Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
H
vað hefur þú langan tíma?“
spyr Arnfríður og hlær
þegar blaðamaður slær á
þráðinn. Hún segist hafa
svo gaman af því að tala um sjávar-
útveginn að hún gæti haldið blaða-
manni lengi við efnið.
„Sjávarútvegur nútímans er fjöl-
breyttur og spennandi, með öllum
þeim áskorunum og tækifærum
sem hann stendur frammi fyrir.
Sjávarútvegurinn í dag er svo
miklu víðtækari en veiðar og
vinnsla eins og hann var þegar
byggðir í landinu byggðust upp á
þeim stöðum þar sem var sem styst
að róa á miðin og eiga í soðið fyrir
sig og sína eða til vöruskipta.
Greinin hefur verið í sífelldri þróun
og hefur íslensku hugviti og há-
tækni fleygt fram innan hennar,“
segir Arnfríður. Hún segir aðkomu
kvenna að sjávarútvegi vera hluta
af þróun geirans og hann sé kom-
inn langan veg frá því sem áður
var, þegar einungis störfuðu karl-
menn í geiranum.
Arnfríður telur framtíðina og
vaxtartækifærin liggja í nýtingu
hliðarafurða og því sem áður var
hent.
„Sífellt er horft til þess að leita
leiða við að fullvinna fiskinn og
hafa nokkur fyrirtæki hér á landi
náð frábærum árangri í fullvinnslu
hliðarafurða.
Í dag er fiskurinn dreginn úr sjó
eftir pöntunum frá heimsmarkaði
sem stuðlar meðal annars að sem
bestum gæðum þegar hann kemur
á disk neytandans. Áhugi og kröfur
neytenda á sjálfbærni og uppruna
vörunnar verða sífellt meiri og má
þá nefna sem dæmi íslenskan fisk í
neytendapakkningum úti í heimi
sem hafa QR-kóða. Neytandinn
getur þá skannað hann með síman-
um sínum og rakið ferðalag fisksins
til veiða.“
Vörur í flottustu vöruhillunum
„Ísland er lítil eyja í Norður-
Atlantshafi þar sem fiskveiðar eru
sjálfbærar, sú þekking sem hefur
byggst upp innan sjávarútvegsins
hefur skilað frábærum árangri í
ferskleika og gæðum. Íslensk sjáv-
arútvegsfyrirtæki eiga mörg hver
orðið vörur í flottustu hillunum á
markaði.“
Arnfríður segir sjávarútveginn
einnig standa frammi fyrir gríð-
arlegum áskorunum í dag. „Eins og
Covid-19, umhverfisþættir, aukin
rekjanleiki og fleira. Svo má ekki
gleyma pólitískum áskorunum sem
einnig eru veigamiklar. En allir
þeir sem hugsa í lausnum eru fljót-
ir að sjá að allar áskoranir leiða af
sér ný og spennandi tækifæri,“ seg-
ir Arnfríður sem telur framtíðina
fulla af sóknarfærum fyrir íslensk-
an sjávarútveg.
Markmið félagsins að
gera konur sýnilegar
Félag kvenna í sjávarútvegi var
stofnað árið 2013 af hópi kvenna
sem fann fyrir þörf á aukinni teng-
ingu, samstarfi og eflingu kvenna í
greininni.
„Margar hæfileikaríkar konur
starfa innan greinarinnar og koma
þær úr ýmsum áttum.
Í gegnum tíðina hefur sjávar-
útvegurinn verið mjög karllæg
grein en konum fer sífellt fjölgandi
og ekki síst í frumkvöðlastarfsem-
inni.“ Arnfríður segir að þær
mættu vera duglegri við að koma
fram og láta að sér kveða á opin-
berum vettvangi. „En tilgangur og
markmið félagsins er að styðja og
styrkja konur í að stíga fram og
gera konur sýnilegri bæði innan
greinarinnar og utan hennar. Einn-
ig að fá fleiri konur til liðs við okk-
ur í sjávarútveginum og styrkja
þar með tengslanet okkar allra enn
frekar.“
Hún telur tengslanet skipta gríð-
arlega miklu máli við ráðningu og
vísar í niðurstöður rannsóknar sem
félagið lét vinna fyrir sig árið 2016.
„Það virðist vera sem konur séu
ekki eins meðvitaðar um alla þá
möguleika sem sjávarútvegurinn
hefur upp á að bjóða og höfum við í
félaginu því lagt okkur fram við að
kynna þá með fræðsluviðburðum
og fyrirtækjaheimsóknum. Við höf-
um haldið úti einum til tveimur
fræðsluviðburðum í mánuði með
aðstoð fjarfundabúnaðar í Covid-
faraldrinum og förum við strax af
stað í heimsóknir þegar aðstæður í
þjóðfélaginu leyfa,“ segir Arn-
fríður.
„Eitt af markmiðum félagsins er
að efla yngri kynslóðir í sjávar-
útvegi, og fá yngri konur til að
kynnast greininni snemma á starfs-
ferlinum. Það er nefnilega svo að
þekkingarbilið hefur breikkað síð-
ustu ár og skiptir því miklu máli að
byrja að fræða unga fólkið okkar
snemma um sjávarútveginn. Það er
liðinn tíð að börn byrji að vinna í
fiski 12 ára en þú þarft að hafa náð
18 ára aldri til þess að fá að
starfa í flestum vinnslum í dag.
Þegar ungt fólk hefur náð þeim
aldri horfir það kannski frekar á
aðrar atvinnugreinar því það þekk-
ir sjávarútveginn ekki með öðrum
hætti en sem veiðar og vinnslu.“
Arnfríður segir því mikilvægt að
vinna í því að minnka þetta þekk-
ingarbil og fræða unga fólkið okkar
strax í leikskóla til að tryggja ný-
liðun í greininni.
Sjávarútvegsráðstefnan
sterkur vettvangur
„Sjávarútvegsráðstefnan hefur
skapað frábæran samskiptavett-
vang allra þeirra sem koma að sjáv-
arútvegi á Íslandi. Í þeim hópi eru
þeir sem starfa við veiðar, eldi,
frumvinnslu, framhaldsvinnslu,
sölu og markaðssetningu, þjónustu,
rannsóknir og þróun, opinberir að-
ilar, kennarar, nemendur, fjöl-
miðlar og aðrir áhugamenn. Ráð-
stefnan er einmitt einn af þeim
vettvöngum sem félagskonur geta
nýtt sér betur til þess að stíga fram
á,“ segir Arnfríður. Hún segir fé-
lagið hafa átt gott samstarf við
Valdimar Inga Gunnarsson ráð-
stefnustjóra, og dr. Hólmfríði
Sveinsdóttur, núverandi formann
ráðstefnunefndar og félagskonu
KIS, síðustu ár við að leita til
kvenna sem hafa áhuga á að flytja
erindi á ráðstefnunni.
„Við erum með stórt og grein-
argott félagatal sem gerir okkur
auðvelt að ná til félagskvenna sem
eiga erindi og hafa áhuga á umfjöll-
unarefni málstofanna hverju sinni.
Við hlökkum einnig til áframhald-
andi samstarfs með Valdimari og
ráðstefnunefndinni,“ segir Arn-
fríður sem hvetur konur til þess að
vera óhræddar við að koma fram og
halda erindi, enda eigi þær erindi.
„Ég ætla að fá að enda þetta
skemmtilega spjall okkar á því að
vitna í orð Ástu Dísar Óladóttur,
dósents í stjórnun, sjávarútvegi og
alþjóðaviðskiptum við Háskóla Ís-
lands.
Ásta dró áskoranir sjávarútvegs-
ins í dag saman í þrjú orð og sagði
þær vera „eitt stórt VES“ en það
er veira, eldgos og skjálftar. Ásta
Dís er flott fyrirmynd kvenna og er
félagi Kvenna í sjávarútvegi.“
Sjávarútvegur nútímans
er fjölbreyttur og spennandi
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir er varaformaður
Kvenna í sjávarútvegi og hefur sinnt formanns-
störfum í fjarveru Agnesar Guðmundsdóttur. Hún er
fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði, sjávarútvegsfræð-
ingur að mennt og starfar sem verkefnastjóri at-
vinnu- og byggðaþróunar hjá Austurbrú. Þá situr hún
í stjórn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, er varafor-
maður stjórnar í Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga og í
hafnarstjórn Fjarðabyggðarhafna. Arnfríður segir
sjávarútveginn vera mest spennandi atvinnugreinina
hér á landi af þeim sem eru í hraðri þróun.
Arnfríður starfaði sem verkefnastjóri HA og kenndi við sjávarútvegsskólann á Austurlandi sumarið 2019. Hún segir nem-
endur hafa verið mjög áhugasama, sérstaklega um líffræði fiska, þótt gaman að kryfja, kyngreina, skoða fæðu og augu.
Ljósmynd/Fjóla Þorsteinsdóttir
Arnfríður segir mikilvægt
að kynna félagið fyrir kon-
um á landsbyggðinni.
Skynmat fiska kennt í
sjávarútvegsskólanum
á Austurlandi.