Fréttablaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 15
Áminning um framtalsskil lögaðila Forráðamenn lögaðila, sem enn hafa ekki staðið skil á skattframtali 2021 ásamt ársreikningi, eru hvattir til að annast skil hið allra fyrsta. Skráður lögaðili skal ætíð skila skattframtali vegna undangengins reikningsárs, jafnvel þó að engin eiginleg starfsemi eða rekstur hafi átt sér stað á reikningsárinu. Félög eiga jafnframt að skila ársreikningi til ársreikningaskrár. Skattframtali og ársreikningi ber að skila rafrænt á skattur.is Álagning opinberra gjalda á lögaðila árið 2021 vegna rekstrarársins 2020 fer fram 29. október nk. Lokaskiladagur skattframtals lögaðila er 1. október skatturinn@skatturinn.is 442 1000 Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 birnadrofn@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL ADHD-greiningar fullorðinna munu nú heyra undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), áður fóru þær fram hjá ADHD- teymi Landspítalans. Heilsugæslan mun annast þjónustuna í samvinnu við heilsugæslu og geðheilsuteymi í heilbrigðisumdæmum um allt land. Óskar Reykdalsson, forstjóri HH, segir breytingarnar ekki krefjast mikils undirbúnings, strax hafi verið auglýst eftir starfsfólki. Heilsugæslunni hafi verið veittar 100 milljónir á ársgrundvelli til að sinna greiningunum, um framför sé að ræða. „Við þurfum auðvitað að fá geð- lækni og annað starfsfólk inn, ef það gengur vel þá ættu þessi mál að fara í miklu betra stand.“ Biðtími hefur verið allt að þrjú og hálft ár hjá ADHD-teyminu og rúm- lega 650 manns eru á biðlista. Hjámar Vilhjálmsson, formaður ADHD-samtakanna segist taka breytingunum fagnandi. „Ef rétt reynist og með þessu fylgir viðeigandi fjármagn, þá eru þetta gleðifréttir og mun væntan- lega stytta biðlista.“ Heilsugæslan hlaut í gær einnig sérstakt 75 milljóna króna viðbótar- fjármagn frá heilbrigðisráðherra til að stytta biðtíma barna á Þroska- og hegðunarstöð, þar fara meðal ann- ars fram ADHD-greiningar barna. „Geðteymi barna, sem er eftir- fylgd með börnum sem glíma við andlega erfiðleika, er líka ný fjárveit- ing til heilsugæslunnar, þar fengum við 150 milljónir,“ segir Óskar. ■ Færa greiningar á ADHD til Heilsugæslunnar Óskar Reykdals- son, forstjóri Heilsugæslu Höfuðborgar- svæðisins bth@frettabladid.is FJÁRMÁLAMARKAÐUR Neytenda- samtökin hafa miklar áhyggjur af vaxtahækkunum. Greiðslubyrði heimilis sem skuldar 40 milljónir í húsnæðislán eykst um 400.000 krónur á ári fyrir hvert hækkað pró- sentustig. „Það er eins og bankarnir taki sér sjálfsvald í hækkun vaxta,“ segir Breki Karlsson hjá Neytendasam- tökunum, en nokkur umræða hefur orðið um síðustu vaxtahækkanir í kosningabaráttunni. Samtökin telja að f lestöll lán á Íslandi sem beri breytilega vexti séu ólögleg. Þau undirbúa því málsókn gegn bönkunum. Stofnað hefur verið vefsvæðið vaxtamálid.is þar sem 1.200 lántakar hafa þegar skráð sig. Um 5.000 lán liggja þar undir, að sögn Breka. „Við teljum að bankarnir hafi ofrukkað neytendur, meira að segja umfram eigin skilmála svo jafn- vel nemur tugum milljarða,“ segir Breki. Máli Neytendasamtakanna til stuðnings bendir Breki á hæsta- réttardóm sem féll árið 2017, þar sem Íslandsbanka var gert að end- urgreiða um 3.000 lántökum um milljarð króna. Einnig nefnir hann úrskurð Evrópudómstólsins í fyrra gegn tveimur spænskum bönkum. Innan nokkurra vikna munu samtökin velja þrjú mál sem talin verða lýsandi fyrir hagsmuni flestra. Farið verður í fordæmisgefandi lög- sókn, eina gegn hverjum banka. ■ Mikill áhugi fyrir hópmálsókn gegn bönkunum tsh@frettabladid.is ORKUMÁL Bæjarstjórn Grundar- fjarðar hefur farið í samstarf til að skoða hvort mögulegt sé að hita- veituvæða Grundarfjarðarbæ með fjarvarmaveitu. Grundarfjörður er á svoköll- uðu köldu svæði, þar sem ekki er aðgangur að jarðhita. Þar er því kynt með með raforku og olíu. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar, segir því skipta miklu fyrir bæjarbúa að finna aðra leið til upphitunar. „Það er verið að leita fjölbreyttra leiða til að búa til orku til þess að hita upp vatn sem húsin eru kynt með,“ segir Björg. Verkefnið hefst á forhönnun og fýsileikakönnun á hitaveituvæð- ingu bæjarins með varmadælum þar sem varminn yrði sóttur bæði úr umhverfinu og í glatvarma frá fyrirtækjum í Grundarfirði. Er það nýjung á Íslandi, en vel þekkt í hringrásarhagkerfum erlendis. ■ Grundarfjörður fái hitaveitu Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri. MYND/GUNNHILDUR HANSDÓTTIR Breki Karls- son, formaður Neytendasam- takanna LAUGARDAGUR 25. september 2021 Frettir 13FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.