Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 4
Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Þ etta gekk vel eftir fyrstu fimm dagana,“ sagði Karín og hló. Hún kveðst hafa verið mjög sjóveik til að byrja með. „Ég var góð fyrsta sólarhringinn, svo fór svolítið að versna veðrið og við fórum í var rétt fyrir utan Keflavík. Svo þegar við fórum að sigla aftur út og um leið og við fórum að vinna aftur í vinnslunni varð ég mjög sjóveik,“ segir Karín. Hún segir það að vera í stöð- ugum veltingi vera eitthvað sem þarf að venjast, hvað þá þegar veðrið er verra og veltingurinn mikill. Eina reynslan sem Karín hafði fyrir af fiskvinnslu var sumarstarf eitt sum- arið í Haustaki. „Það er allt öðruvísi en þessi vinna, þar var ég að raða fisk- hausum á þurrkugrindur. Ég hafði aldrei áður unnið svona fiskvinnslu þar sem ferskt hráefni er unnið og fryst eins og úti á sjó.“ Karín var ekki lengi að bæta úr reynsluleysi sínu. „Ég snyrti og pakkaði og vann í lest- inni, ég hjálpaði líka á flökunarvélinni og að flokka fiskinn eftir tegundum.“ Það má því segja að Karín hafi kynnst flestum hliðum vinnslunnar um borð. „Ég var rosalega heppin með það, ég held að það sé alls ekki sjálfsagt að fá að kynnast mismunandi verkefnum á fyrsta túr, ég var heppin að fá að prófa fjölbreytt störf um borð.“ Karín segir vaktirnar hafa verið fljótari að líða þegar breytt var til og vaktin brot- in upp með mismunandi verkum. Fékk tækifæri með stuttum fyrirvara Hvernig datt þér í hug að fara á sjó- inn? „Þetta hefur alltaf blundað í mér. Ég á tvær eldri systur sem hafa farið á sjó og þaðan kemur hugmyndin að því að þetta gæti verið eitthvað sem ég myndi vilja gera. En ég hef alltaf verið mjög sjóveik þegar ég hef farið eitthvað á sjóinn. Svo ræddum við pabbi þetta í kringum jól- in, þá allt í einu fannst mér ég tilbúin til að athuga hvort möguleiki væri á plássi,“ svarar Karín. „Svo kom tækifærið. Ég ákvað að skella mér bara með nokkurra daga fyrirvara, hugsaði að ég myndi ekkert tapa á því.“ Faðir Karínar er Eiríkur Óli Dagbjartsson, útgerðarstjóri hjá Þorbirni í Grindavík. Karín hafði ekki farið í Slysavarna- skóla sjómanna áður en í túrinn var haldið en er í björgunarsveitinni Þor- birni og ýmis námskeið á vegum henn- ar hafa gagnast. Í áhöfn á Tómasi eru 26 manns, 10 á hvorri vakt, skipstjóri, stýrimaður, þrír vélstjórar og kokkur. Túrinn sem Kar- ín fór var 22 dagar og veiddu þau mest af ufsa, þorski og karfa. Karín var eina konan um borð þegar hún fór á sjóinn og var í sér klefa. „Aðbúnaðurinn var rosalega góður,“ segir Karín. „Ég var rosalega heppin og gott að vera með eigið klósett og al- veg eigin klefa, það eru forréttindi í þessum bransa, að geta verið bara al- veg út af fyrir sig. Öll aðstaða um borð var mjög flott. Ég hef ekki neitt beint til saman- burðar, en hef séð og heyrt af öðrum skipum og veit hve heppin ég er með aðstöðu.“ Laust við allt rugl Karín telur sig heppna með starfsanda og viðmót sem henni var mætt með. ann aftur á sjó. Mig langaði meira að hoppa út í heldur en að vera um borð. Svo þegar á leið áttaði ég mig á því að það var ótrúlega gaman, mikið fiskerí og við vorum á fullu í vinnslunni, á fullu að snyrta. Að hlusta á góða tónlist eða gott hlaðvarp, og bara ótrúlega gaman. Það var það sem kom mér mest á óvart. Ég bjóst ekki við því að ég myndi einhvern tímann segja það um að vera á sjó,“ segir Karín um reynsl- una. Getur þú hugsað þér að fara aftur? „Ég er alveg með það opið. Ég var spurð hvort það mætti hringja í mig aftur ef það vantaði. Ég gat auðvitað ekki sagt nei. Það eru auðvitað bara forréttindi að fá pláss á svona skipi. Ég myndi alveg fara aftur en þetta er ekki eitthvað sem ég ætla að leggja fyrir mig. Ég get alveg ímyndað mér að fara í slysavarnaskólann og get stokkið til hvenær sem er.“ Hún segir Slysavarnaskóla sjó- manna vera spennandi kost. „Þar sem ég er í björgunarstarfi, þá væri það alveg frábært að geta aflað frekari þekkingar og farið þangað líka. Ég hef líka heyrt góða hluti um skól- ann og strákarnir um borð tala vel um hann og að það sé bara skemmtilegt.“ Sinnti Tupperware-sölu í pásum Karín starfar alla jafnan sem sund- laugavörður en einnig sinnir hún for- föllum í grunnskólanum í Grindavík og selur Tupperware-vörur. Hún gat út- vegað afleysingar í sundlaugina en Tupperware-sölunni sinnti hún á net- inu á meðan hún var á sjónum. „Á milli vakta skrifaði ég bara pöntunarblöð og í pásunum mínum setti ég inn tilboð á síðuna mína og svona.“ Erfiðast við að vera í burtu í lengri tíma þótti Karín að geta ekki lagt björgunarsveitinni sinni lið í þeim fjöl- mörgu útköllum sem urðu á meðan hún var á sjónum. „Það var búið að vera mikið að gera hjá björgunar- sveitum í nokkurn tíma. Á meðan ég var á sjó var endalaust um að vera hérna heima, það varð rafmagnsleysi og hellingur af verkefnum hjá sveitinni. Það var erfitt að fá öll útköllin en vera bara föst úti á hafi og komast ekkert.“ Karín vonaðist til þess að missa þó ekki af öllu sem um væri að vera í landi. „Við fórum á miðvikudegi þegar skjálftahrinan hófst. Ég grínaðist með það að gosið myndi bíða eftir okkur þegar við kæmum heim. Við komum í land á fimmtudagsmorgni og það byrj- aði að gjósa á föstudagskvöldi.“ Karín hefur því meira eða minna staðið vaktina á gossvæðinu síðan hún kom í land. Björgunarsveitarstörfin fara vel með sjómennsku. Karín segir ekki hafa komið til þess að hún hafi þurft að nýta þjálfun sem hún hafði úr björg- unarsveitarstörfunum en það sé klár- lega kostur að kunna til dæmis skyndi- hjálp, eitthvað sem vel gæti nýst á sjónum. Beint úr fyrsta túrnum í björg- unarstörf við gosstöðvar Karín Óla Eiríksdóttir fór nýlega í sinn fyrsta túr á frystitogaranum Tómasi Þorvaldssyni GK-10. Karín er 20 ára Grindavíkurmær og björgunarsveitarkona sem segir frá upplifun sinni af fyrsta túrnum á sjó og hvað kom sér á óvart. Karín snyrti, pakkaði, flokkaði og haus- aði um borð og fanst vaktin fljót að líða. Karín Óla fór beint í útkall hjá björgunarsveitinni Þorbirni eftir að hún kom í land. Karín segir það hafa mest komið sér á óvart hversu skemmtilegt var á sjónum. það var ekkert sem sjokkeraði mig. Ég var mjög heppin. Það sem kom mér í rauninni mest á óvart varðandi túrinn er hversu skemmtilegt mér fannst.“ „Langaði frekar að hoppa út í en að vera um borð“ „Ef þú hefðir spurt mig á degi þrjú, hefði ég ekki ætlað mér nokkurn tím- „Stemningin um borð var góð. Ég lenti á skemmtilegri vakt, hressir strákar, tveir voru nálægt mér í aldri og annar sem ég þekkti fyrir héðan úr Grindavík. Þetta var alveg laust við allt svona rugl. Maður hafði kannski ákveðna ímynd um sjómennsku og kannski alveg smeyk við að vera kona á sjó, maður hafði heyrt ýmislegt, en ég var ótrúlega ánægð með túrinn og 4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.