Fréttablaðið - 25.09.2021, Side 22

Fréttablaðið - 25.09.2021, Side 22
Það verður háspenna í lokaumferð Íslandsmóts karla í dag, þar sem kemur í ljós hver verður Íslandsmeistari og hvaða lið fylgir Fylki niður í næstefstu deild. Víkingar eru með pálmann í höndunum en sigur Víkinga færir liðinu fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í þrjátíu ár. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Eins og síðast þegar Vík- ingur og Breiðablik urðu Íslands- meistarar í karlaflokki, fer það eftir úrslitum á lokadegi mótsins hvort Íslandsmeistaratitillinn endar í Víkinni eða í Smáranum. Breiðablik þarf að treysta á hagstæð úrslit úr leik Víkings og Leiknis í dag, ásamt því að klára eigið verkefni gegn nágrönnum sínum í HK, til þess að eygja möguleika á öðrum Íslands- meistaratitli karlaliðs félagsins, en leiðin að titlinum er einfaldari fyrir lærisveina Arnars Gunnlaugssonar í Víkingi. Sigur á Leikni og þá kemur ekkert í veg fyrir að Víkingur verði Íslands- meistari í sjötta sinn og styrki stöðu sína sem sjötta sigursælasta lið Íslandsmóts karla frá upphafi, með forskot á Keflvíkinga. Víkingar stóðust stærðarinnar próf þegar þeir unnu 2-1 sigur á KR á dögunum þar sem dramatíkin var í fyrirrúmi á lokamínútum leiksins. Þeir fá nú að glíma við Leiknislið sem hefur aðeins fengið tvö stig á útivelli í sumar og aðeins eitt stig í síðustu fimm umferðum, en þurfa að gæta þess að vanmeta ekki and- stæðinga sína eins og fyrir þremur mánuðum þegar Leiknir vann leik liðanna í Breiðholti. Landsliðsmið- vörðurinn Kári Árnason er fjar- verandi í liði Víkings vegna leik- banns, en Víkingar þekkja það vel að fara inn í slíkan leik með Kára fjarverandi, eftir að hann meiddist í aðdraganda bikarúrslitanna 2019. Á sama tíma mætast nágrannalið- in Breiðablik og HK þar sem bæði lið eru að leika úrslitaleiki. Á sama tíma og Breiðablik berst til endaloka um Íslandsmeistaratitilinn geta HK-ing- ar tryggt veru sína í deildinni með sigri á erkifjendum sínum. Annars þarf HK að treysta á hagstæð úrslit úr leik Keflavíkur og ÍA. Breiðablik hefur áður verið í þess- ari stöðu, að þurfa að treysta á úrslit úr öðrum leik fyrir lokaumferðina og þar enduðu þeir með Íslands- meistaratitilinn í höndunum fyrir ellefu árum síðan. n ÍA, HK og Keflavík geta öll fallið í dag. Til þess að Keflavíkingar falli þurfa þeir að tapa með tveimur mörkum eða meira og HK að fá stig. KR og KA eru í harðri baráttu um þriðja sætið sem veitir sæti í Evrópu ef Víkingar verða bikarmeistarar. Nikolaj Hansen, fram- herji Víkinga, er með fimm marka forskot í baráttunni um marka- konungstitilinn. Það munar sextán mörkum á marka- tölu Blika, sem eru með bestu markatölu deildarinnar, og Vík- ings. Víkingar hafa unnið sjö leiki í röð í öllum keppnum. Fimm þeirra í deild og tvo í bikarkeppninni. Það eru tæplega ellefu þúsund dagar liðnir frá því að Víkingur varð síðast Íslandsmeistari á haustdögum árið 1991 með sigri á Víði í Garði. Ef Almarr Ormarsson kemur við sögu í dag ýtir hann Heimi Guð- jónssyni út af listanum yfir þá tíu leikjahæstu í efstu deild karla. Ef Víkingur og Breiða- blik enda jöfn að stigum verður Breiða- blik Íslandsmeistari á markatölu líkt og árið 2010. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI KSÍ hefur hugað að því til hvaða ráðstafana verði gripið ef sú staða kemur upp að þegar skammt er til leiksloka sé enn óvíst hvort Íslandsmeistarabikarinn fari á loft í Víkinni eða í Kópavogi. Þetta stað- festi Birkir Sveinsson, yfirmaður mótsstjórnar KSÍ, í samtali við Fréttablaðið. Fjarlægðin á milli leikvallanna gerir það að verkum að ferðalagið ætti að verða fremur stutt ef svipt- ingar verða á síðustu stundu og þannig ekki verða þörf á því aftur að þyrla komi með Íslandsmeistara- bikarinn líkt og á KR-vellinum árið 2002. Birkir staðfesti í samtali við Fréttablaðið að búið væri að ákveða staðsetningu fyrir bikarinn og að bíll yrði til staðar til að færa bikar- inn á áfangastað. Um er að ræða tæplega tíu mínútna keyrslu á milli valla. n KSÍ undir það búið ef sviptingar eiga sér stað á lokamínútum leikjanna Arnar og Óskar hafa unnið frábært starf með lið sín það sem af er tímabils. Víkingar þurfa að standast eitt próf til viðbótar til þess að landa langþráðum Íslandsmeistaratitli. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ræðst á lokametrunum KR-ingar voru síðasta liðið til að fá Íslands- meistaratitil karla afhentan árið 2019. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ANTON Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2022 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur rennur út 4. október 2021. Umsóknarkerfi lokar kl. 15:00.* Úthlutað verður úr eftirfarandi sjóðum: launasjóður hönnuða launasjóður myndlistarmanna launasjóður rithöfunda launasjóður sviðslistafólks launasjóður tónlistarflytjenda launasjóður tónskálda Í umsóknum er óskað eftir upplýsingum um verk- og tímaáætlun, listrænt gildi verkefnis og feril umsækjenda. Þessir þættir liggja að jafnaði til grundvallar ákvörðunar um úthlutun starfslauna. Umsóknir eru einstaklingsumsóknir. Í vinnuáætlun er hægt að tilgreina samstarf sérstaklega. Nota þarf rafræn skilríki við gerð umsóknar og eingöngu er tekið við rafrænum fylgigögnum. Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef áfangaskýrslu/lokaskýrslu hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009. Áfram verður hægt að fella starfslaun sviðslistafólks inn í umsókn í Sviðslistasjóð. Aðgangur að umsókn, eyðublöðum fyrir skýrslur, matskvarða, ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn, stefnu stjórnar o.fl., er að finna á vefslóðinni: www.listamannalaun.is. Nánari upplýsingar veita Óskar Eggert Óskarsson og Ragnhildur Zoëga á skrifstofu Rannís, listamannalaun@rannis.is. *Ath. Sjóðir hjá Rannís loka kl. 15:00. Umsóknarfrestur 4. október kl. 15.00 Listamannalaun 2022 20 Íþróttir 25. september 2021 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 25. september 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.