Fréttablaðið - 25.09.2021, Qupperneq 4
Pétur Óskar Sigurðsson, eða
Oscar Leone eins og hann
kallar sig á tónlistarsviðinu,
spilar á formlegri opnunar
athöfn nýja þjóðarleik
vangsins í Lúxemborg. Pétur
er öllum hnútum kunnugur
í Lúxemborg enda ólst hann
þar upp til 10 ára aldurs.
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG Í kvöld verður nýr 15
þúsund manna þjóðarleikvangur í
Lúxemborg opnaður með pompi og
prakt. Aðeins boðsgestir verða við
staddir athöfnina og má þar nefna
borgarstjóra Lúxemborgar Lydie
Polfer, stórhertogann og stórher
togaynjuna af Lúxemborg og for
sætisráðherra, auk annarra fyrir
menna.
Íslenski tónlistarmaðurinn og
leikarinn Pétur Óskar Sigurðs
son, eða Oscar Leone eins og hann
kallar sig á sviðinu, mun þenja radd
böndin, en lögin Lion og Superstar
urðu að smellum í landinu í sumar.
Pétur f lytur þrjú lög á hátíðinni
en hann er fæddur í Lúxemborg
árið 1984. Hann f lutti til Íslands
ásamt fjölskyldu sinni þegar hann
var 10 ára gamall. Hann var efni
legur fótboltamaður, stefndi á
atvinnumennsku og lék með liðum
á Íslandi, í Lúxemborg og síðast í
Boston á skólastyrk, allt til ársins
2005 þegar hann meiddist og lagði
skóna á hilluna.
Pétur segir að völlurinn sé sann
kallað augnayndi. Eitthvað sem KSÍ
mætti alveg skoða en eins og flestir
vita er verið að skoða og hugsa út í
nýjan Laugardalsvöll. „Ég hlakka
til að reyna að blása smá eldmóði í
fólkið sem mætir. Held að við höfum
öll gott af því að snúa bökum saman
eftir þetta ástand.“
Hljómsveitina sem er úti með
honum skipa Jón Valur Guðmunds
son, Hálfdán Árnason, Kristófer
Nökkvi Sigurðsson, Rósa Björg
Ómarsdóttir og Helgi Stefánsson.
Pétur Óskar hyggst í framhaldinu
dvelja erlendis næsta mánuðinn,
halda tónleikaröð í Lúxemborg og
fara í frí til Grikklands í tíu daga.
„Bandið er orðið þétt þannig að
mögulega er þetta ekkert að fara að
klikka.
Þetta kemur svolítið snemma til
manns. Það verður gaman að athuga
hvort maður getur dansað á þessu
sviði. Þetta er auðvitað eins og fót
boltaferð að vera hérna með hljóm
sveitinni.
Ég er aðeins að uppskera og ætla
að leyfa mér að lifa eins og rokk
stjarna í mánuð og njóta. Svo sjáum
við til. Það er ágætis áminning því
ég er alltaf með þetta „en“ í hausn
um. Að eitthvað sé flott, en… þetta
sé vel gert, en… og svo framvegis. Nú
ætla ég að vera í núinu og hugsa að
þetta sé æðislegt og hafa gaman.“ n
Ég er aðeins að upp-
skera og ætla að leyfa
mér að lifa eins og
rokkstjarna í mánuð.
Pétur Óskar
Sigurðsson
Lúxemborg fær Pétur til að
vígja nýjan þjóðarleikvang
Stade de Luxembourg var þrjú ár í byggingu. Hann tekur 15 þúsund manns í
sæti og kostaði sem nemur 12 milljörðum króna. MYNDIR/WIKIPEDIA
Millimál í fernu
VÍTAMÍN
& STEINEFNI
PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA
ÁN ÁN
Næring+ er á lista Sjúkratrygginga Íslands yfir niðurgreidd
næringarefni fyrir þá sem eiga gilda innkaupaheimild.
Spilin á borðið
Leiðtogar framboðanna til Alþingis mættust í sjónvarpssal í gærkvöldi og sátu þar fyrir svörum um stefnu og ýmis höfuðmál þeirrar kosningabaráttu sem
nær hámarki í dag, þegar landsmenn ganga að kjörborðinu og velja fulltrúa sína fyrir komandi kjörtímabil. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vakti nokkra
kátínu með kjól sínum með lakkrískonfektmynstri. Fleiri myndir frá kosningaundirbúningnum eru á síðu 16. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
arib@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Meirihluti landsmanna
er ekki mótfallinn því að mynduð
verði fjölf lokka ríkisstjórn með
f leiri en þremur f lokkum eftir
kosningar, það eru heldur ekki
margir hlynntir því. Þetta kemur
fram í könnun Prósents sem gerð
var fyrir Fréttablaðið. Þar kemur
fram að 35,5 prósent eru hlynnt
myndun slíkrar ríkisstjórnar, f leiri
eru því andsnúin eða 37,1 prósent.
27,4 prósent eru hvorki hlynnt því
né mótfallin.
Meirihluti stuðningsfólks Sjálf
stæðisflokksins er mjög mótfallinn
myndun slíkrar ríkisstjórnar, aðeins
sex prósent þess eru hlynnt því. Þá
er meirihluti Framsóknarmanna
einnig mótfallinn myndun slíkrar
ríkisstjórnar en ekki jafn afgerandi,
42 prósent þeirra eru frekar mót
fallin, 19 prósent mjög mótfallin og
15 prósent eru hlynnt.
Meirihluti stuðningsfólks Sam
fylkingarinnar og Pírata er hlynnt
myndun fjölflokkastjórnar. Fleira
stuðningsfólk Vinstri grænna er
mótfallið slíkri stjórn en er því
hlynnt. 36 prósent eru mótfallin á
móti 31 prósenti sem er því hlynnt,
34 prósent segja hvorki né. n
Meirihluti landsmanna opinn fyrir
ríkisstjórn fjögurra eða fleiri flokka
36%
stuðningsfólks Vinstri
grænna eru mótfallin
ríkisstjórn fjögurra eða
fleiri flokka.
ritstjorn@frettabladid.is
KOSNINGAR Fréttablaðið mun halda
lesendum sínum vel upplýstum
í allan dag og fram á rauðanótt á
vef sínum frettabladid.is. Ritstjórn
færir lesendum nýjustu tölur úr
öllum kjördæmum um leið og þær
berast, viðbrögð spekinga, stjórn
málaleiðtoga, nýrra þingmanna og
þeirra sem sitja eftir með sárt ennið.
Líka er hægt að fylgjast með
á Facebook, Twitter og Insta
gramreikningi Fréttablaðsins fram
eftir nóttu.
Miðað við könnun Gallup fyrir
RÚV frá í gær, fá ríkis stjórnar
f lokkarnir þrír 50 prósenta fylgi
og 35 þing menn í kosningunum.
Mælist Sjálf stæðis f lokkurinn með
23,4 prósenta fylgi, Fram sókn 14,9
prósent og VG 12,6 prósent.
Sam fylkingin er stærst stjórnar
and stöðu flokka með 12,6 prósent,
Við reisn með 9,2 prósenta fylgi og
Píratar með 8,8 prósenta fylgi. Mið
f lokkurinn 6,8 prósent, Flokkur
fólksins með 6,4 og Sósíal istar með
5,3 prósent. n
Á kosningavakt
fram á rauðanótt
Á ritstjórn Fréttablaðsins í gær.
2 Fréttir 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ