Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2021, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 25.09.2021, Qupperneq 12
Framkvæmdastjóri SA segir umræðu um skatta snúið á haus. Oddviti Sósíalista segir siðlaust að skattleggja fólk sem eigi ekki fyrir mat. arib@frettabladid.is STJÓRNMÁL Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að í umræðu um skattkerfið í aðdrag- anda kosninga sé öllu snúið á haus. „Vandséð er hvað vakir fyrir þeim flokkum sem tala með þeim hætti að skattkerfið sé sérstaklega ósanngjarnt hér á landi, annað en einbeittur vilji til að rugla fólk í ríminu,“ segir Halldór. Hér á landi séu greidd ein hæstu lágmarks- og meðallaun í heimi. Báðar stærðir séu leiðréttar fyrir kaupmætti og taki þannig tillit til hás framfærslukostnaðar hér á landi. „Lágtekjufólk býr ekki við háa skattbyrði, enda á það ekki að gera það. Þeir sem hærra standa í tekju- stiganum skila sannarlega sínu til samfélagsins og búa við mun hærri skattbyrði, hvort sem talið er í pró- sentum eða krónum. Það blasir við að tekjuskattskerfið á Íslandi er öflugt við að jafna kjör í landinu,“ segir Halldór. Hann segir mikilvægt að skoða tekjuskatta í samhengi við heildar- tekjur og vaxta- og barnabætur auk annarra tekjutilfærslna ríkisins. „Tekjuskattsgreiðslur, að frádregn- um vaxta- og barnabótum, leiða í ljós mikil jöfnunaráhrif. Tekju- hæstu 10 prósent framteljenda greiða um 50 prósent af öllum tekju- skatti til samneyslu og fjárfestinga ríkisins. Næstu 10 prósent greiða 22 prósent alls tekjuskatts. Lægstu fimm tekjutíundirnar, sem eru framteljendur með heildartekjur, að undanskildum fjármagnstekjum, undir 490 þúsund krónum á mán- uði, greiða 1 prósent af öllum tekju- skatti. Tekjujöfnunaráhrif skatt- kerfisins eru þannig miklu meiri en ég held að fólk geri sér almennt grein fyrir,“ segir hann. Bæði Sósíalistaf lokkurinn og Flokkur fólksins vilja gera lágmarks- laun skattfrjáls. „Lágmarkslaun duga ekki fyrir framfærslu. Eftir- laun og örorkulaun enn síður,“ segir Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík- urkjördæmi norður. „Fyrir þrjátíu árum var enginn skattur greiddur af lágmarkslaunum, eftirlaunum eða örorkulífeyri. Það er siðlaust að fjármálaráðherra komi og taki fé af fólki sem á ekki fyrir mat. Það vissi fólk fyrir þrjátíu árum.“ Halldór segir það alveg rétt að lægstu laun hafi verið skattfrjáls þá. „En munurinn er sá að þá voru lágmarkslaun töluvert lægri en nú. Á árinu 1992 voru lágmarkslaun 133 þúsund krónur á mánuði á verðlagi dagsins í dag, en eru nú 351 þúsund krónur á mánuði, eða næstum þre- falt hærri. Bætt lífskjör hafa leitt til þess að á síðustu þremur áratugum hefur framteljendum, sem greiða tekjuskatt, fjölgað hlutfallslega. Það er heilbrigðismerki að fleiri launa- menn geti tekið þátt í fjármögnun samneyslunnar,“ segir Halldór. Gunnar Smári segir að á umliðn- um árum hafi stjórnvöld, með 25 ára setu ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins í fjármálaráðuneytinu, lækkað skatta á þá ríku, en lagt þá á fólk sem hefur ekki efni á mat út mánuðinn. „Þetta er alvarlegt siðrof í samfélag- inu sem almenningur verður að rísa upp gegn.“ Halldór segir mikilvægt að allar tillögur um skattkerfisbreytingar, bæði stórar sem smáar, séu settar í samhengi. „Tekjur ríkissjóðs myndu skerðast um 162 milljarða króna ef lágmarkslaun yrðu gerð skattfrjáls. Það svarar til um 80 prósenta af öllum tekjuskattsgreiðslum ein- staklinga til ríkisins. Slík skatta- lækkun er óraunhæf nema stefnt sé að samsvarandi niðurskurði samneyslunnar, eða að byrðinni verði velt yfir á millitekjuhópa, sem raunar enginn hefur lagt til,“ segir Halldór. n Umræðu um skatta snúið á haus fyrir kosningarnar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri SA Gunnar Smári Egilsson, odd- viti Sósíalista- flokksins Gunnar Smári segir siðlaust að skattleggja þá sem eigi ekki fyrir mat. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR MAREL VINNSLUTÆKNIR Fisktækniskólinn í samstarfi við Marel býður uppá nám í hátæknivæddri matvælaframleiðslu. FISKTÆKNISKÓLINN ICELANDIC COLLAGE OF FISHERIES Sviðslistasjóður Styrkir til atvinnusviðslistahópa Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sviðslistasjóði fyrir leikárið 2022/23. Umsóknarfrestur rennur út 4. október 2021 kl. 15:00.* Umsóknum skal skilað rafrænt á www.rannis.is. Í umsókn er beðið um lýsingu á verki, verk- og tímaáætlun, fjárhagsáætlun og upplýsingar um þátttakendur og umsóknaraðila. Vakin er athygli á nýju formi fyrir fjárhagsáætlun sem skal fylgja umsókn. Fylgigögnum skal skila með rafrænni umsókn til Rannís. Umsókn atvinnusviðslistahópa getur einnig gilt sem umsókn í Launasjóð listamanna. Sviðslistasjóður starfar samkvæmt lögum um sviðslistir 2019 nr.165. Svör til umsækjenda berast í janúar 2022. Nánari upplýsingar veita Óskar Eggert Óskarsson og Ragnhildur Zoëga á skrifstofu Rannís, svidslistasjodur@rannis.is. *Ath. Sjóðir hjá Rannís loka kl. 15:00. Umsóknarfrestur 4. október kl. 15.00 Kjarval Frumsýning í dag borgarleikhus.is Tryggðu þér miða 10 Fréttir 25. september 2021 FRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.