Fréttablaðið - 25.09.2021, Síða 10

Fréttablaðið - 25.09.2021, Síða 10
KOMIN I SOLU ..´ 7. NOVEMBER´ AUKASYNING´ Fyrirkomulag jöfnunarsæta í alþingiskosningum veldur mikilli spennu hjá áhorf- endum og sennilega maga- sári hjá mörgum frambjóð- endum. Birgir Ármannsson segir góða tilfinningu að vakna inni á þingi eftir að hafa sofnað utan þess. kristinnhaukur@frettabladid.is KOSNINGAR Í hverjum kosningum fer jöfnunarsætahringekjan af stað og snýst hring eftir hring fram á rauðamorgun. Þetta þýðir magasár fyrir margan frambjóðandann sem leggst jafnvel til hvílu óviss um sína framtíð. Eða þá að þeir róa taug- arnar með sjússum og mæta síðan góðglaðir í sjónvarpsviðtöl, annað hvort inni eða úti. Fáir þekkja þessa stöðu betur en Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, sem á að baki sex kosningar og aldrei í öruggu þingsæti. Oftast nær hefur hann ekki mælst inni í skoðanakönnunum og verið inn og út af þingi, eftir því sem tölurnar berast á kosninganótt. „Ég hef komið mér upp skel því að þegar maður tekur þátt í stjórnmál- um er ekkert fast í hendi,“ segir Birgir sem minnist aðeins einna kosninga þar sem hann var sannfærandi inni á þingi alla nóttina. En það var árið 2007 í góðum sigri flokksins. Hann neitar því að vera með stáltaugar en segist hafa öðlast ró gagnvart þessu með tímanum. Birgir komst fyrst inn á þing í miklum hasar vorið 2003 og hefur haldið sæti sínu síðan, fyrst í Reykja- víkurkjördæmi suður og síðan norður. „Allt leit út fyrir að annað hvort ég eða Bjarni Benediktsson yrðum jöfnunarmaður flokksins á suðvesturhorninu og Bjarni komst inn á undan mér. Síðan fór hring- ekja af stað sem endaði með því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri og forsætisráðherraefni Sam- fylkingarinnar, datt út og ég komst inn á endanum,“ segir Birgir. Aðspurður um sína rútínu segist Birgir nýta hverja stund þar til kjör- stöðum er lokað til að skrifa og hafa samband við kjósendur. Fyrstu tölurnar tekur hann á kosninga- vöku en restina heima í sjónvarpi eða tölvu. Hann segist vel geta sofið. „Ég hef upplifað að sofna utan þings og vakna í þingsæti. Það var góð til- finning því ég var farinn að búa mig undir hið gagnstæða,“ segir hann. Birgir segist hvorki leggjast á bæn né viðhafa neins konar hjátrú á kosninganótt. „Maður bíður bara og treystir á skynsemi kjósenda,“ segir hann og brýnir fyrir öðrum fram- bjóðendum í sömu stöðu að reyna að halda ró sinni. „Vissulega er mikið í húfi en þetta er partur af því að taka þátt í stjórnmálum.“ Fyrir síðustu kosningar mældist Birgir aðeins inni í einni af tíu skoð- anakönnunum og segist hann hafa hangið á nöglunum á bjargbrúninni alla nóttina. Endaði hann á því að verða kjördæmakjörinn. Enn og aftur er Birgir tæpur og mælist sjaldnast inni í könnunum. Hann segist þó vera brattur. „Ég held að við eigum eftir að skila meiru á kjördag en kannanir gefa til kynna og ég verð bjartsýnn fram á síðasta andartak,“ segir hann. ■ Einhver lendir í jöfnunarhringekjunni Frambjóðendur sem gætu lent í hringekjunni Birgir Ármannsson, Brynjar Níelsson, Óli Björn Kárason – Sjálfstæðisflokki Hilda Jana Gísladóttir, Jóhann Páll Jóhanns- son, Rósa Björk Brynjólfsdóttir – Samfylkingu Ásmundur Einar Daðason, Lilja Alfreðsdóttir – Framsóknarflokki Steinunn Þóra Árnadóttir, Orri Páll Jóhanns- son – Vinstri grænum Eiríkur Björn Björgvinsson, Guðmundur Gunnarsson – Viðreisn Andrés Ingi Jónsson, Gísli Rafn Ólafsson – Pírötum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birgir Þórarinsson – Miðflokki Inga Sæland, Tómas A. Tómasson – Flokki fólksins Gunnar Smári Egilsson, Katrín Baldursdóttir – Sósíalistaflokki Birgir virðist alltaf enda inni á þingi þó að útlitið hafi ekki alltaf verið bjart. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Ellefu atkvæði Íþróttafréttamaðurinn Samúel Örn Erlingsson varð frægur í stjórnmálum í kosningunum árið 2007 þegar hann var inni eða úti alla nóttina og fréttamenn náðu af honum tali. En Samúel var þá annar maður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og endaði að lokum utan þings. „Það munaði aðeins 11 atkvæðum að ég hefði komist inn, sem er fjöldi leikmanna eins fótboltaliðs. Þetta var því kaldhæðni örlag- anna má segja!“ sagði Samúel við Blaðið eftir kosningarnar. Þegar Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnar- fjarðar, lenti í sömu stöðu tveimur árum seinna sagðist hann vera „Samúel Örn þessara kosninga“. Ráðherrarúlletta Kosningarnar árið 2016 voru þær verstu fyrir Samfylk- inguna og minnstu munaði að flokkurinn dytti af þingi. Um nóttina voru oddvitar flokksins á suðvesturhorninu allir í hringekjunni. Árni Páll Árnason, Össur Skarphéðins- son, Oddný Harðardóttir, sem öll höfðu gegnt ráð- herraembættum, og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Oddný, sem þá hafði ný- lega tekið við sem formaður, endaði að lokum inni á þingi. Hún axlaði hins vegar ábyrgð á tapinu og sagði af sér for- mennsku eftir kosningarnar. Rúmlega tvítug á þingi Í kosningunum árið 2013 bætti Framsóknar- flokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við sig 10 prósentum og 10 þingsætum. Sópaðist inn á þing fólk sem átti ekki endilega von á því. Í Norðvesturkjördæmi fór flokkurinn úr einum í fjóra menn og fjórði maður Framsóknar var Jó- hanna María Sigmundsdóttir. Jóhanna var aðeins 21 árs gömul og enn þá búsett í foreldrahúsum þegar hún var kjörin á þing. Sló hún nærri átta áratuga met Gunnars Thoroddsen sem var 23 ára kjörinn á þing. „Að vera alþingismaður er eins og að setjast á skólabekk á hverjum degi,“ sagði Jóhanna við Feyki. En henni ofbauð hegðun sumra þing- manna og gaf ekki kost á sér í kosningunum 2016. Fyrir síðustu kosningar mældist Birgir aðeins inni í einni af tíu skoð- anakönnunum. 8 Fréttir 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.