Fréttablaðið - 25.09.2021, Qupperneq 20
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sif
Sigmarsdóttir
n Mín skoðun
n Gunnar
Lýðræðis-
andinn
er fólginn
í því að
virða skoð-
anir ann-
arra enda
þótt maður
kunni að
vera mót-
fallinn
þeim.
Komi fólk eða flokkar sér of
þægilega fyrir í kjörlendi sínu
er það samfélaginu sjaldnast
til góðs.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser@frettabladid.is
Hvað eiga pólitíkusar og pandabirnir
sameiginlegt?
Pandabirnir eru á barmi þess að teljast
í útrýmingarhættu. Náttúruverndar-
samtök hafa róið að því öllum árum að
búa pöndum hið fullkomna kjörlendi. Ný
rannsókn sýnir hins vegar að velmegun
pöndunnar gæti orðið hennar bani.
Pöndur sem hafa komið sér of þægilega
fyrir á búsvæði halda ekki á nýjar slóðir í
leit að mökum og mat.
Í dag er kjördagur. Kjósendur standa
frammi fyrir hlaðborði loforða. Matvöru-
verslun ein fékk forystufólk f lokkanna til
að fanga stefnu sína á bókstaflegu veislu-
borði. Hver f lokkur deildi með kaup-
endum uppáhaldsuppskriftinni og má nú
kjósa á milli þeirra á netinu. Framsókn
býður upp á „framsækna lambaskanka“,
Píratar „banana-lýðveldis-splitt“ og Við-
reisn „evrópsk brauðréttindi“ svo fátt sé
talið.
Rannsókn á pandabjörnum sýnir að
hæfilega mikið af óþægindum og erfið-
leikum hjálpar til við að varðveita teg-
undina. Sé áreiti til staðar þurfa pöndur
að hafa fyrir tilveruréttinum og horfa í
nýjar áttir. Slíkt leiðir til aukinnar erfða-
fræðilegrar fjölbreytni, sem er lykillinn
að því að þær lifi af.
Sömu lögmál ríkja í pólitík. Komi fólk
eða f lokkar sér of þægilega fyrir í kjör-
lendi sínu er það samfélaginu sjaldnast til
góðs.
Fjölmiðlar eru stjórnmálafólki oft
óþægur ljár í þúfu. Þeir eru hins vegar
óþægindin sem tryggja að pólitíkusar séu
á tánum. Ef fjölmiðlar fengju pláss á hinu
bókstaflega pólitíska veisluborði væru
þeir sítrónukaka, súrt og sætt, dæmi um
fullkomið samspil áreitis og ánægju. Eftir-
farandi er uppskrift að sítrónuköku súra
pistlahöfundarins, tilvalin með kosninga-
kaffinu.
Pólitíkusar og pandabirnir
Sítrónukaka súra pistlahöfundarins
225 g smjör
225 g strásykur, fínn
275 g sjálflyftandi hveiti
1 tsk. lyftiduft
4 egg
4 msk. af mjólk
Rifinn börkur af tveimur sítrónum
Í glassúrinn
175 g strásykur
Safi úr tveimur sítrónum
1. Hitið ofninn í 160°C. Smyrjið 20 sm hring-
laga, djúpt kökuform að innan með smjöri og
setjið smjörpappír í botninn.
2. Hrærið hráefninu í kökuna saman í hræri-
vél í tvær mínútur. Setjið blönduna í formið
og bakið í ofni í 1 klst. eða 1 klst. og 10 mín.
3. Hrærið saman hráefninu í glassúrinn í skál.
4. Þegar kakan er tilbúin, takið hana úr ofn-
inum og hellið glassúrnum yfir.
5. Leyfið kökunni að standa í fimm mínútur
og takið hana svo úr forminu.
Gleðilegan kjördag.
Þín borg
Í fasteignaviðskiptum
fylgjum við þér alla leið
519 5500 · FASTBORG.IS
Kjördagur er runninn upp. Einn sá mikilvægasti á seinni tímum, að sagt er. En samt sem áður er sannreyndin sú að allar kosningar í landinu eru okkur
þær mikilvægustu. Kosningar eru nefni-
lega spegill þjóðarinnar. Þær vega og meta
stefnur og strauma í samfélaginu, sýna
okkur í raun og sann hvert við viljum halda
og hvernig við viljum komast þangað.
Kosningar eru líka hátíð lýðræðisins,
fögnuður þess að búa í samfélagi sem trúir
á mannréttindi og frelsi – og vill umfram
allt að fólkið ráði. Og þótt lýðræðið geti á
stundum verið ófullkomið, að ekki sé talað
um óráðið og misvísandi, fyrir nú utan hvað
það er oft og tíðum málamiðlanalega mar-
flatt, er það líklega sanngjarnasta leiðin til
að leggja línurnar í regluverki þjóðarinnar.
En það er á svona dögum, kjördögum,
sem mikilvægt er að rýna í inntak lýðræðis-
ins og hugsa um raunverulega merkingu
þessa orðs. Kemur þar tvennt til. Fólkið
kýs og f lokkarnir finna um leið hvort þeir
eiga erindi í þjóðmálaumræðunni, en svo
er hitt – og það er umhugsunarefni: Fyrst
við viljum búa í lýðræðissamfélagi þar
sem margvíslegar skoðanir eiga að fá að
njóta sín, verðum við að gera ráð fyrir þeim
öllum, altso, ólíkum skoðunum.
Lýðræðisandinn er fólginn í því að virða
skoðanir annarra enda þótt maður kunni
að vera mótfallinn þeim. Lýðræðisástin er
öðru fremur þeirrar gerðar að elska skoð-
anaskipti – og vilja framar öllu að kröftugt
og málefnalegt samtal fari fram í samfélag-
inu.
Þar er lykil lýðræðisins að finna, þann
hinn sama og opnar samfélagið og lýkur
upp öllum gáttum þess. Lýðræðið á nefni-
lega að lofta út – og það á að sýna okkur
samfélagið eins og það er í raun og veru á
breiddina, einmitt hvernig fjölbreytni þess
er alltaf mikilvægari en einsleitnin.
Þess vegna er mikilvægt að á löggjafar-
samkundu þjóðarinnar veljist fólk af öllu
tagi á þessum kjördegi sem nú er runninn
upp, fólk á öllum aldri, af öllum kynjum, af
hvaða menntun sem er, búsett hvarvetna
á landinu – og með hvaða skoðanir sem
er, skrýtnar líka og óvenjulegar, innan um
hefðbundnar skoðanir og vanalegar.
Og um leið og við virðum skoðanir hvers
annars eigum við líka að virða það fólk sem
er reiðubúið að leggja þinghaldið á sig. Það
á það skilið. n
Kjördagur
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 25. september 2021 LAUGARDAGUR