Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is R agnhildur er meðal höfunda vísindagreinar sem birt var fyrir rúmum mánuði í vísinda- tímaritinu Climatic Change og er í greininni lýst kerfisbundinni að- ferð og leiðsögn um hvernig sjávar- útvegur og fiskeldi geta aðlagað starf- semi sína áhrifum loftslagsbreytinga. Er þetta hluti af samstarfsverkefn- inu ClimeFish, sem styrkt var af Rannsóknaáætlun Evrópu (Horizon 2020). „Þegar verið er að tala um aðgerð- ir vegna loftslags- breytinga er þeim skipt í annars veg- ar mótvægisað- gerðir, sem eru leiðir til að minnka út- blástur eða binda gróðurhúsaloftteg- undir. Síðan er þetta sem heitir aðlögun sem er hvernig við hyggjumst bregðast við þeim breytingum sem hafa orðið eða sem líklega verða,“ út- skýrir hún. Tilgangur verkefnisins fólst í að skilja áhrif loftslagsbreytinga á sjávarútveg og fiskeldi í Evrópu og féll það í hlut Ragnhildar og Jónasar R. Viðarssonar, sem einnig starfar hjá Matís, að kortleggja leiðir fyrir sjávar- útveg og fiskeldi til að setja upp aðlög- unaráætlanir sem miða m.a. að því að styrkja innviði fyrirtækjanna, bæta lagaumhverfið og auka vöktun, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta gerir fyrirtækin betur í stakk búin til að takast á við breytingarnar sem eru fram undan.“ Aðferðafræðin var prófuð og sannreynd í sjö evrópsk- um tilviksrannsóknum innan fiskeldis og sjávarútvegs og hafa niðurstöð- urnar meðal annars verið nýttar sem fræðsluefni innan FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Margs konar umskipti Hún segir helsta þátt í aðferðafræð- inni, sem í greininni er lýst, vera að greina hverjar helstu áhætturnar eru og ekki síst tækifærin sem fylgja lofts- lagsbreytingum, meta umfang þeirra, tímasetningu og áhrif á líffræðilega, efnahagslega og félagslega þætti. Eftir þessa áhættugreiningu greinum við aðlögunarþörf, sem sagt hversu vel innviðir, virðiskeðjur og aðrir þættir eru í stakk búnir til að mæta þeim breytingum sem kortlagðar hafa verið. Þá er kortlagt hvaða aðgerða sé hægt að grípa til í þeim tilgangi að bregðast við. „Út úr þessu kemur nokkurs kon- ar verkfærakassi af aðlögunaraðgerð- um sem eru tímasettar og búið að meta hversu mikið þær kosta.“ Ragnhildur segir víða rætt um mik- ilvægi þess að gefnar séu út leiðbein- ingar um það hvernig sé hægt að að- lagast loftslagsbreytingum. „En þessi umræða um aðlögun er stutt á veg komin á Íslandi og innan sjávarútvegs- ins er umræðan lítið sem ekkert haf- in,“ segir hún og bætir við að það sé fulltrúi frá sjávarútveginum í starfs- hópi sem hefur það hlutverk að móta stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi aðlögun að loftslagsbreytingum. „Flest Evrópuríki eru búin að setja fram aðlögunaráætlun á landsvísu. Við erum ekki búin að gera það hér á Ís- landi,“ segir Ragnhildur og bendir á að aðlögunarstefnan sem starfshópurinn vinnur að muni verða lögð fyrir Al- þingi og verði um sinn grunnur að að- lögunaráætlun fyrir Ísland. Þrátt fyrir að beðið sé eftir starfs- hópnum segir Ragnhildur enga ástæðu til að hefja ekki þegar vinnu innan greinarinnar. „Það er heilmikil vinna sem hægt er að vinna þó að að- lögunaráætlunin sem slík sé ekki kom- in. Rannsóknir á heimsvísu sýna að alls konar breytingar eru þegar að eiga sér stað í hafinu, þótt þær séu vissulega mismiklar og misjafnar eftir svæðum og heimshlutum. Það eru breytingar í hafstraumum, hækkandi yfirborðshiti sjávar, súrnun sjávar og öfgakenndari veður og svo framvegis. Allt getur þetta haft áhrif á lífríkið. Það sjást breytingar í vaxtarhraða, aldursdreifingu, útbreiðslusvæði ým- issa fiskistofna og breytingar í fari þeirra, bæði hvað varðar tímasetningu og hvert þeir leita. Breytt tegunda- samsetning í afla og aukning í sjúk- dómum.“ Jafnframt segir Ragnhildur einn anga af breytingunum aukna spennu milli ríkja þegar kemur að ráðstöfun deilistofna í ljósi þess að útbreiðslu- svæðin breytast þvert á efnahags- lögsögur ríkja. „Þetta er eitthvað sem þarf að fara að hugleiða, hvernig á að bregðast við því.“ Engin yfirsýn „Eins og er er engin yfirsýn til staðar er varðar mögulegt loftslagstengt tjón eða aðlögunarþörf sjávarútvegsins næstu ár. Það er okkar sýn, og lofts- lagsráð hefur líka bent á, að það þarf að setja fjármagn í auknar rannsóknir þar sem hægt væri að búa til sviðs- myndir svo hægt sé að skilja hvar helstu áhrifin koma til með að koma fram,“ fullyrðir Ragnhildur og heldur áfram. „Það eru ekki bara líffræðileg áhrif, það geta einnig verið heilmikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif. Það eru miklir samfélagslegir hags- munir í húfi. Ef við missum út mik- ilvæga nytjastofna hefur það mikla keðjuverkun í för með sér fyrir ís- lenskt samfélag. Við sjáum að fiskteg- undir eru að missa MSC-vottunina í tengslum við þetta allt og það hefur einnig áhrif á sjávarútvegsfyrirtæki og við erum að sjá sveiflur í markaðs- verði.“ Á grundvelli alls þessa sé ljóst að mikilvægt sé að fá yfirsýn yfir hugs- anlegt tjón sem kunni að vera yfirvof- andi, að sögn Ragnhildar. „Nú höfum við þessa aðferðafræði hjá Matís og höfum mikinn áhuga á að taka þetta áfram, fara í þessa vinnu á Íslandi og gera þessa áhættugreiningu fyrir ís- lenskan sjávarútveg, búa til aðlögunar- áætlun fyrir þessa atvinnugrein. Þetta er eitthvað sem þyrfti líka að gera fyrir aðra frumatvinnuvegi á Íslandi.“ Hún segir forsenda þess að slík vinna skili árangri sé að viðhaft sé virkt samtal við sjávarútveginn. „Það er hluti af þessari aðferðafræði að hagsmunaaðilar séu hafðir með á öllum stigum máls. Það sýndi sig al- veg í verkefninu hjá okkur að þegar aðeins var stuðst við vísindalegar niðurstöður, einfaldlega gleymdist fullt af atriðum sem hagsmunaðailar og sjómenn bentu á. Þetta hafði rosalega mikið að segja í okkar vinnu.“ Ragnhildur stefnir að því að standa fyrir málstofu um bein og óbein áhrif loftslagsbreytinga á sjávarútveg á Sjávarútvegsráðstefn- unni, sem haldin verður 11.-12. nóv- ember á þessu ári. Skortur er á aðlögunar- áætlun fyrir íslenskan sjávarútveg og íslenskt fiskeldi vegna væntan- legra afleiðinga lofts- lagsbreytinga. Þetta segir Ragnhildur Frið- riksdóttir, verkefna- stjóri hjá Matís. Ragnhildur Friðriksdóttir Sjávarútvegurinn þarf að vera reiðubúinn Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson Sjávarútvegurinn þarf að undirbúa sig fyrir þær breytingar sem kunna að fylgja loftslagsbreyt- ingum. Annað getur haft miklar afleiðingar. Nýlega var gengið frá ráðningu tveggja nýrra starfsmanna í nýrri starfsstöð Haf- rannsóknastofnunar í Neskaupstað sem opnuð var í síðasta mánuði, er hún fyrsta starfsstöð stofnunarinnar á Austurlandi. Fram kemur á vef Hafrannsóknastofn- unar að þær Helena Gallardo Roldán og Hrefna Zoëga hafa verið ráðnar til starfa og munu þær sinna sýnatöku úr afla upp- og botnsjávarfisks sem og hinum ýmsu rannsóknar- og vöktunarverk- efnum á Austurlandi. Helena Gallardo Roldán Hrefna Zoëga Til starfa í Neskaupstað 555 6677 | umb.is | Korngörðum 5, Reykjavík TRAUST ÞJÓNUSTA VIÐ ÍSLENSKAN SJÁVARÚTVEG Í ÁRATUGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.