Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 13
Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, hefur trú á lagi skipsins. stefni áður. Skip sem var smíðað fyrir UK fisheries, sem við erum aðilar að, var teiknað nýtt árið 2012. Það stefni hefur skilað mjög góðri niðurstöðu. Svo fórum við enn þá lengra með Bárði Hafsteinssyni skipaverkfræðingi í tyrknesku skip- unum okkar [Kaldbaki, Björgu og Björgúlfi] sem er svona bogadregið fram. Þau eru mjög góð og það er mín skoðun að skipið fari mun bet- ur með sig í sjó með svona stefni heldur en öðrum. Þar af leiðandi líður áhöfninni einnig betur um borð.“ Hann segir tilgang stefnisins að draga úr höggi á skrokkinn í mikilli öldu. „Þetta klýfur ölduna, skipið siglir inn í ölduna og upp úr henni aftur. Hin skipin, þessi hefðbundnu, ryðja öldunni frá sér og höggva í. Það kostar orku að gera það. Margir segja stefnið ljótt en ef þú ferð um borð þá áttar maður sig á því að áhöfnin sér aldrei þetta stefni en þeim líður betur um borð.“ Spenntir að halda á miðin Vilhelm hélt af stað á kolmunna við Færeyjar í gær. Blaðamaður náði tali af Guðmundi Þ. Jónssyni skip- stjóra áður en haldið var af stað, sem kvaðst lítast vel á. „Þetta leggst bara vel í okkur. Vel útbúið skip í alla staði og við hlökkum bara mikið til að láta á þetta reyna. Við förum tólf út í þetta skiptið, til að þjálfa mannskapinn á nýja skip- ið. Svo verðum við bara átta eftir það á kolmunnanum.“ Hann segir áhöfnina búna að eiga góða daga við undirbúning á Akur- eyri frá því skipið kom í höfn í byrj- un mánaðar. „Við höfum sýnt fólki í hollum samkvæmt fjöldatakmörkunum hér um borð.“ Guðmundur segir að veiðarfærin verði prófuð á leiðinni. Hann hefur trú á því að lag skipsins muni reyn- ast vel þar sem leiðindaveður er á miðunum um þessar mundir. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tók út sóttkvína um borð. LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 MORGUNBLAÐIÐ 13 Skrokkurinn var smíðaður í Gdyniu í Póllandi og skipið smíðað í skipa- smíðastöð Karstensen í Danmörku. www.egersund.is Egersund Ísland óskar útgerð Samherja og áhöfn innilega til hamingjumeð nýjan og glæsilegan Vilhelm Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.