Fréttablaðið - 25.09.2021, Side 10
KOMIN I SOLU
..´
7. NOVEMBER´
AUKASYNING´
Fyrirkomulag jöfnunarsæta
í alþingiskosningum veldur
mikilli spennu hjá áhorf-
endum og sennilega maga-
sári hjá mörgum frambjóð-
endum. Birgir Ármannsson
segir góða tilfinningu að
vakna inni á þingi eftir að
hafa sofnað utan þess.
kristinnhaukur@frettabladid.is
KOSNINGAR Í hverjum kosningum
fer jöfnunarsætahringekjan af stað
og snýst hring eftir hring fram á
rauðamorgun. Þetta þýðir magasár
fyrir margan frambjóðandann sem
leggst jafnvel til hvílu óviss um sína
framtíð. Eða þá að þeir róa taug-
arnar með sjússum og mæta síðan
góðglaðir í sjónvarpsviðtöl, annað
hvort inni eða úti.
Fáir þekkja þessa stöðu betur en
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík, sem á að
baki sex kosningar og aldrei í öruggu
þingsæti. Oftast nær hefur hann ekki
mælst inni í skoðanakönnunum og
verið inn og út af þingi, eftir því sem
tölurnar berast á kosninganótt.
„Ég hef komið mér upp skel því að
þegar maður tekur þátt í stjórnmál-
um er ekkert fast í hendi,“ segir Birgir
sem minnist aðeins einna kosninga
þar sem hann var sannfærandi inni
á þingi alla nóttina. En það var árið
2007 í góðum sigri flokksins. Hann
neitar því að vera með stáltaugar en
segist hafa öðlast ró gagnvart þessu
með tímanum.
Birgir komst fyrst inn á þing í
miklum hasar vorið 2003 og hefur
haldið sæti sínu síðan, fyrst í Reykja-
víkurkjördæmi suður og síðan
norður. „Allt leit út fyrir að annað
hvort ég eða Bjarni Benediktsson
yrðum jöfnunarmaður flokksins á
suðvesturhorninu og Bjarni komst
inn á undan mér. Síðan fór hring-
ekja af stað sem endaði með því að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar-
stjóri og forsætisráðherraefni Sam-
fylkingarinnar, datt út og ég komst
inn á endanum,“ segir Birgir.
Aðspurður um sína rútínu segist
Birgir nýta hverja stund þar til kjör-
stöðum er lokað til að skrifa og hafa
samband við kjósendur. Fyrstu
tölurnar tekur hann á kosninga-
vöku en restina heima í sjónvarpi
eða tölvu. Hann segist vel geta sofið.
„Ég hef upplifað að sofna utan þings
og vakna í þingsæti. Það var góð til-
finning því ég var farinn að búa mig
undir hið gagnstæða,“ segir hann.
Birgir segist hvorki leggjast á bæn
né viðhafa neins konar hjátrú á
kosninganótt. „Maður bíður bara og
treystir á skynsemi kjósenda,“ segir
hann og brýnir fyrir öðrum fram-
bjóðendum í sömu stöðu að reyna að
halda ró sinni. „Vissulega er mikið í
húfi en þetta er partur af því að taka
þátt í stjórnmálum.“
Fyrir síðustu kosningar mældist
Birgir aðeins inni í einni af tíu skoð-
anakönnunum og segist hann hafa
hangið á nöglunum á bjargbrúninni
alla nóttina. Endaði hann á því að
verða kjördæmakjörinn.
Enn og aftur er Birgir tæpur og
mælist sjaldnast inni í könnunum.
Hann segist þó vera brattur. „Ég held
að við eigum eftir að skila meiru á
kjördag en kannanir gefa til kynna
og ég verð bjartsýnn fram á síðasta
andartak,“ segir hann. ■
Einhver lendir í jöfnunarhringekjunni
Frambjóðendur sem gætu lent í hringekjunni
Birgir Ármannsson, Brynjar Níelsson, Óli Björn
Kárason – Sjálfstæðisflokki
Hilda Jana Gísladóttir, Jóhann Páll Jóhanns-
son, Rósa Björk Brynjólfsdóttir – Samfylkingu
Ásmundur Einar Daðason, Lilja Alfreðsdóttir –
Framsóknarflokki
Steinunn Þóra Árnadóttir, Orri Páll Jóhanns-
son – Vinstri grænum
Eiríkur Björn Björgvinsson, Guðmundur
Gunnarsson – Viðreisn
Andrés Ingi Jónsson, Gísli Rafn Ólafsson –
Pírötum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birgir
Þórarinsson – Miðflokki
Inga Sæland, Tómas A. Tómasson – Flokki
fólksins
Gunnar Smári Egilsson, Katrín Baldursdóttir –
Sósíalistaflokki
Birgir virðist
alltaf enda
inni á þingi þó
að útlitið hafi
ekki alltaf verið
bjart.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Ellefu atkvæði
Íþróttafréttamaðurinn Samúel Örn Erlingsson
varð frægur í stjórnmálum í kosningunum árið
2007 þegar hann var inni eða úti alla nóttina
og fréttamenn náðu af honum tali. En Samúel
var þá annar maður Framsóknarflokksins í
Suðvesturkjördæmi og endaði að lokum utan
þings.
„Það munaði aðeins 11 atkvæðum að ég
hefði komist inn, sem er fjöldi leikmanna eins
fótboltaliðs. Þetta var því kaldhæðni örlag-
anna má segja!“ sagði Samúel við Blaðið eftir
kosningarnar.
Þegar Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnar-
fjarðar, lenti í sömu stöðu tveimur árum
seinna sagðist hann vera „Samúel Örn þessara
kosninga“.
Ráðherrarúlletta
Kosningarnar árið 2016 voru
þær verstu fyrir Samfylk-
inguna og minnstu munaði
að flokkurinn dytti af þingi.
Um nóttina voru oddvitar
flokksins á suðvesturhorninu
allir í hringekjunni. Árni Páll
Árnason, Össur Skarphéðins-
son, Oddný Harðardóttir,
sem öll höfðu gegnt ráð-
herraembættum, og Sigríður
Ingibjörg Ingadóttir.
Oddný, sem þá hafði ný-
lega tekið við sem formaður,
endaði að lokum inni á þingi.
Hún axlaði hins vegar ábyrgð
á tapinu og sagði af sér for-
mennsku eftir kosningarnar.
Rúmlega tvítug á þingi
Í kosningunum árið 2013 bætti Framsóknar-
flokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar við sig 10 prósentum og 10
þingsætum. Sópaðist inn á þing fólk sem átti ekki
endilega von á því.
Í Norðvesturkjördæmi fór flokkurinn úr einum
í fjóra menn og fjórði maður Framsóknar var Jó-
hanna María Sigmundsdóttir. Jóhanna var aðeins
21 árs gömul og enn þá búsett í foreldrahúsum
þegar hún var kjörin á þing. Sló hún nærri átta
áratuga met Gunnars Thoroddsen sem var 23 ára
kjörinn á þing.
„Að vera alþingismaður er eins og að setjast
á skólabekk á hverjum degi,“ sagði Jóhanna við
Feyki. En henni ofbauð hegðun sumra þing-
manna og gaf ekki kost á sér í kosningunum 2016.
Fyrir síðustu kosningar
mældist Birgir aðeins
inni í einni af tíu skoð-
anakönnunum.
8 Fréttir 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ