Fréttablaðið - 25.09.2021, Page 14
Parket
Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi
og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14.
Komdu við og ræddu við sérfræðinga
Parka og fáðu faglega ráðgjöf
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570
Mikil spenna er fyrir þýsku
þingkosningarnar á morgun.
Nýr kanslari mun taka við af
Angelu Merkel, eftir sextán
ára kanslaratíð hennar.
thorvardur@frettabladid.is
ÞÝSKALAND Á sunnudag fara fram
þingkosningar í Þýskalandi. Ljóst er
að sama hver úrslitin verða eru nýir
tímar fram undan í þýskum stjórn-
málum þar sem Angela Merkel, sitj-
andi kanslari, gefur ekki kost á sér.
Kosningarnar marka því endalok
sextán ára kanslaratíðar hennar, þar
sem Merkel hefur unnið sér sess sem
einn merkasti stjórnmálamaður
síðari tíma.
Samkvæmt skoðanakönnunum
er ómögulegt að segja hver úrslit
kosninganna verða og útlit er fyrir
að flókið verði að mynda ríkisstjórn.
Núverandi stjórn mynda Kristilegir
demókratar og Jafnaðarmenn.
Frambjóðandi Kristilegra demó-
krata, f lokks Merkel, er Armin
Laschet. Hann tók við formennsku
f lokksins í janúar og þótti sigur-
stranglegur framan af. Nú er öldin
önnur og vinsældir hans hafa
minnkað mjög á undanförnum
mánuði. Hann sást hlæja á mynd-
skeiði sem tekið var upp er hann
heimsótti flóðasvæðin í Þýskalandi
fyrr í sumar eftir mikil hamfaraflóð
og vakti þetta litla kátínu kjósenda.
Hann er í öðru sæti í skoðanakönn-
unum.
Þrír þaulsetnustu kanslarar
Þýskalands komu úr röðum kristi-
legra demókrata og segir stjórn-
málaskýrandinn Carsten Nickel að
ef Laschet tapi kosningunum muni
það hafa langvarandi áhrif á flokk-
inn.
Frambjóðandi Græningja er
Annalena Baerbock og var hún um
tíma vonarstjarna kosninganna og
helsti keppinautur Laschet. Gengi
hennar í skoðanakönnunum hefur
dalað er nær dregur kosningum eftir
að hún var sökuð um ritstuld við
skrif bókar sem kom út fyrr á árinu.
Baerbock neitar ásökunum og er nú
í þriðja sæti í skoðanakönnunum og
gæti haft mikið að segja í stjórnar-
myndunarviðræðum.
Óvæntustu tíðindi kosninga-
baráttunnar er mikill meðbyr Olaf
Scholz, núverandi f jármálaráð-
herra og frambjóðanda Jafnaðar-
mannaf lokksins. Vinsældir hans
tóku mjög að aukast eftir f lóðin
í júlí og er hann efstur í skoðana-
könnunum.
Hneykslismál hafa komið upp í
ráðherratíð Scholz en þau hafa þó
ekki haft mikil áhrif á fylgi hans.
Scholz segir sig vera reynslumesta
frambjóðandann í kosningunum,
þökk sé ráðherratíð hans og setu í
embætti varakanslara.
Christian Lindner er formaður
Frjálsa lýðræðisf lokksins sem oft
hefur gegnt stóru hlutverki við
stjórnarmyndunarviðræður. Sam-
kvæmt skoðanakönnunum mun
þurfa þrjá f lokka hið minnsta til
að mynda starfhæfa stjórn og gæti
það sett Lindner og f lokk hans í
sterka stöðu. Flokkur hans mælist
í fjórða sæti í skoðanakönnunum.
Lindner hefur lýst því yfir að hann
sé reiðubúinn að starfa með Kristi-
legum demókrötum, Sósíalistum
eða jafnvel Græningjum.
Alice Weidel er frambjóðandi
hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir
Þýskaland. Andstaða við innflytj-
endur er hornsteinn stefnu hans,
en flokkurinn á litla möguleika á að
komast í stjórn. Augu margra verða
þó á árangri f lokksins í kosningun-
um, en hann náði fyrst fólki á þing í
síðustu kosningum árið 2017. ■
Sögulegar kosningar í Þýskalandi
Angela Merkel
Sitjandi kanslari
Armin Laschet
Kristilegir demókratar
Annalena Baerbock
Græningjar
Olaf Scholz
Jafnaðarmannaflokkurinn
Christian Lindner
Frjálsi lýðræðisflokkurinn
Alice Weidel
Valkostur fyrir Þýskaland
Á kjörskrá fyrir þýsku
kosningarnar eru um
60 milljónir manns.
Kjörsókn í síðustu
þingkosningum árið
2017 var 76,2 prósent.
hjorvaro@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Umhverfisverndar-
sinnar höfðu í frammi liggjandi
mótmæli fyrir utan Gazhane-safnið
í Istanbúl í gær. Mótmælin eru ein af
rúmlega 1.400 sem haldin eru víðs
vegar um heiminn, samhliða Alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
Tayyip Erdogan, forseti Tyrk-
lands, tilkynnti það fyrr í þessari
viku, að til standi að leggja Parísar-
samkomulagið til atkvæðagreiðslu
í þingi landsins fyrir loftslagsráð-
stefnuna sem haldin verður í Glas-
gow í Skotlandi síðar í mánuðinum.
Tyrkland er eitt sex ríkja heimsins
sem fullgiltu ekki loftslagssamn-
inginn sem undirritaður var í París,
en auk Tyrklands eru Erítrea, Íran,
Írak, Líbía og Jemen ekki aðilar að
samningnum.
„Fullgilding samningsins er upp-
hafið en Tyrkir eiga mikla vinnu
fyrir höndum. Uppfæra þarf mark-
mið um losun gróðurhúsaloft-
tegunda í samræmi við 1,5 gráðu
markmiðið. Þá þarf að gera stefnu-
mótandi áætlanir í umhverfis-
málum og Tyrkland ætti að setja
sér markmið um að verða kolefnis-
hlutlaust,“ segir Emine Ozkan, liðs-
maður græna flokksins í Tyrklandi.
Mótmælin eru haldin að undir-
lagi Gretu Thunberg en hún ávarp-
aði mótmælendur í Berlín í gær.
Mesta mótmælaaldan er á þýskri
grundu þar sem efnt verður til mót-
mæla í 420 borgum á sunnudaginn,
en þann dag verður gengið til þing-
kosninga í Þýskalandi. „Við getum
enn snúið við blaðinu og ég finn að
fólk er reiðubúið til að taka skref í
umhverfismálum,“ sagði Greta. ■
Minnt á nauðsyn þess að stíga stór skref í umhverfismálum
Greta Thunberg ávarpar hér hópinn í
Berínarborg. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Kínverjar hafa lagt blátt bann við
notkun rafmynta. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
hjorvaro@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Seðlabanki Kína tilkynnti
í gær að viðskipti með dulritunar-
gjaldmiðla væru óheimil í landinu.
Kína er einn stærsti markaður dul-
ritunargjaldmiðla í heiminum. Verð
á bitcoin lækkaði um rúmlega 2.000
bandaríska dali í gær.
Bannað hefur verið að eiga við-
skipti með rafmyntir í Kína síðan
2019, en það hefur verið gert þrátt
fyrir bannið, í gegnum erlendar
kauphallir. Í september árið 2019 var
75% af rafmyntum heimsins í umferð
í Kína en í apríl fyrr á þessu ári var
það hlutfall komið niður í 46%. ■
Bannað að nota
rafmyntir í Kína
hjorvaro@frettabladid.is
NÁTTÚRUHAMFARIR Sprengivirkni í
eldgosinu á eyjunni La Palma hefur
aukist síðustu daga. Íbúar á La
Palma fundu fyrir höggbylgju frá
gígnum í eldgosinu í gær en þá opn-
aðist einnig nýr gígur í eldstöðinni.
Á þeirri viku sem gosið hefur
staðið yfir hafa rúmlega 400 íbúðir
eyðilagst vegna gossins og um það
bil 200 hektarar brunnið. Tæplega
sjö þúsund íbúar eyjunnar hafa
þurft að yfirgefa heimili sín vegna
eldgossins, þar af um 1.000 í gær. ■
Aukinn kraftur í
gosinu á La Palma
12 Fréttir 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ