Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 MORGUNBLAÐIÐ 9
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
D
regið var verulega úr eftirliti
Fiskistofu á sjó í mars á síð-
asta ári þegar reglur um
sóttvarnir voru hertar í
þeim tilgangi að draga úr útbreiðslu
kórónuveirunnar. Eftirliti á sjó „var
þó sinnt þegar slakað var á sótt-
vörnum og líka þegar aðstæður um
borð voru þannig að hægt var að við-
hafa viðunandi sóttvarnir. Fóru þá
eftirlitsmenn í skimun eins og áhafn-
ir og var áhersla lögð á eftirlit um
borð í stærri skipum seinnipart árs-
ins,“ segir í ársskýrslu Fiskistofu.
Í skýrslunni, sem birt var á
fimmtudag, kemur fram að eftirlits-
menn stofnunarinnar voru við eftirlit
á sjó 571 dag á síðasta ári. Það eru
um helmingi færri dagar en árið á
undan þegar eftirlitsmenn Fiski-
stofu voru 1.129 daga við eftirlit á
sjó.
Það er hins vegar ekki aðeins
hægt að benda á kórónuveiruna þeg-
ar eftirlitsdagar eru taldir og hefur
dögum sem eftirlitsmenn stofnunar-
innar eru á sjó fækkað jafnt og þétt
undanfarin ár og voru dagarnir 1.250
árið 2018, 1.173 árið 2017, 1.390 árið
2016, 1.371 árið 2015, 1.607 árið 2014
og 1.743 dagar árið 2013. Með öðrum
orðum hefur dögum sem eftirlits-
menn Fiskistofu eru við eftirlit á sjó
fækkað um 614 daga eða 35,2% frá
árinu 2013 til 2019.
112 þúsund fiskar
Fram kemur að „störf eftirlitsmanna
um borð felast meðal annars í stærð-
armælingum á fiski og tillögugerð
um lokanir veiðisvæða, kvörnun og
kyngreiningu fiska, fylgjast með
aflasamsetningu, veiðarfærum, hlut-
falli smáfisks í afla og brottkasti“.
Jafnframt fellur það í hlut þeirra að
fylgjast með því að afladagbækur
séu rétt útfylltar og í samræmi við
veiðar og afla um borð.
Árið 2020 mældu eftirlitsmenn
stofnunarinnar 112.202 fiska og voru
1.649 fiskar kvarnaðir. Þá voru mæld
4.913 skeldýr auk þess sem 21 sjáv-
arspendýr og fuglar voru skráð.
Fiskistofa hefur um árabil átt í
samstarfi við Landhelgisgæslu Ís-
lands um eftirlit á grunnslóð og hafa
eftirlitsmenn Fiskistofu sinnt störf-
um um borð í varðskipum. Það var
fyrst í seinni hluta maímánuðar sem
eftirlitsmenn stofnunarinnar fóru í
dagsferð með varðskipinu Þór til að
fylgjast með grásleppuveiðum á inn-
anverðum Breiðafirði. Í júní var far-
ið í eftirlitsferð með varðskipinu Tý
og svo aftur í júlí.
Ekki kom til skyndilokunar
Fram kemur í ársskýrslunni að í
þessum tveimur leiðöngrum var far-
ið um borð í 26 báta. Þar af voru 11 á
handfæraveiðum, 3 á dragnót, 3 á
botnvörpu, 6 á línuveiðum, 2 á hum-
artrolli og 1 uppsjávarskip á makríl-
veiðum. Tveir bátar eða skip voru
færeysk og eitt norskt. „Ein at-
hugasemd og leiðbeining var gerð á
vettvangi vegna afladagbókar sem er
mikil breyting til batnaðar frá fyrri
árum, 1 brotaskýrsla var gerð vegna
brottkasts. Ekki kom til skyndilok-
unar vegna smáfisks í afla.“
Fiskistofa 50% minna á sjó
Dögum sem eftirlits-
menn Fiskistofu eru við
störf á sjó fækkaði um
rúman þriðjung á ár-
unum 2013 til 2019.
Fækkunin jókst í fyrra
vegna kórónuveirunnar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eftirlitsmenn Fiskistofu fóru lítið á sjó með togaraflotanum í fyrra.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
E
ndurskoðuð greinargerð, vegna
kröfugerðar Íslands um af-
mörkun ytri marka land-
grunnsins á Reykjaneshrygg
utan 200 sjómílna, hefur verið afhent
landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóð-
anna í New York. Greinargerðin nær
til landgrunns á vestur-, suður- og
suðausturhluta Reykjaneshryggjar
suðvestur af landinu. Gert er ráð fyrir
að greinargerðin verði tekin fyrir hjá
landgrunnsnefndinni við fyrsta tæki-
færi þar sem um endurskoðaða grein-
argerð er að ræða. Ekki er þó gert ráð
fyrir að nefndin skili tillögum sínum
fyrr en eftir nokkur ár.
Fram kemur í tilkynningu á vef
Stjórnarráðsins að íslensk stjórnvöld
afhentu landgrunnsnefndinni grein-
argerð árið 2009 vegna vestur- og suð-
urhluta Reykjaneshryggjar auk fleiri
svæða. Nefndin skilaði tillögu vegna
þeirrar greinargerðar árið 2016 og
féllst á kröfur Íslands um ytri mörk
vestur af Reykjaneshrygg innan 350
sjómílna. Þá segir að nefndin „taldi
hins vegar að fyrirliggjandi gögn
væru ekki nægilega afgerandi fyrir
svæðið utan 350 sjómílna til að styðja
með óyggjandi hætti kröfur Íslands
um að Reykjaneshryggurinn teljist
náttúrulegur hluti landgrunnssvæð-
isins“.
Jarðfræðileg rök
Starfshópur undir stjórn utanrík-
isráðuneytisins hefur unnið að endur-
skoðaðri greinargerð fyrir Reykja-
neshrygg undanfarin ár og hefur
tæknileg vinna að stærstum hluta ver-
ið unnin af Íslenskum orkurann-
sóknum með aðkomu jarðvísinda-
manna í háskólasamfélaginu. Lögð
hefur verið áhersla á að styrkja jarð-
fræðilegar röksemdir íslenskra
stjórnvalda, ásamt því að afmarka
ytri mörk landgrunnsins á suðaust-
urhluta Reykjaneshryggjar til að
gefa betri heildarmynd af því svæði
sem er undir áhrifum frá heita reitn-
um undir Íslandi.
Endurskoðaða greinargerðin nær
ekki til umdeilda Hatton Rockall-
svæðisins í suðri, né austurhluta
Reykjaneshryggjar sem skarast við
það svæði. „Vísindarannsóknir og
undirbúningur hófst í lok síðasta árs
fyrir þá greinargerð og verður unnið
að því verkefni næstu ár,“ segir á vef
Stjórnarráðsins.
Landgrunnsnefndin féllst í til-
lögum sínum árið 2016 á kröfur ís-
lenskra stjórnvalda er varða Ægis-
djúp sem er í suðurhluta
Síldarsmugunnar.
Landgrunnskröfur Íslands samkvæmt
greinargerð utanríkisráðuneytisins.
Afhentu gögn um land-
grunnskröfur Íslands
Brimrún óskar Samherja og áhöfn til
hamingju með nýja Vilhelm Þorsteinsson
og þakkar samstarfið
Eftirtalin tæki eru í nýja Vilhelm Þorsteinssyni frá Brimrún:
Siglingatæki:
Furuno radar, FAR-2218 X-Band
Furuno radar, FAR-2238S S-Band SSD
Furuno radar, DRS4D-NXT X-Band SSD
Furuno ECDIS, FMD-3100, 2 stk
Furuno GPS, GP-170, 2 stk
Furuno GPS, GP-39
Furuno GPS áttaviti, SCX-21
Furuno GPS áttaviti, SC-130
Furuno sjálfvirkur siglingariti/VDR, VR-7000
Furuno vaktviðvörunarkerfi, BR-500
Maxsea, Time Zero, Professional, 4 stk
Brimrún, tölvur fyrir Maxsea Time Zero, 4 stk
Brimrún, skjáveggur
Cassens & Plath seguláttaviti, Reflecta 1
Fiskileitartæki:
Furuno dýptarmælir, FCV-38, fjölgeisla, 3 kW
Furuno dýptarmælir, FSS-3BB, tegunda- og lífmassamælir, Chirp, 3 kW
Furuno dýptarmælir, FCV-1900, Chirp, 3 kW
Furuno dýptarmælir, DFF3/MaxSea Time Zero, 3 kW
Furuno dýptarmælir og sónar, DFF-3D, fjölgeisla, 170 kHz
Furuno sónar, FSV-25, 20 kHz
Furuno þrívíddar sónar, FSV-25 3D, 20 kHz
Furuno sónar, FSV-75, 180 kHz
Furuno sónar, FSV-85, 80 kHz
Furuno straummælir, CI-68, 288 kHz
Furuno Norge höfuðlínusónar, TS-360, OMNI
Furuno Norge höfuðlínusónar, TS-337A, SCAN
Fjarskiptatæki:
Furuno VHF talstöð, FM-8900S, 2 stk
Furuno VHF talstöð, FM-4800, 2 stk
Furuno MF/HF talstöð, FS-1575
Furuno standard-C, Felcom-18, 2 stk
Furuno AIS, FA-170
Furno navtex, NX-700
Furuno GMDSS spennugjafi, PR-850
Furuno GMDSS spennugjafi, PR-300
McMurdo VHF neyðartalstöð, R5
McMurdo AIS radarsvari, S5A
Kenwood VHF/UHF talstöð, TM-D710
Sailor, Iridium 4300 sími og internet
Sailor VSAT, Ka-Band
Annar búnaður:
Brimrún, NMEA dreifikerfi
Brimrún, GMDSS viðvörunarborð
March, myndavélar og myndavélastjórnun
Indusvision, myndavélar
Intellian TVRO, sjónvarps móttökudiskur
Bazeport, sjónvarpskerfi
Avaya, símkerfi
Observator, veðurstöð
Zenitel neyðarsími
Zenitel kallkerfi
Lenovo tölvubúnaður