Fréttablaðið - 25.09.2021, Síða 8

Fréttablaðið - 25.09.2021, Síða 8
Sumir fæðast gamlir, aðrir geta haldið sér ungum í anda. Af hverju krefjast lög og reglur þess að ekki sé byrjað að telja fyrr en búið er að loka kjör- stöðum? Á námskeið Endurmenntunar eru allir velkomnir! Kynntu þér málið á endurmenntun.is Hvað langar þig að læra? Úrval stað- og fjarnámskeiða verða á dagskrá hjá ENDURMENNTUN í haust þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Stjórnandi kosningavöku RÚV, Bogi Ágústsson, býr sig undir allt að sólarhrings langa, samfellda vakt um helgina. Hann er spenntur fyrir kosninganóttinni en kallar fyrirkomulag atkvæða- talningarinnar rugl. KOSNINGAR Heil 44 ár eru liðin síðan Bogi Ágústsson hóf störf á skjáum landsmanna. Árið 1977 stimplaði hann sig inn sem frétta- maður í erlendum fréttum. Fyrsta þátttaka hans í kosningasjónvarp- inu var 1978. Hann varð leiðandi andlit á kosningavöku eftir að hann varð fréttastjóri árið 1988. Síðan hefur hann meira og minna tekið þátt í öllum kosningasjónvörpum RÚV. Í seinni tíð með Ólaf Harðar- son stjórnmálafræðiprófessor sér þétt við hlið. „Við getum sagt að þróun graf- ískrar framsetningar í kosninga- sjónvarpi sé helsta byltingin frá fyrri tímum. Svo hefur orðið sú mikla breyting að kosningasjón- varpið var lengi framan af ekki síður skemmtiþáttur en kosningavaka. Við vorum með hljómsveitir inni í stúdíói og aðra listamenn sem fylltu upp milli þess sem tölur bárust og mikið skemmtiefni tilbúið á mynd- böndum. Núna er þetta aftur á móti mestmegnis pólitík,“ segir Bogi sem man tímana tvenna. Atkvæðatalningin algjört rugl Honum er þó það sem hefur ekki breyst ofar í huga. „Illu heilli er það talningin. Það hefur orðið gríðarleg þróun á f lestum öðrum sviðum, allt gerist hraðar, en talningin er jafn sein og illa skipulögð og hún hefur alltaf verið. Ég tek fram að ég er ekki að kenna starfsfólki kjörstjórna um, heldur hefur löggjafinn ekki viljað gera neinar breytingar. Af hverju í fjáranum erum við með kjörstaði opna til klukkan 10 á kvöldin á frídegi og af hverju krefjast lög og reglur þess að ekki sé byrjað að telja fyrr en búið er að loka kjörstöðum? Og af hverju má bara telja á einum stað innan kjördæmis?“ segir Bogi. Hann bendir á að Færeyingar, nágrannar okkar, telji á mörgum stöðum og sendi svo tölurnar áfram. Augljóst sé að talning atkvæða gæti gengið miklu hraðar fyrir sig. Oft séu kosningar að vetri, eða í veðri sem hamli för atk væðanna milli landshluta. Eyjar gætu lokast. „Hvaða rugl er að ekki megi bara telja atkvæðin þar og senda svo tölurnar til yfir- kjörstjórnar í kjördæminu?“ spyr Bogi Ágústsson. Bogi Ágústsson gagnrýnir atkvæðatalninguna Frá vinstri: Guðjón Einars- son, Sigrún Stefánsdóttir, Bogi og Ágústa Kristinsdóttir heitin, á fyrstu kosningavöku Boga á áttunda áratug síðustu aldar. MYND/AÐSEND Kunnuglegt þríeyki, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir í miðið. MYND/AÐSEND Ólafur Harðarson og Bogi, stundum kallaðir Knold og Tot. vera „grand old man“ eða „grumpy old man“, grautfúlt gamalmenni. Ég vil síður falla í seinni hópinn.“ Um Ólaf Harðarson prófessor sem stendur venju samkvæmt kosninga- vaktina líka, segir Bogi að samband þeirra tveggja sé gott, þeir eigi mjög gott með að vinna saman þrátt fyrir að annar styðji FH en hinn KR. Stundum séu þeir tveir kallaðir Knold og Tot eða gömlu karlarnir í Prúðuleikurunum en það sé allt í lagi. „Það er nefnilega frekar stutt síðan ég fór að átta mig á að það er ekki verið að tala um mig þegar orðið æskudýrkun ber á góma,“ segir Bogi sem verður sjötugur á næsta ári. n Björn Þorláksson bth @frettabladid.is Vill vinna sem lengst hjá RÚV Mikil dramatík getur skapast á kosninganótt, ekki síst þegar líf ríkisstjórna hangir á örfáum atkvæðum. Miklar vendingar verða stundum frá fyrstu tölum og segir Bogi að vel megi kalla komandi nótt „nótt hinna löngu hnífa“. Ef talning dregst úr hömlu gæti hann þurft að vera á skjáum lands- manna til klukkan níu á sunnudags- morgun. Það myndi þýða 24 stunda vinnutörn, því stífar æfingar verða hjá RÚV í dag og hefjast snemma. Spurður hvernig slík maraþon- vinna, þar sem allt liggur undir að halda andlitinu í beinni útsendingu, rífi ekki í heilsu manns á hans aldri, svarar Bogi að hann sé í þokkalega góðu formi og vilji vinna hjá RÚV eins lengi og RÚV vill hafa hann, það er að segja ef áhugi hans sjálfs og heilsa leyfi. „Það er nú þetta með aldurinn og hve afstæður hann er, að ef heilsan er góð getur fólk haldið sér ungu andlega. Sumir fæðast gamlir, aðrir geta haldið sér ungum í anda. Maður á mínum aldri á val um að 6 Fréttir 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.