Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 Áttatíu ár 1941 til 2021 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is F ramkvæmdastjóri fyrir- tækisins, Gylfi Þór Mark- ússon, segir pappakassana frá Stora Enso hafa reynst vel. „Þetta hefur verið hálfgert æv- intýri frá því við byrjuðum að nota þetta,“ segir Gylfi Þór. Hann segir viðskiptavini hafa tekið pappaköss- unum einstaklega vel þar sem þeir hafi haft ríkan vilja til þess að nýta umhverfisvænni og endurvinnan- legar umbúðir. Spurður hvort ein- hver vandræði hafi verið að sann- færa kaupendur um að nota vöruna þar sem pappi og raki eiga kannski ekki vel saman, segir hann svo ekki vera og bendir á að kassarnir séu vatnsheldir. „Það var tekið mjög vel við þessu og ef eitthvað er þá stækk- aði kúnnahópurinn. Það voru kaup- endur sem vildu sérstaklega koma í viðskipti út af þessum kössum.“ Margir hafa viljað umhverfis- vænar pakkningar og fer sífellt stærri hluti af framleiddum afurðum fyrirtækisins út í papakössum. Gylfi Þór telur að um 60% af framleiðsl- unni fari í endurvinnanlega pappa- kassa. „Ég býst við því að með haust- inu verðum við komin alfarið í þetta.“ Hentar best í skip Hann segir hins vegar pappakassana hafa í för með sér einn ágalla og er það að notkun þeirra krefst órof- innar kælikeðju. Þannig séu þeir kannski ekki hentugir undir flugfisk yfir sumartímann þar sem fiskur kann að þurfa að standa utandyra. „En að senda ferskan fisk í gám- um með órofna kælikeðju, þá er þetta alveg afbragð,“ útskýrir Gylfi Þór. Hann kveðst mæla eindregið með því að útflytjendur skoði kosti pappakassanna. „Ég geri ráð fyrir því að innan þriggja ára verði Evr- ópusambandið búið að banna frauð- kassa og þess vegna er full þörf fyrir alla að finna aðrar leiðir. Þetta er þegar byrjað og hefur til dæmis í Bandaríkjunum verið bannað að nota frauðplast undir skyndibita- fæði.“ Rekstur fyrirtækisins hefur geng- ið vonum framar, að sögn Gylfa Þórs, er hann er spurður um hvernig hafi gengið hjá fyrirtækinu í faraldrinum. „Í byrjun faraldursins fundum við fyrir miklum samdrætti þar sem að- alviðskiptahópurinn okkar var veit- ingahúsatengdur. Okkur tókst að snúa viðskiptum okkar inn á stór- markaðina sem voru enn þá opnir, þannig að við héldum okkar striki. Þessi skipti sem hefur opnast fyrir veitingahúsin hefur tvöfaldast hjá okkur, en þetta hefur verið upp og ofan. Ástandið er til að mynda mjög slæmt í Frakklandi.“ Pappi fjölgaði viðskiptavinum Liðin eru tæp tvö ár síð- an Premium of Iceland hóf að nýta pappakassa undir ferskan fisk í stað frauðplastsins. Morgunblaðið/RAX Gylfi Þór segir endurvinnanlegu umbúðirnar úr pappa hafa slegið í gegn. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is M ikið óveður virðist hafa sett svip sinn á siglingaleiðina milli Bandaríkjanna og Kína yfir Kyrrahaf í vetur og er ekkert smáræði sem flutningaskip hafa tapað af gámum á sjó frá nóvember 2020. Heildarfjöldi er nú kominn í 3.063 gáma sem er 222% fleiri gámar en tap- ast að meðaltali á ári hverju á heimsvísu. Þann 30. nóvember í fyrra missti Apus 1.800 gáma útbyrðis. Það eru um það bil jafn margir gámar og Arnarfell og Helgafell, skip Samskipa, geta sam- anlagt borið. Apus, sem getur borið um 14 þúsund gáma (TEU), var á leið frá Yantian í Kína til Long Beach í Kali- forníu þegar óveður skall á og þurfti í kjölfarið að leggja við bryggju í Kiobe í Japan. Töluvert minna atvik, en stórt þó, átti sér stað 16. janúar síðastliðinn er skipið Essen, sem Maersk gerir út, missti 750 gáma í sjóinn þegar það lenti í miklum öldugangi á norðanverðu Kyrrahafi á leið frá Xiamen í Kína til Los Angeles í Kaliforníu. Stærsta einstaka tilfelli þar sem gám- ar tapast var 17. júní 2013 er skipið Comfort sökk á indlandshafi og 4.293 gámar fóru í sjóinn. Það er nánast sami fjöldi gáma og nýju skip Eimskips, Dettifoss og Brúarfoss, geta samanlagt borið. Eftir því sem flutningaskipin verða stærri er einnig líklegt að umfang slysa og óhappa verði stærra. Það sást heldur betur þegar umferð um Suez-skurðinn stöðvaðist í kjölfar þess að 220 þúsund tonna og 400 metra langa skipið Ever Given festist. Hins vegar sýnir skýrsla alþjóðasamtaka skipaflutninga (World Shipping Council) frá júlí í fyrra að um- fang tapaðra gáma sé ekki stórfellt, að- eins 0,0006% af þeim sem fluttir eru yfir hafið á ári hverju tapast. Fjöldi gáma útbyrðis á skömmum tíma Gríðarlegur fjöldi gáma hefur tapast á sjó á undanförnum þremur mánuðum og allir á Kyrrahafi. Fjöldinn er álíka mikill og tapast á tæplega tveimur og hálfu ári að meðaltali. Þessi atvik eru sjaldgæf, en með aukinni stærð skipa kunna þau að verða umfangsmeiri. Gámar sem hafa tapast á sjó frá nóvember 2020 Skip Félag Tapaðir gámar Dagsetning Staður Aquila ONE 100 4. nóvember Kyrrahaf Apus ONE 1.800 30. nóvember Kyrrahaf Ever Liberal Evergreen Marine 36 31. desember Kyrrahaf Samtals í nóv. og des. 2020 1.936 Skip Félag Tapaðir gámar Dagsetning Staður E.R. Tianping ZIM 76 *Byrjun janúar Kyrrahaf Essen Maersk 750 16. janúar Kyrrahaf Aries MSC 41 29. janúar Kyrrahaf Eindhoven Maersk 260 17. febrúar Kyrrahaf Samtals það sem af er 2021 1.127 Alls frá nóvember 2020 3.063 222% af árlegu meðaltali Árlegt meðaltal á heimsvísu 2008-2019 1.382 Stærsta einstaka tilfelli Comfort MOL 4.293 17. júní 2013 Indlandshaf Eimskip Burðargeta, gámar Dettifoss 2.150 Brúarfoss 2.150 Skógafoss 698 Lagarfoss 875 Eimskip samtals 5.873 Samskip Burðargeta, gámar Arnarfell 909 Helgafell 909 Skaftafell 518 Hoffell 502 Samskip samtals 2.838 Flutningaskip íslenskra félaga *Dagsetning liggur ekki fyrir Heimildir: World Shipping Council, American Shipper, Eimskip og Samskip Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is T ilefnið var að búa til yfirlit yf- ir hugsanlegrar útbreiðslu grálúðu með tiltölulega ein- faldri nálgun, sem sagt að nýta mælingar á dýpi, hita- og seltu- stigi“ segir Elvar H. Hallfreðsson, vísindamaður við norsku hafrann- sóknastofnunina Havforsknings- instituttet, en hann er einn höfunda vísinda- greinar sem birt var í vís- indatímaritinu ICES Journal of Marine Science í kjölfar rannsókn- arinnar. Hann segir mælingarnar framkvæmdar á þeim stöðum sem grálúðan hefur verið veidd og út frá því var reynt að kortleggja fylgni milli ástand sjávar og útbreiðslu teg- undarinnar. Þegar þessar niður- stöður voru settar í samhengi við hafstraumalíkan voru gerðar spár um möguleg búsvæði og hvert fisk- urinn kann að færast í framtíðinni. „Þetta var töluvert af gögnum frá fleiri löndum og fyrir fjölda ára. Auk þess var séð hvar væru ekki til gögn. Einnig var athugað hvaða breyt- ingar hafa orðið með því að bera saman tímabilin 1960 til 1969 og 2010 til 2015. Samkvæmt þessu eru möguleg búsvæði, sérstaklega út af Reykjanesskaga, sem hafa glatast og það er ekki ólíklegt að það sé hægt að tengja það við hitastigs- breytingar,“ segir Elvar. Spurður hvort það sé þannig að tegundin færi sig norðar í kaldari sjó, segir hann marga þætti skipta máli í þeim efnum. „Nú er grálúðan fiskitegund sem er á töluverðu dýpi og á þessum köntum [í landgrunn- inu] þá getur grálúðan brugðist við hitastigsbreytingum, fært sig dýpra eða á grynnri svæði. En hún getur líka færst norðar að einhverju leyti.“ Jafnframt skipti einnig máli dreifing með hafstraumum þar sem tegundin lifir töluvert lengi sem egg og seiði. „Í Barentshafi er hrygningar- svæðið á kantinum milli Noregs og Svalbarða, sérstaklega við Bjarna- rey. En svo rekur eggin og seiðin norður fyrir og í kringum Svalbarða og enda síðan kannski milli Sval- barða og Franz Josefslands. Ef hrygningarsvæðin færast norður er spurningin; hvert rekur seiðin þá? Eru uppeldisskilyrði þar?“ Elvar segir grálúðuna sérstaka flatfisktegund meðal annars fyrir þær sakir að fiskurinn heldur sig ekki alltaf nálægt hafsbotni heldur sækir fiskurinn fæðu nær yfirborð- inu en flestir aðrir flatfiskar. „Þá er einnig spurning hvert þær tegundir fara sem grálúðunni líkar að borða? Ef þær tegundir færa sig líka getur það haft töluverð áhrif.“ Hann segir ljóst að þörf sé á frekari rann- sóknum til að svara öllum þeim spurningum sem koma upp þegar breytingar eiga sér stað í hafinu, og einn tilgangur rannsóknarinnar sé að finna og skilgreina spurningar sem enn er ósvarað um grálúðuna í því sambandi. Grálúðan færst til vegna hitastigs Niðurstöður nýrrar rannsóknar á útbreiðslu grá- lúðu benda til að tegundin muni færast norðar á svæði sem nú eru óaðgengileg vegna hafíss. Elvar segir breytingar í hafinu geta haft marg- vísleg áhrif á grálúðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.