Fréttablaðið - 25.09.2021, Side 26
Hver er
ástæðan
fyrir slíku
ójafnrétti?
Til marks
um það má
nefna að
líf- og
starfsaldur
lögreglu-
manna er
styttri en
annarra.
Ástu í Kassanum
Saga hinnar ögrandi listakonu, Ástu
Sigurðardóttur, er túlkuð á fallegan
en um leið heiðarlegan hátt í Kassa
Þjóðleikhússins. Saga hennar á
erindi við okkur öll enda samfélags-
breytingarnar frá miðbiki síðustu
aldar magnaðar. Handritshöfundur
túlkar tíðarandann af næmni, en
eins innri baráttu listakonunnar.
Kokteil á Veður
Whiskey Sour, Espresso Martini,
Negroni eða Moscow Mule? Skiptir
ekki máli, barþjónarnir á Veður Bar
á Klapparstíg hrista þá alla af kost-
gæfni. Notuð eru fersk hráefni og
Happy Cocktail Hour er frá 19-21.
Ekki skemmir fyrir skemmtileg
stemning og fallegt umhverfi, þar
sem stóllinn Skatan, fyrsti fjölda-
framleiddi íslenski stóllinn, er í
fyrirrúmi. ■
■ Í vikulokin
Við mælum með
BJORK@FRETTABLADID.IS
Kjósendur sem búa sunnan við Hval-
fjarðargöngin hafa eitt atkvæði hver í
þingkosningum. Hvalfjarðargöngin
eru innan við sex kílómetrar að
lengd. Norðan megin við göngin hafa
kjósendur tvö atkvæði hver. Hver er
ástæðan fyrir slíku ójafnrétti?
Þau rök hafa verið færð fyrir mis-
miklu vægi atkvæða milli höfuð-
borgarsvæðis og landsbyggðar, að
öll stjórnsýslan – mest öll þjónustan
– sé einmitt í höfuðborginni og því sé
sanngjarnt að atkvæði landsbyggð-
arinnar vegi þyngra en atkvæði kjós-
enda höfuðborgarsvæðisins.
Hver skyldi vera munurinn á fjar-
lægð til Reykjavíkur, annars vegar
frá Kjósinni og hins vegar Akranesi?
Akranes er raunar nær Reykjavík en
Kjósin, eftir að Hvalfjarðargöngin
voru tekin í notkun. Akstursleiðin
er styttri. En Akranes er í Norð-
vesturkjördæmi á meðan Kjósin er
í Suðvesturkjördæmi. Hver kjósandi
á Akranesi er því með tvö atkvæði á
við hvern kjósanda í Kjósinni.
Kjósendur á Þórshöfn á Langanesi
og Höfn í Hornafirði eru með minni
atkvæðisrétt en kjósendur á Akra-
nesi, þrátt fyrir að Akranes teljist
nú nánast til úthverfa Reykjavíkur.
Séu það rök, að fjarlægð frá höfuð-
borginni réttlæti aukinn atkvæðis-
rétt í kosningum, hví er þá jafnt vægi
atkvæða í forsetakosningum? Í for-
setakosningum hefur hver kjósandi
eitt atkvæði. Kjósendur í dreifbýlis-
kjördæmum eru fjær forseta Íslands
en kjósendur á höfuðborgarsvæðinu.
Ber þá ekki að jafna þann mismun
með misvægi atkvæða?
Í ljósi misvægis atkvæða í þing-
kosningum mætti enn fremur skoða
ólíka aðstöðu kjósenda í sveitar-
stjórnarkosningum. Hví eru kjós-
Fá Akurnesingar tvo atkvæðaseðla í dag?
Ólafur
Arnarson
endur í Kvosinni, Þingholtunum og
Vesturbænum í Reykjavík með jafnt
vægi atkvæða á við kjósendur sem
búa í Breiðholtinu, Árbæ, Grafar-
vogi, Grafarholti og Norðlingaholti?
Kjósendur í miðbænum eru með
Alþingi og Stjórnarráðið í sínu
hverfi. Þeir eru með fjölda veit-
ingahúsa og vínstofa í göngufæri
á meðan kjósendur í úthverfum
Reykjavíkur verða að taka leigubíl
sem kostar 7.000 krónur niður í bæ
til að fá sér máltíð og vínglas í mið-
bænum, og svo kostar annan 7.000
kall að komast heim aftur. ■
Þau Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkis-lögreglustjóri og Fjölnir Sæmunds-son, formaður Landssambands lögreglumanna, skrifuðu í vikunni undir samkomulag um að verja orku
og fjármagni í að fyrirbyggja kulnun í starfi
lögreglunnar. Hér síðar í blaðinu segja þau
frá starfsumhverfi lögreglunnar sem vitað
er að veldur ólíku álagi en við hin eigum að
venjast í starfi. Til marks um það má nefna að
líf- og starfsaldur lögreglumanna er styttri en
annarra. Og að minnsta kosti annað hvert ár
styttir lögreglumaður sér aldur.
Á tímum heimsfaraldurs hefur starfssvið
lögreglu víkkað út og lýsir Fjölnir því hvernig
hann hafi þurft að senda fullorðið fólk heim
í háttinn, út úr líkamsræktarstöðvum og þar
fram eftir götunum. Eins þreytandi og tak-
markanir hafa verið fyrir almenning þá bara
getur ekki annað verið en að löggan sé við bug-
unarmörk. Ég mæli því með að þú gefir næstu
löggu sem verður á vegi þínum háa fimmu – í
hönskum! ■
Löggur undir álagi
Stjórnmálaflokkarnir reyna
að halda sínu striki og stefna á
að drekka sorgum og sigrum
á fordæmalausum kosninga-
vökum, á meðan Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir
sér fram á hefðbundið laugar-
dagskvöld. Vinstri græn halda
lokað partí, en hætt er við
að Þorgerður Katrín verði
þvinguð til að halda eftir-
partí.
odduraevar@frettabladid.is
toti@frettabladid.is
Þótt enginn f lokkur verði með
kosningavöku í Ásmundarsal ætlar
enginn þeirra að taka sénsinn á því
að styggja sóttvarnalækni, þannig
að vökurnar verða óvenjustuttar í
annan endann. Flestum lýkur þeim
klukkan eitt í nótt með tilliti til sótt-
varnareglna en ljóst er að þá eiga
lokatölur enn langt í land, kosninga-
nóttinni sjálfri verður hvergi nærri
lokið og frambjóðendur væntanlega
enn að detta inn og út um þing-
gluggann.
„Já, já, það er engin breyting á
því,“ segir Þórólfur, þegar hann er
spurður hvort sóttvarnareglur haldi
örlaganóttina sem fram undan
er. Samkvæmt núgildandi reglum
verður gleðskap þar sem er vín-
veitingaleyfi að ljúka klukkan eitt,
auk þess sem ekki má hleypa nýjum
mannskap inn eftir miðnætti.
„Og ég held að fólk þurfi að passa
sig hvort sem er kosningakvöld
eða ekki og fara eftir reglugerðinni
eins og hún er og ef menn eru í vafa
um túlkun á henni þarf að spyrja
ráðuneytið að því,“ heldur Þórólfur
áfram. „En ég held að fólk þurfi að
passa sig og fara varlega á kosninga-
kvöldinu eins og bara allar aðrar
nætur.“ ■
Fordæmalausar
kosningavökur
Stysta vakan hjá VG
Vinstri græn halda
kosningavöku sína í
í Iðnó og hún verður
sú stysta og stendur
formlega til miðnættis og er auk
þess lokuð almenningi.
„Það verður ekki galopin kosn-
ingavaka, en við höldum hópinn í
Iðnó til að byrja með, og hver veit
nema einhver haldi áfram sjálf
heima hjá sér. Ekki ólíklegt,“ segir
Anna Lísa Björnsdóttir, kosninga-
stjóri VG.
Miðflokkurinn
út um allt
Miðflokkurinn
verður með sína
kosningavöku
til 01.00 á Natura hótelinu í
Öskjuhlíðinni, auk þess sem
kosningavökur munu fara fram
á kosningaskrifstofum flokksins
um land allt. Flokkurinn hvetur
alla til að fjölmenna og gleðjast
saman.
„Samkvæmt sóttvarnareglum
þarf að slútta gleðinni klukkan
eitt, það er rétt en við það
verður ekki ráðið og við förum
að sjálfsögðu eftir þeim fyrir-
mælum.“
Sósíalistakex
Sósíalistar verða
með kosninga-
vöku á KEX
Gym and Tonic
frá klukkan 22.00 til 01.00. „Þá
förum við yfir í Bolholt 6,“ segir
sósíalistinn Jökull Sólberg en
ekki fylgdi sögunni hvort Gunn-
ar Smári Egilsson ætli að leiða
fylkinguna frá Kexinu að skrif-
stofum flokksins.
Viðreisn í Skor í
JL-húsinu
Helga Lind Mar,
starfsmaður
Viðreisnar, segir
flokk sinn hlýða Þórólfi og Víði,
í skriflegu svari sínu til blaðsins.
„Við fylgjum reglum og verðum
til eitt, en við skemmtum okkur
bara enn betur, og verðum með
karókíherbergi og píluspjöld,“
skrifar Helga.
„En ef við vinnum einhvern
sturlaðan kosningasigur þá
verður formaðurinn píndur til að
halda áfram partíi,“ bætir hún við
á léttari nótunum.
Einhvers
staðar í
Árskógum
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn
sendi Fréttablaðinu stutt og ein-
falt svar þess efnis að kosninga-
vakan standi milli 22 og 01 og
verði í sal í Árskógum í Breiðholti.
Ivermectinpizza
Ábyrg framtíð verður á
skrifstofunni í Skútu-
vogi 3 en ætlar að mæta
á Castello í Lágmúla
klukkan 20, borða saman og fjöl-
menna síðan á vökuna 21.30.
Samfylkingarbíó
Samfylkingin
verður með
kosningakaffi og
kvöldvöku í Gamla
bíói og verður
gleðin eða sorgin, eftir því
hvernig gengur, opin almenn-
ingi. „Skemmtanaleyfið þar er til
klukkan 1. Enginn bömmer hér.
Gerum ráð fyrir góðri skemmtun
þegar úrslitin birtast,“ skrifar
Kristján Guy Burgess, kosninga-
stjóri flokksins.
Píratar lóna við
Ægisgarð
Píratar verða á
Ægisgarði úti á
Granda til 01.00 og
eru allir velkomnir
á meðan húsrúm leyfir. Að sögn
Stefáns Óla Jónssonar, starfs-
manns þingflokks Pírata, eru
uppi áform um að vera með stórt
tjald fyrir utan húsið en verið er
að meta stöðuna vegna slæmrar
veðurspár.
X-B Online
Framsóknarflokkur-
inn var síðastur til
að skila inn stað-
setningu þannig að á
þeim bænum virtist
nokkur óvissa ríkja um partí-
staðinn framan af en samkvæmt
lokaákvörðun er sennilega bara
best að vera við Grandagarð 8. Í
gömlu höfuðstöðvum tölvu-
leikjaframleiðandans CCP, fyrir
ofan Barion, svona nánar til-
tekið, ef einhverjir eiga eftir að
uppfæra Google Maps í gamla
sveitasímanum.
Amen!
Flokkur fólksins
hyggst verða í Grafar-
vogskirkju og ekki
lengur en til 01.00.
Samræmd
tímasetning
Sjálfstæðisflokkur-
inn verður með
sína kosningavöku
á Nordica hotel við Suðurlands-
braut og eftir því sem Frétta-
blaðið kemst næst eru Sjálf-
stæðisflokkurinn og VG í takt
með lokatölur í tímasetningu
þannig að gleðskapurinn stendur
til miðnættis og nær því varla í
dagbók lögreglunnar.
24 Helgin 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
25. september 2021 LAUGARDAGURHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ