Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021
BORGARPLAST HF.
Ker og fráveitulausnir:
Völuteig 31, 270 Mosfellsbæ
Sími: 561 2211
Frauðkassar og húseinangrun:
Grænásbraut 501, 262 Reykjanesbæ
Sími: 561 2210
borgarplast.is
TRAUST FISKIKER
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA FYRIR SJÁVARÚTVEG
UM ALLAN HEIM FRÁ 1983
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
K
órónuveiran hefur valdið
usla um heim allan í rúmt
ár og er talið líklegast að
hún hafi borist í menn í
gegnum smit milli dýrategunda.
Frá leðurblöku í pangólín og þaðan
beint í menn eða í gegnum annað
dýr. Það er hins vegar ekki endi-
lega þannig að veirur sem berast í
manneskjur hafi áhrif á þær eða
smitist milli þeirra. Það gerist
fyrst þegar hefur átt sér stað
stökkbreyting sem breytir erfða-
efni veirunnar og þannig eðli eða
hegðun hennar.
„Þarna átti sér stað örlagarík
stökkbreyting,“ útskýrir veirusér-
fræðingurinn Mette Myrmel hjá
norsku hafrannsóknastofnuninni
(Havforskningsinstituttet) á vef
stofnunarinnar. Þegar veira byrjar
að fjölga sér í manneskju verða
breytingar á henni sem oftast eru í
óhag veirunnar, en það er hins
vegar ekki alltaf tilfellið. „Kórónu-
veiruafbrigðið sem veldur heims-
faraldrinum nú er stökkbreyting
sem gerir það að verkum að veiran
getur smitast milli manna,“ segir
Myrmel.
Stökkbreytingar
Fjöldi dæma er um að veiran haldi
áfram að stökkbreytast eftir því
sem hún berst milli manna og má
nefna þau afbrigði af henni sem
hafa mismunandi eiginleika, svo
sem breska afbrigðið sem smitast
auðveldlega milli manna. Einnig er
meðal annars að finna suðurafrískt
afbrigði og brasilískt afbrigði.
Þá var greint frá því um miðjan
mars að franskir vísindamenn
hefðu fundið nýtt afbrigði af veir-
unni og sögðu indversk stjórnvöld
nýverið frá því að greinst hefði
sérstakt afbrigði með tvöfalda
stökkbreytingu.
Ekki sömu viðtakarnir
Í ljósi þess að veiran stökkbreytist;
er hægt að útiloka að veiran hafi
komið frá fiski á markaðnum í
Wuhan? Myrmel segir það útilokað
vegna þess að fiskar búa í allt öðru
umhverfi en dýr á landi auk þess
sem fiskar hafa allt annan líkams-
hita og geta kórónuveirur ekki lif-
að við þessar aðstæður. Veiran ein-
faldlega eyðist of auðveldlega í
vatni þar sem hún þolir ekki sólar-
ljós og náttúruleg efni sem finna
má í umhverfinu.
„Í öðru lagi þurfa allar veirur á
því að halda að frumurnar okkar
hafi ákveðna viðtaka að utan sem
þær geta fest sig við áður en þær
fara inn og fjölga sér,“ útskýrir
Myrmel. Staðreyndin sé sú að
mörg spendýr eru með sams kon-
ar viðtaka á frumum sínum sem
kórónuveirur geta nýtt sér og
geta slíkar veirur því farið milli
dýrategunda. Þetta á bæði við um
fyrstu SARS-veiruna og nýju kór-
ónuveiruna sem á fagmálinu heit-
ir SARS-CoV-2. Fiskar hafa ekki
þessa gerð viðtaka á sínum frum-
um.
„Fræðilega er ekki hægt að
útiloka að fiskur geti smitast af
kórónuveiru einhvern tímann í
framtíðinni,“ segir hún og bætir
við að í reynd sé það þó afar ólík-
legt.
Ekki með laxi
Í júní á síðasta ári sögðu 200 míl-
ur á mbl.is frá því að stórar dag-
vöruverslanir í Peking í Kína, þar
á meðal Carrefour og Wumart,
stöðvuðu sölu á laxi í kjölfar þess
að greindist kórónuveira á skurð-
brettum heildsala í borginni.
Greip um sig ótti um að smit
gæti borist í laxaafurðir. Í kjöl-
farið gripu fleiri borgir og héruð í
Kína til aðgerða og féll meðalverð
á laxi um 14,61% á mörkuðum.
„Það getur ekki hafa verið frá
fiskflakinu sjálfu, heldur einhver
sem hefur unnið það sem kann að
hafa hóstað á laxinn eða skurð-
brettið eða haft veiruna á hönd-
unum,“ fullyrðir Myrmel. Þegar
veira greinist er ekki vitað hvort
um sé að ræða virkar eða dauðar
veirur.
Þá telur hún litla ástæðu til að
óttast matvæli sem eru menguð
með virkum veiruögnum. „Veiran
smitar ekki með þessum hætti. Í
fyrsta lagi þarf veiran að ná að
komast hjá því að eyðast meðan
hún er á matnum. Svo þarf veiran
að fara í meltingarveginn þar sem
lágt pH-gildi eyðileggur hana.
Hins vegar hafa sumir smitaðir
verið greindir með sýkingu í
meltingarvegi. Þetta er vegna
þess að þeir hafa framleitt mikið
magn af veirunni í öndunarvegi
sem þeir hafa gleypt ásamt slími.
Þetta slím hefur verndað veiru-
agnirnar þannig að þær hafa
komist í gegnum magann án þess
að eyðileggjast,“ útskýrir veiru-
sérfræðingurinn norski.
Geta fiskar smitast af kórónuveirunni?
Talið er að kórónuveiran
sem veldur sjúkdómn-
um Covid-19 hafi smit-
ast fyrst í menn á dýra-
markaðinum í borginni
Wuhan í Kína. Er hægt
að útiloka að fiskur hafi
átt þátt í þróun mála?
AFP
Á markaðnum í Peking. Ekki er talið að kórónuveiran berist með matvælum.
Kórónuveiran mun að
öllum líkindum ekki
hafa áhrif á fiska þar
sem frumur þeirra
hafa ekki rétta
viðtaka.
Ímarsmánuði gerði FiskmarkaðurVestfjarða samstarfssamning viðkeraleigufyrirtækið iTUB ehf.
um að iTUB sjái fiskmarkaðnum og
þeirra viðskiptavinum fyrir kerum,
en iTUB býður einungis ker með
PE-einangrun sem er að fullu end-
urvinnanleg.
Keraleigufyrirtækið, sem varð ell-
efu ára í febrúar, er með skrifstofur í
Noregi, Danmörku og á Íslandi.
Hilmir Svavarsson, framkvæmda-
stjóri iTUB, kveðst spenntur vegna
samstarfsins en segir jafnframt um
að ræða ákveðna áskorun.
Fullyrt er í tilkynningu vegna
samningsins að PE-einangrun dragi
ekki í sig raka og óhreinindi ef gat
kemur á ytra lag kersins og þannig
sé búið að tryggja betra matvæla-
öryggi. Jafnframt eru þau sögð
halda lögun út líftímann sem við-
heldur stöflunaröryggi kerjanna,
sem um sinn skilar auknu öryggi í
starfsumhverfi þeirra sem nýta ker-
in. Þá er einnig gert ráð fyrir að PE-
kerin frá iTUB haldi óbreyttri
þyngd sem er í hag bæði kaupenda
og seljenda enda lykilatriði að vigtun
afla upp úr sjó á hafnarvigt sé rétt.
Hilmir Svavarsson, framkvæmdastjóri iTUB, og Samúel Samúelsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Vestfjarða, við undirritun samningsins.
Sömdu við iTUB um
ker fyrir markaðinn