Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum smíðað en ekki sá lengsti,“ útskýrir hann. Báturinn er 6,7 metrar að breidd, 11,99 metrar að lengd og 29,5 brúttó- tonn. Þá er þyngd bátsins á bilinu 40 til 50 tonn sem er með því mesta sem smábátar vega. Högni segir hönnun og nýsmíði nú bera mikil ummerki þess lagaum- hverfis sem gildir hverju sinni og að með nýjum lögum og reglum um mönnun skipa hafi skapast hvati fyrir útgerðir að eignast báta sem eru inn- an við 12 metra langir og 30 brúttó- tonna. „Það er hægt að nálgast þessa 30 brúttótonna tölu með ólíkum hætti,“ segir hann og bendir á að ávallt sé leitað árangursríkustu leiða til að mæta kröfum kaupenda. Fiskikör í lykilhlutverki Spurður hvort það sé áskorun að smíða báta innan þessara skilmála sem lýst er í lögum og reglum, svarar Högni: „Já, algjörlega. Sá sem er að hanna skemmtisnekkju eða eitthvað slíkt er ekki inni í neinum ramma, nema ef til vill að kaupandinn vill geta komið bátnum á kerru, undir brú eða eitthvað slíkt. Svona fiskveiðistjórn- unarkerfi, ekki bara á Íslandi, setur mönnum svo stífan ramma.“ Það eru þó fleiri breytur sem þarf að taka inn í myndina og má þar nefna að Hulda er nokkuð hávaxin fyrir smábát að vera. „Fiskikaravæð- ingin kom fyrir löngu síðan. Það fyrsta sem maður hugsar þegar mað- ur er með autt blað og ætlar að hanna bát er ramminn, s.s. stærð bátsins og svo; hvað kem ég mörgum fiskikörum í lestina? Það er þetta sem vakir fyrir mönnum þegar fólk er kannski að hugsa; hvers vegna er verið að smíða bát sem lítur svona út?“ útskýrir Högni, en í Huldu er hægt að koma fyrir 54 markaðskörum í lestinni, það er að segja 18 kör í þremur hæðum. „Það er það sem setur manni markið í hæðina. Svo þarf að vera ákveðin loft- hæð á millidekkinu þar sem vinnslu- Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Þ að má kannski segja það,“ svarar Högni Bergþórsson, tækni- og markaðsstjóri skipasmiðju Trefja, er blaða- maður spyr hvort Hulda sé stærsti plastbátur sem Trefjar hafa smíðað. „Þessi bátur sem við höfum sjósett, er langbreiðasti bátur sem við höfum búnaðurinn er, þar er ákveðinn lág- marksrammi og svo hæð á mannfólki.“ „Það er verið að búa til vinnutæki sem er fyrirtækjunum til heilla, sem veiða sem mestan fisk á sem hag- kvæmastan máta. Þetta er ekki af- þreyingartæki ekki frekar en vinnu- tæki á landi. Þetta eru kannski ekki fallegustu tækin en það er ástæða fyrir því að þau líta svona út,“ bætir hann við. Stærri bátar en færri kaupendur Við hönnunina á gerðinni Cleopötru 40BB var ákveðið að hefja samstarf við Ráðgarð skiparáðgjöf og kveðst Högni ánægður með aðkomu þeirra, en það er ekki algengt að Trefjar vinni hönnunarvinnu í samstarfi við aðra. „Við höfðum einfaldlega ekki tíma,“ segir Högni. Hann svarar því játandi en með fyrirvara er blaðamaður spyr hvort báturinn merki nýjan kafla í sögu fyrirtækisins og hvort hann eigi von á að fleiri innan krókaaflamarkskerf- isins láti smíða slíka báta. „Það sem liggur augum uppi er að samþjöpp- unin hefur orðið mikil í kerfinu. Þess- ir stóru bátar taka meira til sín og það eru færri mögulegir kaupendur. En þessi bátur hentar alveg klárlega stærri aðilum í kerfinu þar sem af- kastagetan er mikil. Bátur af þessari gerð getur auðveldlega veitt um tvö til þrjú þúsund tonn á ári.“ Þá séu bátar í krókaaflamarkskerf- inu mun afkastameiri en áður og bendir Högni á sem dæmi að Ein- hamar í Grindavík gerir út þrjá báta sem dugar allri vinnslu fyrirtækisins. „Það er stór og myndarleg vinnsla þar sem tugir manna starfa.“ Hver með sinn klefa Það sem gerir Huldu sérstaka í sam- anburði við aðra sambærilega báta er að það eru fjórir aðgreindir klefar um borð og tvær kojur í hverjum klefa. Þá munu vera fjórir í áhöfn og verða tvær áhafnir til skiptis um borð. Með öðrum orðum fær hver sjómaður sína eigin koju sem hann deilir ekki með öðrum, sem þykir eftirsóknarvert í smábátageiranum að sögn Högna. „Þetta er byltingarkennd aðstaða fyr- ir áhöfn. Þetta er bara eins og á stærri skipum.“ Er þetta aðeins einn þeirra liða sem gerir það að verkum að aðbúnaður áhafnarinnar verði framúrskarandi með tilliti til þess sem almennt geng- ur og gerist meðal krókaaflamarks- báta, fullyrðir hann. „Það er þarna allt til alls. Það er hreinlætisaðstaða, sturtuklefi, messi og eldunaraðstaða eins og best getur orðið.“ Þetta er hörkuvinna á þessum bát- um með beitingavélum. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að menn fái góða hvíld og hafi aðstöðu til að nær- ast almennilega, geti eldað sér al- mennilegan mat.“ Allt í þágu aflameðferðar Hann segir stóran skrúfubúnað um borð og öfluga vél, ekki síst vegna þess að það sé töluverður búnaður um borð sem sækir afl til vélarinnar. Bendir hann meðal annars á vökva- kerfin og rafmagnskerfi. „Um borð eru tvær ljósavélar sem framleiða bæði rafmagn fyrir notkun um borð, auk aflgjafa fyrir vökvakerfið. Á milli- dekkinu er línubeitingakerfi með yfir 20 þúsund krókum frá Mustad í Nor- egi. Síðan er um borð blóðgunar- og kælibúnaður frá Micro í Hafnarfirði, sem hjálpar til við að blóðga fiskinn þannig að honum blæði vel út og svo er hann kældur áður en hann er sett- ur á ís í lestinni,“ útskýrir Högni. Jafnframt er um borð ísvél frá Kæl- ingu sem forkælir sjó og framleiðir síðan ísþykkni sem fer betur með af- urðina. Um borð í Huldu er allt gert til að tryggja sem bestu meðferð aflans segir hann en bætir við að það sé fyrst hægt að koma öllum þessum búnaði um borð vegna þess hve stór báturinn er. Áður en stærri bátarnir komu til var einfaldlega ekki pláss til að láta fiskinum blæða meira út áður en hann fer í kælingu. Smíðin gengur eins og við var að búast að sögn hans, en í slíkum verk- efnum komi ávallt upp einhver atriði sem þarf að leysa úr. „Þetta hefur allt sinn gang.“ Prófanir eru þegar hafnar í Hafnarfjarðarhöfn og gert er ráð fyrir að báturinn verði afhentur út- gerð eftir helgi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hulda er stærsti alíslenski plastbáturinn Það voru mikil tíðindi er ný Hulda GK var sjósett á dögunum. Báturinn sem Trefjar hafa smíðað fyrir Blakknes ehf. í Sandgerði er hugs- anlega stærsti bátur sinnar gerðar sem smíðaður hefur verið á Íslandi. Tegundin ber nafnið Cleopatra 40BB og er sagt hönnunarafrek. Hulda GK sjósett á dögunum og standa nú prófanir yfir. Hulda er myndarleg þótt hún sé ekki hefðbundinn krókaaflamarksbátur. Aðbúnaður áhafnar og aflameðferð er hins vegar mun betri. Högni Bergþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.