Morgunblaðið - 12.04.2021, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021
SJÁUMST Í BÍÓ SEM ALLRA FYRST
FRANCESMcDORMAND
MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO
PEOPLE’S CHOICE AWARD
TORONTO FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
GOLDEN LION BEST FILM
VENICE FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
EVENING STANDARD
THE GUARDIAN
TOTAL FILM
THE DAILY TELEGRAPH
TIME OUT
EMPIRE
BESTA MYNDIN
BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI
Frances McDormand
BESTI LEIKSTJÓRI
Chloé Zhao
6
ÓSKARS
TILNEFNINGAR
MEÐAL ANNARS
®
VIÐ MÆTUM AFTUR
15. APRÍL
EÐA UM LEIÐ OG COVID LEYFIR.
Starfsfólk Sambíóanna sendir ykkur öllum bestu kveðjur.
Hlökkum til að hitta ykkur í bíó aftur og upplifa
skemmtilegar stundir saman.
VÆ
NT
AN
LEG
Í B
ÍÓ
ÓSKARS-
TILNEFNINGA
MYNDIRNAR
MÆTA AFTUR
VÆNTANLEG Í BÍÓ
AF MYNDLIST
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hjörtu ófárra myndlistarunnenda
út um heimsbyggðina hafa tekið á
stökk fyrir helgina þegar þeir sáu
fréttir um að mögulega – og það
mjög líklega – hafi málverk eftir
Caravaggio komið í leitirnar á
Spáni. Verk sem líklega var málað í
Napólí árið 1606, fyrir 415 árum.
Myndlistarmaðurinn ítalski
Michelangelo Merisi da Caravaggio
(1571-1610) er í dag sá dáðasti af öll-
um listmálurum barokktímans og
eru einungis til 79 verk sem nokkuð
óyggjandi þykir að hann hafi málað
– uppruni tíu verka til sem eignuð
eru honum er umdeildur og þá eyði-
lögðust þrjú í sprengjuregni banda-
manna á Berlín 1945. Frægð Cara-
vaggios byggir að einhverju leyti á
því hvað hann var umtalaður á sinni
tíð, fyrir yfirgang og ribbaldaskap –
hann varð líka manni að bana í Róm
og eyddi síðustu árunum á flótta
undan yfirvöldum. En Caravaggio
varð líka ungur ofurstjarna og óum-
deildur áhrifavaldur fyrir einstaka
hæfileika sína og splunkunýja nálg-
un við raunsæi í verkunum, þótt þau
lýsi mörg sögum úr Biblíunni.
230.000 kr. eða 17 milljarðar?
Uppgötvun verksins á Spáni
var ævintýraleg. Í skrá Ansorena-
uppboðshússins yfir verk sem stóð
til að bjóða upp var mynd af dökku
og óhreinu málverki sem var sagt
111 x 86 cm að stærð og sýnir afar
hefðbundið þema málverka á 17.
öld, „Ecce Homo“ eða „Sjáið mann-
inn“, hvar Pontíus Pílatus sýnir
lýðnum Krist fyrir krossfestinguna.
Verkið var sagt vera eftir ónefndan
fylgjanda spænska málarans José
de Ribera (1591-1652) sem hafði
hrifist mjög af hinni byltingar-
kenndu notkun Caravaggios á
hörðu ljósi og dimmum skuggum
sem kallast chiaroscuro og beitt
slíkri tækni sjálfur. Og verðið sem
ómerkt verkið var metið á vekur at-
hygli: um 230 þúsund krónur. En
þegar tekið var að nefna nafn Cara-
vaggios í sambandi við málverkið,
skellti menningarmálaráðuneyti
Spánar, að ósk stjórnenda Prado-
safnsins í Madríd, útflutningsbanni
á það og uppboðshúsið hætti í kjöl-
farið við að bjóða það upp. Enda
mun verðmiðinn breytast ef mál-
verkið verður staðfest sem höfund-
arverk Caravaggios – þá gæti það
kostað á bilinu sjö til sautján millj-
arða króna. Sem myndi eflaust
gleðja eigendurna sem fjölmiðlar á
Spáni segja „venjulega“ fjölskyldu.
„Caravaggio, ekki spurning!“
Samkvæmt The New York
Times ráku menn sem höndla með
gamla myndlist í London, þeir
Marco Voena og Fabrizio Moretti,
augun í verkið í uppboðsskrá Anso-
rena á netinu fyrir tveimur vikum.
Þeir flugu strax til Madrídar að
skoða málverkið og sannfærðust
um að það væri verk Caravaggios.
„Þetta er Caravaggio, ekki
spurning! Það er ótrúlegt. Það er
mjög áhrifamikið,“ segir Voena og
bætir við að hann hafi þegar boðist
til að hafa milligöngu um sölu
verksins til safns á Spáni en upp-
boðshúsið hafi ekki svarað því.
Talsmaður Ansorena segir að
sérfræðingar séu þegar teknir að
rannsaka verkið til að reyna að
staðfesta hver sé höfundurinn.
Bæði þarf að kanna það list-
sögulega og efnið sem notað er,
strigann, litina og hvernig þeir hafa
verið bornir á.
Gæti endað í Prado-safninu
Margir kunnáttumenn um list
Caravaggios hafa blandað sér í um-
ræðuna. Í The New York Times er
vitnað í aðstoðarprófessor í listasögu
frá Róm sem flaug líka til Madríd að
skoða málverkið og segist ekki efast
um að þarna sé komin útgáfa Cara-
vaggios af „Ecce Homo“ sem vitað er
að hann hafi málað, og einmitt í þess-
ari stærð, fyrir safnara í Róm á sín-
um tíma. Sumir sérfræðingar hafa
talið að það verk sé í safni í Genóa en
það er umdeilt og aðrir sérfræðingar
telja það vera eftir fylgjanda Cara-
vaggios. Verkið nýuppgötvaða á
Spáni geti því vel verið frummyndin.
Og til frekari staðfestingar sýnist
mönnum að fyrirsætan í hlutverki
Krists sé sú sama og í öðru verki
Caravaggios sem er í Kunsthistor-
isches-safninu í Vínarborg.
Aðstoðarprófessorinn frá Róm
segir ástand verksins ekki gott, á
einhverjum stöðum hafi málningin
molnað af og það sé upplitað. Þá
verði að skýra eigendasöguna.
Í The Guardian er vitnað í ann-
an virtan sérfræðing í myndlist 17.
aldar sem er alls ekki sannfærður
um að verkið sé eftir Caravaggio en
telur það hins vegar vera fyrsta
flokks verk eftir einhvern fylgjanda
meistarans.
Áður en umræðan um „Ecce
Homo“ fór á flug voru þrjú staðfest
málverk eftir Caravaggio á Spáni.
Konungsfjölskyldan á eitt og er það
sjaldan til sýnis, eitt er í safni í Kata-
lóníu og eitt í Prado-safninu stóra.
Reynist málverkið vera eftir Cara-
vaggio má telja víst að Prado ásælist
það og gæti fengið keypt á um sjö
milljarða króna. En fari verkið út á
einkamarkaðinn telja sérfræðingar
að verðið gæti verið meira en tvöfalt
hærra.
Ég vona að verkið endi á safni
reynist það vera það sem marga
grunar – eftir Caravaggio. Ástæðan
er sú að eins og svo margir aðrir þá
er ég einlægur aðdáandi og reyni að
sjá sem flest verka hans, hvar sem
þau eru niður komin. Hef þegar not-
ið þess að standa fyrir framan 49 –
og eitt spennandi til myndi bætast á
listann.
Enn einn Caravaggio fundinn?
Ansorena-uppboðshúsið
Ecce Homo Málverkið sem átti að bjóða upp ódýrt og var talið eftir ónefnd-
an fylgjanda de Riberas en er nú af mörgum talið verk sjálfs Caravaggios.
Sænski fótboltamaðurinn Zlatan
Ibrahimovic birti nýverið mynd af
sér á Instragram-síðu sinni með
yfirskriftinu Antivirus. Spekingar
telja að hann hafi þar með staðfest
að hann muni leika í nýrri kvikmynd
um Ástrík og Steinrík, Silkivegur-
inn, sem Guillaume Canet leikstýrir
og væntanleg er á næsta ári. Sam-
kvæmt SVT munu fleiri íþrótta-
garpar leika í myndinni, m.a. fót-
boltamaðurinn Zindedine Zidane og
ökuþórinn Michael Schumacher.
Samkvæmt IMDb mun leikstjór-
inn Guillaume Canet sjálfur fara
með hlutverk Ástríks. Í öðrum
helstu hlutverkum eru Vincent
Cassel sem Seasar, Marion Cotillard
sem Kleópatra og Gilles Lellouche
sem Steinríkur, en Gérard Depard-
ieu hefur leikið hann í fyrri mynd-
um. Depardieu er nú til rannsóknar
vegna ásakana um kynferðisofbeldi
framið 2018. Kvikmyndin, sem
væntanleg er, fjallar um einu dóttur
kínverska keisarans Han Xuandi,
sem flýr vondan prins og leitar ásjár
hjá Gaulverjum.
Dúó Steinríkur og Ástríkur í
bókinni Ástríkur og víkingarnir.
Íþrótta-
garpar í Ást-
ríksmynd
Zlatan
Ibrahimovic
Zinedine
Zidane