Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2021, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 25.09.2021, Qupperneq 30
saman. „Þetta sló algerlega í gegn og maður var allt í einu orðinn nafn yfir nóttu,“ segir Hilmir Snær sem á þessum tíma var 25 ára gamall. „Það var mjög skrítið að vakna einn daginn og allt í einu vita allir hver maður er, en þetta var rosalega mikið sótt sýning,“ segir Hilmir. „Þarna var ég líka að byrja í Þjóð- leikhúsinu og lék stundum sýningu þar og svo miðnætursýningu á Hárinu, þetta byrjaði með bangi og hefur eiginlega bara verið þannig síðan.“ Hrokafullur á tímabilum Fyrir ungan mann breyttist lífið mikið eftir velgengni Hársins og leikur blaðamanni því forvitni á að vita hvort Hilmir Snær hafi hugað sérstaklega að því að halda sér niðri á jörðinni. „Sko, ég man alveg eftir því að hafa verið hrokafullur og leiðin- legur á tímabilum,“ segir hann og hlær. „Ég var náttúrulega bara mjög ungur og þetta gerist mjög hratt. Ég fann alveg dálítið til mín, allt í einu orðinn frægur, en svo þroskast maður og þróast og kemst yfir það,“ bætir hann við. „Svo fattar maður að leikhúsinu er ekki haldið uppi af einum leikara eða að engu er haldið uppi af einni manneskju.“ Þá segir Hilmir bransann á Íslandi lítinn og að fljótt spyrjist út ef ein- hver er hrokafullur. „Ég held að það hafi nú alveg verið sagt um mig, en þetta hefur breyst og nú reynir maður líka að vera fyrirmynd og styðja við þá yngri, það eru nefni- lega forréttindin við þetta starf að maður fær að vinna með öllum kynslóðum, ég á vini sem eru jafn- vel yngri en dóttir mín og eldri en mamma,“ segir Hilmir en hann á tvær dætur, önnur þeirra er 12 ára og hin 26. Hann segir gott að eldast í heimi leiklistarinnar. Leikarar verði flestir betri með aldrinum og til séu hlut- verk fyrir leikara á öllum aldri. „Þar hallar reyndar á konur að mínu mati og þær hrekjast oft úr þessu starfi fyrr en karlar. Ungar konur leika frekar eldri konur en karlar leika sinn eigin aldur,“ segir Hilmir. „Ég hef séð margar frábærar leik- konur hætta allt of snemma í leik- húsinu.“ #Metoo Spurður hvort hann upplifi mis- rétti milli kynja í leiklistinni í ljósi umræðunnar sem uppi hefur verið í samfélaginu undanfarið, líkt og #Metoo, segir hann ójafnrétti að finna alls staðar. „Maður hefur alltaf séð þetta alls staðar í kringum sig, en samt var ég steinhissa á hvaða stig umræðan fór,“ segir Hilmir. „Ég upplifði það ekki þannig að þetta væri meira innan leikhússins en annars staðar og það kom mér á óvart.“ Hann segir að að sínu mati hafi umræðan á tímabilum farið út í öfgar, en að byltingar þurfi að fara yfir strikið svo að mark sé á þeim tekið og af þeim sé lært. „Mér finnst skrítið að dæma menn án þess að vita hvað stendur að baki og er hlynntur dómstólaleiðinni. Það á að trúa þolendum en það má ekki dæma áður en búið er að sanna eitthvað,“ segir Hilmir. „Það eru manneskjur á bak við alla og ef fólk tekur ábyrgð, þiggur hjálp og gengst við því sem það hefur gert, þá verður það að eiga afturkvæmt í samfélagið en ekki vera útskúfað að eilífu,“ segir hann. „En í grunninn er þetta ekkert f lókið, lykillinn er bara að ef fólk hegðar sér ekki svona þá koma þessi mál ekki upp,“ segir hann yfirveg- aður. Töfrar og skírskotun í náttúruna Hilmir Snær fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Dýrið sem var frum- sýnd í gær, ásamt dönsku stórleik- konunni Noomi Rapace. Myndin fjallar um bændahjónin Maríu og Ingvar sem búa í afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bænum ákveða hjónin að ala hana upp sem sína eigin. Hamingja færist yfir litlu fjölskylduna en hún varir skammt. Myndin er ólík mörgu sem áhorf- endur hafa séð áður. Í henni er lítið talað, sögupersónurnar upplýsa um tilfinningar sínar í gegnum svipbrigði og mikil dulúð er yfir henni. Dýrið hefur hlotið lof gagn- rýnenda um allan heim og hafa yfir 10 milljónir manna horft á stiklu myndarinnar. „Fyrst þegar ég las handritið vissi ég ekkert um hvað þessi mynd væri,“ segir Hilmir og skellir upp úr. „En svo fékk ég mér kaffibolla og las handritið aftur og ákvað strax að segja já. Ég varð strax svo hrifinn af sög- unni og þessu töfraraunsæi og svo fannst mér þetta eiga svo mikla skír- skotun í náttúruna,“ segir Hilmir, sem sjálfur er mikill náttúruunn- andi. Hann nýtur þess að vera úti, fara í útreiðartúra og veiða. „Þessi mynd er eins og ævintýri en bændahjónin taka eitthvað úr náttúrunni og aðlaga sér, en aðlaga sig ekki náttúrunni. Þau taka hana til sín eins og manneskjan almennt gerir. Við leyfum okkur að taka og taka frá náttúrunni til að láta okkur líða betur, en á endanum refsar náttúran, alveg eins og er að gerast í veröldinni með hlýnun jarðar, hærra hitastigi, skógareldum og svo framvegis.“ Veiðir eins og indíáni Hilmir veiðir rjúpur og lax ásamt því að vera mikill hestamaður. Hann segist gegnum tíðina hafa breytt venjum sínum þegar kemur að veiði. Hann beri meiri virðingu fyrir náttúrunni og hugsi veiði út frá eðli indíánans. „Indíáninn fer á veiðar og biður einhver æðri máttarvöld að blessa veiði sína þannig að hann fái eitt- hvað, en hann hættir þegar hann er kominn með nóg,“ útskýrir hann. „Núna þarf ég bara fjórar rjúpur á jólaborðið og þá veiði ég bara fjórar rjúpur og fer svo niður af fjallinu. Einu sinni snerist þetta bara um að skjóta sem mest,“ segir Hilmir. „Sama með laxveiðina, ég vil helst koma heim með einn fisk þegar ég fer í veiði, nenni ekki að sleppa öllu, maður er náttúrlega að borga tugi þúsunda fyrir veiðina en þarf ekki meira en einn.“ Eins gott að þú sért duglegur að vinna með svona dýr áhugamál? „Já, ég veit,“ segir Hilmir og skelli- hlær. „Ég hef ekkert efni á laxveiði, ég er stundum leiðsögumaður og fæ jafnvel að fara, í staðinn fyrir það, maður verður að redda sér fyrir horn í svona dýru sporti,“ bætir hann við. Keypti hestinn sem hann lék á Hilmir kynntist hestum fyrst þegar hann var lítill strákur, Benedikt Erlingsson leikari og Hilmir Snær hafa verið vinir frá því að þeir voru tíu ára og fjölskylda Benedikts átti hesta. „Ég fékk svo að fara með þeim í hesthúsið og kynntist þessu þann- ig.“ Hestamennskunni varð Hilmir Hilmir varð ástfanginn af hestamennsk- unni þegar hann lék í sinni fyrstu kvikmynd, Agnesi. Í grunninn er þetta ekkert flókið, lykillinn er bara að ef fólk hegðar sér ekki svona þá koma þessi mál ekki upp. svo ástfanginn af þegar hann lék í sinni fyrstu kvikmynd, Agnesi. Þar voru hestar notaðir í myndinni. Í pásum fékk Hilmir að ríða hest- unum út, hann reið yfir tún og engi og naut þess svo, að hann keypti hestinn sem hann lék á í myndinni. Síðan þá hefur hestamennskan verið stór hluti af lífi hans, hann járnar sína hesta sjálfur, nýtur þess að ríða út og fara í hestaferðir. „Það er svo geggjuð stemning í þessum ferðum,“ segir Hilmir sem er mikill stemningsmaður. „Mér f innst mjög gaman að skemmta mér með góðu fólki, sama hvort það er að fara út að borða eða bjóða í matarboð og ég vil alltaf hafa eitthvað að hlakka til, ég er hálf krakkalegur í því,“ segir hann og bætir við að það eigi ekki vel við sig að vera heima uppi í sófa. Eltihrellir frá Þýskalandi Hann segist ekki upplifa mikið áreiti þegar hann fari út að skemmta sér, Íslendingar séu afar kurteisir. „Ég fer yfirleitt á sömu staðina og er orðinn hálfgert húsgagn þar svo fólk er ekki mikið að pæla í mér, það er kannski aðallega ef ég fer á einhverja nýja staði, en ég hef bara gaman af því. Fólkið sem vil fá selfí með mér eða spjalla við mig, er nátt- úrulega fólkið sem borgar launin mín. Fólkið sem kaupir sig inn í leikhús og bíó, og ég tek því bara fagnandi ef það vil spjalla við mig.“ Þrátt fyrir að Hilmir hafi ekki lent í miklu áreiti frá íslenskum aðdá- endum hefur hann lent í því að eiga eltihrelli. „Þetta er saga sem mikið er hlegið að í leikhúsinu.“ Fyrir rúmlega tíu árum fékk Hilmir SMS frá þýskri konu sem sagðist vera á Íslandi, gaman væri að hittast í kaffi. „Hún hét sama nafni og kona sem hafði leikið með mér í erlendri bíómynd og ég gerði bara ráð fyrir að þetta væri hún.“ Hilmir bauð konunni á sýningu sem hann var að leika í í Borgarleik- húsinu, setti hana á annan bekk í annað sæti frá hægri. „Svo þegar ég er að hneigja mig þá sé ég konuna, en fatta að ég veit ekkert hver hún er.“ Hilmir hugsaði með sér að konan hlyti að hafa unnið með honum í einhverju verkefni og vildi ekki vera dónalegur svo hann bauð henni upp á vínglas að sýningu lokinni og spjallaði við hana í klukkustund. „Þá sagði hún: Gaman hvað þú ert vingjarnlegur svona þar sem við þekkjumst ekkert,“ segir hann. „Ég kom mér út úr þessu og sagð- ist þurfa að fara í partí. Hún mætti aftur á sýninguna daginn eftir, svo kom hún heim til mín einn daginn með morgunmat og svo elti hún okkur með sýningu til London, sem betur fer fjaraði þetta að lokum út en ég veit ekkert hver þessi kona er.“ Aðspurður hvað sé fram undan segir Hilmir Snær rólegan mánuð næst á dagskrá. „Ég er í fríi í mánuð en er ekki góður í að slaka á svo ég er auðvitað búinn að finna mér eitthvað að gera, ætla að skella mér í seinni leitir upp í sveit, svo er það bíó í nóvember.“ n 28 Helgin 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.