Morgunblaðið - 12.04.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.04.2021, Qupperneq 32
www.rafkaup.is Unnið er hörðum höndum að því að útbúa útisvið í Man- chester svo hægt verði í sumar að bjóða upp á útileik- sýningar á borð við Draum á Jónsmessunótt og Lísu í Undralandi. Gert er ráð fyrir 400 sætum með nauðsyn- legri fjarlægð milli þeirra til að minnka líkur á kór- ónuveirusmiti. Fyrr í vikunni tilkynntu stjórnendur úti- leikhússins í Regent’s Park í London að þar yrði í sumar boðið upp á nokkrar leiksýningar, þeirra á meðal söng- leikinn Carousel og Rómeó og Júlíu, eftir að leikhúsið fékk 800 þúsund punda opinberan styrk, sem sam- svarar um 140 milljónum íslenskra króna. Útileikhús hjá Bretum í sumar MÁNUDAGUR 12. APRÍL 102. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Ungir leikmenn voru áberandi í íslenska kvennalands- liðinu í knattspyrnu á laugardaginn þegar það tapaði naumlega fyrir Ítölum í vináttulandsleik í Flórens. Hin sautján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék vel í markinu og nú er spurning hvort hún verði að- almarkvörður Íslands strax frá og með undankeppni HM sem hefst í haust. »26 Ungir leikmenn í stórum hlut- verkum hjá íslenska landsliðinu ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fólk er æst í jarðarber,“ segir Gunn Apeland í Reyk- holti í Biskupstungum. Þau Gunn og eiginmaður hennar, Daníel Halldórsson, sem reka garðyrkjustöðina DAGA, opnuðu fyrir helgina Litlu berjabúðina, þar sem fólk í sveitaferð getur komið í pakkhús og keypt ber ræktuð á staðnum. Verslun með sama nafni var áður starfrækt í Reykholti, en er nú á nýjum stað og fyrri eigendur hafa snúið sér að öðru. Vinna við ræktun hefur breyst „Verslunum með vörur beint frá býli fylgir alltaf skemmtileg stemning,“ segir Gunn sem er norsk og nam garðyrkju í heimalandi sínu. Hún kom árið 1997 til starfa á Flúðum þar sem jarðarberjarækt í gróðurhúsum var fyrst stunduð á Íslandi. Þar lærði Gunn hvernig standa skyldi að málum, þótt vinnubrögðin hafi breyst talsvert. Áður voru jarðarberjaplöntur ræktaðar í steinull, en nú í mold sem berjabóndinn segir að öllu leyti betra. Eftir að hafa búið í Noregi um árabil stefndi hugur þeirra Gunn og Daníels aftur heim til Íslands. Á síðasta ári fregnuðu þau að berjarækt garðyrkustöðvarinnar Kvista í Reykholti væri til sölu – og eftir að hafa kynnt sér málið slógu þau til, keyptu stöðina og tóku við rekstri 1. ágúst á síðasta ári. Stofnuðu fyrirtæki með heitinu DAGA garðyrkjustöð ehf. og plöntuðu svo út, en gróð- urhús þeirra eru alls um 1.800 fermetrar að flatarmáli. „Við settum út jarðarberjaplöntur fljótlega eftir ára- mótin og nú er uppskerutíminn kominn. Í skammdeginu er ferlið yfirleitt um tólf vikur, en eitthvað skemmra á sumrin þegar hitastig úti er hærra og sólar nýtur lengur. Við ræktum einnig hindber og brómber – og sú uppskera verður komin eftir fáeinar vikur,“ segir Gunn. Smjör drýpur af hverju strái Í uppsveitum Árnessýslu eru á nokkrum stöðum garð- yrkjustöðvar þar sem fólk fær til dæmis grænmeti, blóm og hugsanlega fleira af svæðinu, þar sem smjör drýpur af hverju strái. „Við byrjum á berjunum, okkar eigin af- urðum og framleiðslu. Gangi vel vil ég svo gjarnan vera með vörur frá fleiri framleiðendum hér á svæðinu í kringum okkur. Möguleikarnir eru margir og gaman að fá fólk í skemmuna til okkar, sem kaupir ber í bíltúr hingað austur í sveitir,“ segir Gunn að síðustu. Uppskerutíminn hafinn - Berjabúð í Biskupstungum - Plöntuðu út um áramót og tína nú aldin af klösum - Stemningin fylgir heimasölunni Ljósmynd/Aðsend Berjabændur Gunn Apeland og Daníel Halldórsson í sólríku gróðurhúsinu á Reykholti þar sem allt vex og dafnar. Ljósmynd/Aðsend Gróandi Sum berin eru orðin rauð og fullþroskuð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.