Morgunblaðið - 10.04.2021, Side 23

Morgunblaðið - 10.04.2021, Side 23
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 MORGUNBLAÐIÐ 23 Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is H itastig er sá umhverfisþátt- ur sem mest hefur áhrif á vaxtarhraða fiska. Flestar tegundir sýna aukinn vaxt- arhraða með hækkandi hita upp að kjörhitastigi, þegar hámarksvexti er náð. Heitu vatni hefur því löngum verið beitt í fiskeldi sem vaxt- arhvata. Hins vegar hefur kynþroski verið ein helsta fyrirstaða þess að hægt sé að nýta jarðvarma til að auka vaxtarhraða í íslensku bleikju- eldi. Hraði vaxtar er ekki það eina sem hitastig hefur árif á samkvæmt ný- legri skýrslu Hafrannsóknastofn- unar um rannsókn á nokkrum verk- þáttum sem hafa áhrif á kynþroska í bleikjueldi. Fram kemur að hitastig sé einnig sá umhverfisþáttur sem hefur hvað mest áhrif á utangena- erfðir. Utangenaerfðir eru eigin- leikar sem skráðir eru í erfðaefnið án þess að vera skrifaðir inn í DNA-röðina sjálfa. Með utangenaerfðum getur hitastig haft áhrif á þætti eins og beinabyggingu, vöðvavöxt, aldur við kynþroska og höfuðlag fiska. Vöxtur seiða við kjörhita getur haft slæmar afleiðingar Nýlegar rannsóknir Hafrannsókna- stofnunar hafa leitt í ljós að hraður vöxtur við „kjörhita“ á seiðastigi getur haft slæmar afleiðingar seinna á æviskeiði fiska. Fiskur sem alinn er við háan hita hefur aukna tilhneigingu til að verða kynþroska áður en sláturstærð er náð. Ótímabær kynþroski er stórt vandamál í fiskeldi þar sem hann leiðir til aukinna affalla, minni fóð- urnýtingar, lægra afurðaverðs og hægari vaxtar. „Komið hefur í ljós að kynþroski í bleikjueldi veldur mun meira tjóni en áður var talið, en samkvæmt nýj- ustu upplýsingum má áætla að vaxt- arskerðing af völdum kynþroska sé að jafnaði um 10%, sem leiðir til taps í sláturverðmætum upp á 500-600 milljónir á ári á landsvísu,“ segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar eft- ir Tómas Árnason, Theódór Krist- jánsson og Ragnar Jóhannsson. Í tilrauninni voru þrír verkþættir prófaðir; skimun fyrir VGLL3- erfðabreytileika sem stýrir 40% af erfðabreytileika kynþroskaaldurs í laxi, eldi á bleikjuseiðum við mis- munandi hitaferla og gelding bleikjuseiða með genaþöggun. Tafir urðu á raðgreiningu sýna við skimun á VGLL3 vegna Covid-19. Verkefnið er því enn í gangi en búið er að raðgreina 100 sýni. Gert er ráð fyrir að verkþátturinn klárist á þessu ári. Eldið á bleikjuseiðum við mis- munandi hitaferla er stutt á veg komið en bleikjuseiði voru alin á hitastigum á milli 7 og 12°C. Mikill munur var á vaxtarhraða seiðanna. Seiðin verða síðan öll alin við sama hitastig. Vísbendingar eru um að kynkirtl- ar séu stærri við slátrun eftir því sem fiskurinn er stærri á seiðastigi. Það snýst svo við þegar fiskurinn hefur náð sláturstærð. Tókst ekki að gelda Niðurstöður tilraunar við geldingu bleikjuseiða með genaþöggun ollu vonbrigðum að því er kemur fram í skýrslunni. Talsverð afföll urðu á hrognastiginu, mest meðal hrogna sem böðuð voru í sterkum lausnum og minnst í viðmiðunarhópum sem ekki voru baðaðir í lausnum. Nið- urstöðunar gáfu til kynna að styrkur efna og lengd böðunar hafi neikvæð áhrif á lifnun hrogna. Þá er ljóst að ekki tókst að gelda beikjuhrognin þar sem seiðin voru greind með dæmigerða kynkirtla við 10 gramma þyngd. Ekki var mark- tækur munur á kynjum. Hafin er önnur tilraun á gena- þöggun á bleikjuseiðum þar sem vís- indamenn Hafrannsóknastofnunar eru bjartsýnir á að slík þöggun geti gengið eftir, enda benda rannsóknir stofnunarinnar til árangurs við geld- ingu laxahrogna með genaþöggun. Sambærilegum aðferðum er nú beitt við nýja tilraun. Áfram verður því reynt að þróa aðferðir til þess að losna við kyn- þroska án þess að hafa þau nei- kvæðu áhrif sem þrílitnun hefur í för með sér. Ljóst er að það myndi valda grundvallarbreytingu á forsendum bleikjueldis hér á landi. Bleikjueldi við hátt hitastig varasamt Í nýlegri rannsókn Hafrannsóknastofnunar er þess freistað að finna leiðir til að draga úr snemmbúnum þroska bleikju. Ljósmynd/Óli Haukur Mýrdal Frá bleikjueldi Matorku í Landsveit. Til mikils er að vinna ef hægt er að ala bleikjuseiði við hita og sleppa við kynþroska.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.