr. laga um hlutafélög. 3. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Stjórn Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. Til sölu Útboð Veiðifélag Grímsár ogTunguár hefur ákveðið að óska eftir tilboðum í leigu á öllum veiðirétti félagsins í Grímsá ogTunguá frá og með árinu 2022 til 2026, sem og veiðihúsi félagsins, með almennu útboði. Vinsamlegast hafið samband við umsjónar- aðila útboðsins, LEX lögmannsstofu, með tölvupósti á netfangið gudjon@lex.is til þess að fá útboðsgögn afhent. Tilboðum skal skilað eigi síðar en kl. 15:00 föstudaginn 14. maí 2021. Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Leikfimi með Hönnu kl. 10. Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Handavinnuhópur kl. 12-16. Enskukennsla kl. 14. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Garðabæ Jónshús opið heitt á könnunni, skráning í Jónshúsi. Hópstarf og viðburðir falla niður. Munið sóttvarnir, tveggja metra regluna og grímuskyldu. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Jóga með Kristrúnu kl. 9:15. Minningahópur kl. 10:00. Jóga með Ragnheið Ýr á netinu kl. 11:15. Stólaleikfimi 13:30. Gönguhópur – lengri ganga kl. 13:30. Seltjarnarnes Námskeiðin í leir og gleri eru í samráði við leiðbeinendur. Billjard í Selinu kl. 10.00. Krossgátur og kaffi í króknum. jóga-leikfimi í salnum kl. 10.00 fyrir íbúa Skólabrautar og kl. 11.00 fyrir íbúa utanað. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13.00. Virðum fjöldatakmarkanir og aðrar sóttvarnir. með morgun- !$#"nu 200 mílur ✝ Herberg fædd- ist í Barmi á Skarðsströnd páskadagsmorgun 12. apríl 1936. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 2. apríl 2021. Foreldrar hans voru Kristján Har- aldsson, f. 1894, og Sigurást Sturlaugs- dóttir, f. 1894. Hann var yngstur fimm systkina, hin voru: Rannveig Hanna, Ingibjörg, Vilborg Helga og Björn Ingiberg og eru þau öll látin. Herberg kvæntist hinn 17. maí 1958 Esther Bergþóru Gunnarsdóttur, f. 16. maí 1941. Dætur þeirra eru: 1) Una Hrönn, f. 1958, hennar börn eru: a) Thelma Gígja Kristjáns- a) Júlíana Sveinsdóttir, gift Stefáni Geir Karlssyni, hún á dótturina Ísfold Ylfu Kjerúlf Frímannsdóttur. b) Berglind Ósk Sævarsdóttir, sambýlis- maður Gunnar Páll Hall- dórsson, dætur hennar eru Freyja Líf Þórbergsdóttir og Ið- unn Ósk Þórbergsdóttir. c) Daníel Sævarsson, hann á son- inn Daníel Þór. Herberg ólst upp í Barmi og síðar á Nýp. Um 16 ára aldur fer hann að fara suður til vinnu á Keflavíkurvelli, Reykjavík og á vertíðir í Grindavík. 1959 flyst hann í Mosfellssveit og vinnur framan af við gólfteppavefnað í Vefaranum og Álafossi, síðan er hann á þriðja áratug starfandi hjá Mosfellsbæ og sinnti þar vatnsveitumálum, lét af störfum 2003. Útförin fer fram í dag, 12. apríl 2021, klukkan 13 með nán- ustu ættingjum. Útförinni verður streymt á https://www.youtube.com/ watch?v=gfC4tG_1Mrc Hlekk má einnig finna á: https://www.mbl.is/andlat dóttir, d. 2004, hún átti börnin Unnar Frey Jónsson, Elís Andra Hróarsson, Jón Ísak Hróarsson og Sigurást Perlu Hróarsdóttur. b) Herberg Hafsteinn Birgisson, eig- inkona Ragnhildur Guðmundsdóttir, þeirra börn eru Freyr Hugi og Birgitta Hrönn. c) Þórhallur Ævar Birgisson, eiginkona Maria Gladchenko. d) Tinna Hrönn Unudóttir, sambýlis- maður Aðalsteinn Axelsson. 2) Herdís, f. 1961, sambýlismaður Gunnar Þór Ármannsson, þeirra synir eru a) Kristinn Þór og b) Kjartan Þór. 3) Sigrún, f. 1963, sambýlismaður Hólmar Örn Ólafsson, hennar börn eru: Elsku pabbi minn, góða ferð í draumalandið. Ég elska þig óendanlega mik- ið. Heyr mína bæn mildasti blær, berðu kveðju mína yfir höf, syngdu honum saknaðarljóð. Vanga hans blítt, vermir þú sól vörum mjúkum kysstu hans brá, ástarorð, hvísla mér frá. Syngið þið fuglar ykkar fegursta ljóðaval, flytjið honum í indælum óði ástaljóð mitt. Heyr mína bæn, bára við strönd, blítt þú vagga honum við barm, þar til svefninn sígur á brá. Draumheimi í dveljum við þá. daga langa, saman tvö ein. Heyr mínar bænir og þrá. (Ólafur Gaukur) Takk fyrir allt. Þín Sigrún. Elsku afi minn. Þú kallaðir mig alltaf engilinn þinn. Hjartað fyllist svo miklu þakk- læti þegar minningarnar streyma fram í sorginni. Þú hafðir alltaf yndi af því að sinna mér, það var aldrei eins og þú værir að passa mig heldur vorum við vinir að hanga saman. Ég þvældist með þér út um allar trissur. Meira að segja á vinnu- tíma. Þá fékk ég að sitja fram í í vinnubílnum. Ég kom með þér í messur á sunnudögum þar sem þú söngst dýpstu röddina í kirkjukórnum. Ég plantaði mér þá bak við orgelið og hlustaði með andakt á heilu messurnar. Ég var farin að kunna sálma og prédikanir utan að. Þú varst maðurinn sem redd- aðir málunum. Og þið amma alltaf til staðar. Ykkar dyr og hjörtu opin einsog hlýr faðmur. Tíminn var ekki til. Ég gisti svo oft hjá ykkur og við áttum okkar hefðir. Fyrir svefn- inn lastu sömu bókina þar til kápan datt af kilinum. Þú fórst með vísur og sagðir mér sögur úr sveitinni þinni. Eftir sögustund- ina spenntum við greipar og fór- um saman með bænirnar. Ég sé það í dag að þú varst sannkallað Jesúbarn í hjarta. Enda fæddur á páskadagsmorgun og látinn að kvöldi föstudagsins langa. Síðasta bæn fyrir svefn… Svæfillinn minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín, en aðra breið þú ofan á mig, er mér þá værðin rósamlig. (Sig. Jónsson, frá Presthólum) Elsku afi minn, engillinn minn. Ég finn þig í hjartanu. Ég elska þig. Þín Júlíana. Elsku Hebbi afi minn, mikið á ég þér nú að þakka, þú einstaka sál sem stóðst ávallt við bakið á mér sama hvað gerðist og ef eitt- hvað vantaði eða kom upp á þá gast þú alltaf reddað málunum, já það var best að hringja bara í afa. Þegar ég bjó hjá ömmu og afa þá komu krakkarnir í götunni oft við og bönkuðu upp á, ég varð alltaf jafn spennt að fara út að leika, en þegar ég svaraði var undantekningarlaust spurt eftir afa en ekki mér. Hann afi var nefnilega svo vin- sæll, krakkarnir komu til að fá að skoða í bílskúrnum, leika í garð- inum, hlusta á vísur, ævintýra- legar sögur um gömlu dagana og tala við álfana og huldufólk sem bjó hjá okkur í klettunum. Ég á margar góðar minningar um þig elsku afi minn. Þegar ég hugsa um þig sé ég þig fyrir mér að vinna í garðinum eða skoða mælana á vatnsbólinu keyrandi um á áhaldahússbílnum og ég hugsa um allt það sem þú hefur kennt mér um náttúruna, mik- ilvægi þess að vinna, vera dug- legur og að þú uppskerð eins og þú sáir. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? „Eins og afi auð- vitað, við erum alveg eins, og bæði lágvaxin,“ sagði ég stolt ef ég var spurð um framtíðarplön. Elsku afi minn, Þú munt ávallt vera ljós í mínu hjarta, hvíldu í friði. Þín Berglind. Kristinn Herberg Kristjánsson ✝ Norbert Dei- ters, heið- ursræðismaður Ís- lands í Hamborg, fæddist 18. mars 1948 í Buxtehude í Neðra-Saxlandi. Hann lést 24. mars 2021. Að lokinni herþjónustu fór hann í versl- unarnám og starf- aði við það næstu árin. Jafnframt starfinu lauk hann námi í viðskiptafræðum og stjórnun. Árið 1986 stofnaði hann matvælafyrirtækið Dei- ters & Florin í Hamborg- Bergedorf með félaga sínum Ul- rich Florin. Norbert Deiters var skipaður heiðursræðismaður Íslands í Hamborg og Slésvík- Holsetalandi árið 2005. Hann var for- maður Íslandsvina- félagsins í Ham- borg (Gesellschaft der Freunde Is- lands, stofnað 17. júní 1950) til dauðadags. Eftirlifandi eig- inkona hans er Erika, fædd Bendixen. Dætur þeirra hjóna eru Wencke og Anja og barna- börnin eru tvö. Útför Norberts Deiters verð- ur í dag kl. 12 í kirkjunni St. Petri og Pauli í Hamborg- Bergedorf. Í dag kveðjum við vin okkar Norbert Deiters sem lést eftir erfið veikindi. Með honum er genginn á vit feðra sinna mikill Íslandsvinur, sem var ötull við að kynna og styðja íslensk málefni á þýskri grund. Sem formaður Íslandsvinafélagsins í Hamborg stóð hann fyrir því, sérstaklega í Hamburger Lite- raturhaus, að bjóða íslenskum rithöfundumog skáldum að lesa úr verkum sínum. Norbert kom til Íslands í fyrsta sinn 1994 og heillaðist strax af landi og þjóð. Hér kynntist hann fjölda manns og var ávallt boð- inn og búinn að aðstoða Ís- lendinga. Sumarið 2003 afhjúp- uðu forsetar landanna, Johannes Rau og Ólafur Ragn- ar Grímsson, listaverk við höfnina í Hafnarfirði. Verkið gerði listamaðurinn Hartmut Wolf „Lupus“ í minningu um kirkju þá sem Hansakaup- menn höfðu reist þarna og stóð fram að tíma einokunarversl- unar Dana 1602. Norbert Dei- ters annaðist fjáröflun til verk- efnisins. Haustið 2006 komu félagar Íslandvinafélaganna í Hamborg og Köln í heimsókn hingað til lands og hittu þá fé- laga íslensk-þýska félagsins Germania og var þá stofnað til góðra kynna. Þarna var Nor- bert Deiters hrókur alls fagn- aðar, ávallt vel upplagður og lék við hvern sinn fingur. Sum- arið 2018 tóku þau hjón þátt í ferð með okkur um Sprengi- sand til Öskju og til baka um Kjöl og nutu þau ferðarinnar í hvívetna. Norbert Deiters var hár vexti, ávallt með bros á vör og skemmtilegur í allri um- gengni. Þau hjón studdu mjög málefni þeirra sem eiga um sárt að binda. Við munum sakna hans. Blessuð sé minning hans. Margret og Sverrir Schopka, Köln. Norbert Deiters Flug fyrir Gest Stundum þegar hugur fer á flakk og finnur myndir einn án nokkurs puðs Gestur Friðrik Guðmundsson ✝ Gestur Friðrik Guðmundsson fæddist 22. júlí 1956. Hann and- aðist 20. mars 2021. Útför Gests fór fram 31. mars 2021. er listin góður gestur, segir takk og gengur með þér alla leið til Guðs. Takk fyrir vin- áttuna og ekki síð- ur fyrir smalasöguna. Ávallt, Sigurður (Siggi). Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. inningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.