Fréttablaðið - 25.09.2021, Síða 32

Fréttablaðið - 25.09.2021, Síða 32
Staðan í dag er sú að fólk vill fá að sinna börnunum sínum. Það er ekki lengur til í að vinna myrkranna á milli og taka á sig endalausa aukavinnu. Sigríður Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Fjölnir Sæmundsson eru sammála um að starf lög- reglunnar hafi breyst mikið og hlúa þurfi sérstaklega að einstaklingum innan hennar, ekki síst eftir að heimsfar- aldur þandi starfið út. Í vikunni skrifuðu þau Sig-ríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Fjölnir S æmu nd s s on , for maðu r Landssambands lögreglu- manna, undir samkomulag um samstarf gegn kulnun í starfi á meðal lögreglumanna. Markmiðið með samkomulag- inu er að koma á fræðsluátaki um vinnutengda kulnun meðal lög- reglumanna og eru þau Sigríður og Fjölnir sammála um að engin van- þörf sé þar á og þó ýmis úrræði séu í boði fyrir lögreglumenn til að létta á sér vanti mögulega fræðslu til að þeir nýti sér þau. Sjálfsvíg annað hvert ár Fjölnir bendir á að allavega annað hvert ár falli lögreglumaður fyrir eigin hendi en gera megi því skóna að talan sé hærri, enda séu sjálfsvíg almennt vantalin hér á landi. „Við hjá Landssambandinu fórum að velta þessari staðreynd fyrir okkur af því að lögreglumönnum eru boðnar ýmsar leiðir, svo sem sálfræðiþjónusta og félagastuðning- ur. Af hverju er þetta ekki að virka?“ Fjölnir segist hafa farið að velta fyrir sér hvort ekki þyrfti að gera eitthvað til að lögreglumenn nýti sér það sem er í boði. „Hugmyndin er því að setja af stað þetta verkefni til að láta þessi úrræði virka,“ segir hann og bendir á að vitað sé hvers lags hjálp þurfi, þetta snúist um að hún sé nýtt. Vildi brjóta þennan múr Sigríður bendir á að vandinn liggi í menningunni sem lengi hefur verið við lýði innan lögreglunnar. „Ég byrjaði til dæmis á Suðurnesj- um fyrir margt löngu og þar sögðu mér eldri lögreglumenn að þegar þeir hættu í starfi, hefðu gömlu draugarnir og öll erfiðu útköllin skyndilega læðst aftan að þeim. Við ákváðum því að passa betur upp á þá sem voru að ljúka störfum. Við sáum líka ungt fólk sem var að fara í gegnum erfiðar upplifanir hjá okkur, eins og útköll þar sem börn eru í vanda, deyja jafnvel, sjálfsvíg og annað slíkt, þetta tekur gríðar- lega á. Ég skyldaði því yfirmennina til að fara til sálfræðings,“ segir Sig- ríður, enda fannst henni ekki hægt að búast við því að starfsfólkið leit- aði sér hjálpar á meðan yfirmenn- irnir forðuðust það. „Mér fannst við þurfa að brjóta þennan múr.“ Sigríður var því ein þeirra sem þurftu að ganga fram með góðu fordæmi og lýsir hún fyrsta sál- fræðitímanum sínum: „Ég byrjaði á að segja: Jæja, ég er nú bara hingað komin til að sýna gott fordæmi. Hann spurði þá á móti hvort ég vildi nú ekki ræða málin fyrst ég væri nú mætt og ég svaraði að það væri nú allt í lagi hjá mér,“ rifjar hún upp í léttum tón. „Svo nær hann að tala mig til og ég byrja að tala og það endaði með því að hann þurfti að ýta mér út því tíminn var búinn. Þarna var ég að tala um hluti sem ég hafði ekki hugmynd um að hvíldu þungt á mér,“ segir Sigríður og bætir við að bæði hafi það verið atriði úr starfi og einkalífi. „Mér er alveg sama hvað menn tala um. Svo lengi sem þeir mæti. Þannig ryðja þeir brautina.“ Tuttugu milljónir árlega Sigríður bætir við að Embætti ríkis- lögreglustjóra greiði í kringum 20 milljónir á ári í sálfræðiþjónustu og hún sjái ekki eftir krónu þó í raun samsvari kostnaðurinn heilu stöðugildi. „Þetta á bara að vera eitt tækjanna í tækjabeltinu okkar og ekki síst fyrir þá aðila sem vinna að viðkvæmum málum eins og barna- Verðum að brjóta þennan múr Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is níði, kynferðisbrotum og öðrum alvarlegum brotum.“ Sigríður segir að embættið hafi nýlega gert svefnrannsókn á starfs- fólki sem sýnt hafi að talsvert marg- ir væru á hættumörkum sökum svefnskorts. Á hverju ári séu jafn- framt gerðar ítarlegar heilbrigðis- skoðanir og alltaf séu einhverjir sem greinist þar með lífsstílstengda kvilla. „En það sem við höfum virki- lega áhyggjur af er að þegar fólk fer í kulnun missum við sjónar á því og það missir um leið skjólið frá félögunum, en hjá lögreglunni eru félagarnir svolítið hin fjölskyldan þín,“ segir hún og Fjölnir bætir við: „Eins og þeir sem eru í fíkniefnamál- unum, þeir lifa í öðrum heimi en við hin og mörkin þeirra geta færst. Þú ert alltaf á grensunni sem er erfitt og mjög erfitt fyrir heimilislífið. Þegar starfsmenn mínir segjast ekki nenna að fara til sálfræðings til að ræða vinnuna bendi ég þeim á að þeir þurfi ekkert að tala um vinnuna: Talaðu bara um konuna þína – eða börnin,“ segir Fjölnir. „Tengdó selur alltaf,“ skýtur Sig- ríður inn í. „Segðu þeim að tala um tengdó,“ segir hún og hlær. Samviskubit tengt vaktavinnu „Vaktavinna eykur mjög álagið á heimilislífið og það er kannski álag- ið sem þú tekur með þér í vinnuna, áhyggjurnar af því að þú sért ekki að sinna heimilinu sem skyldi. Samviskubitið yfir því að vera alltaf á vöktum og vera mögulega sofandi þegar aðrir eru vakandi,“ lýsir Fjölnir. „Til að bæta gráu ofan á svart þá erum við undirmönnuð,“ segir Sigríður og bendir á að um 50 lög- reglumenn séu útskrifaðir árlega. „En þörf er á mun fleiri menntuðum lögreglumönnum á landsvísu og stytting vinnuvikunnar jók enn á þá þörf. Við erum komin í talsvert mik- inn mínus og það vantar menntaða lögreglumenn. Þetta verður til þess að við þurfum að bæta á aukavinnu. Sem er algjörlega í andstöðu við það sem verkefnið gengur út á.“ Þurfum að hlusta á okkar fólk Sigríður bendir jafnframt á að sam- félagið hafi breyst mikið. „Staðan í dag er sú að fólk vill fá að sinna börnunum sínum. Það er ekki lengur til í að vinna myrkr- anna á milli og taka á sig endalausa aukavinnu. Þetta er bara ekki gert lengur og við sjáum mjög mikinn mun á yngri og eldri kynslóðinni þegar kemur að þessu, rétt eins og alls staðar annars staðar í samfélag- inu. Yngri kynslóðinni finnst ekkert eðlilegt að vera alltaf með símann við höndina og tilbúin að stökkva af stað þegar kallið kemur. Við getum ekki ætlast til þess að það geri það, við þurfum að hlusta á okkar fólk.“ Sigríður bendir einnig á að ekki megi gleyma því hvaða áhrif Covid hefur haft á lögreglumenn. Hún lýsir því sem þeir hafi verið á flæði- línunni lengi og litið á Covid sem eins konar tímabundin uppgrip sem takast þurfti á við, en svo hafi sannarlega lengst í því og það sé farið að taka sinn toll. Segja fólki að fara að sofa „Ég var að hlusta á ræðu Víðis Reyn- issonar á dögunum þar sem hann nefndi hina ýmsu starfsmenn emb- ættisins, skrifstofufólk, lögfræðinga, tæknifólk og lögreglufólk í ýmsum ólíkum verkefnum. Allt þetta fólk hafði tekið að sér auka verkefni tengd Covid. Það er svo margt sem gerist á bak við tjöldin. Rakningar- teymið var til að mynda mannað af fólkinu sem fyrir var. Öll þessi verkefni sem þöndust út lögðust á fólkið sem var fyrir. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að við séum tilbúin að grípa fólk ef það brennur yfir eða þarf utanaðkomandi aðstoð eftir þessa erfiðu tíma,“ segir hún. „Lögreglan gerir allt sem enginn annar gerir, alveg sama hvaða verk- efni það er,“ segir Fjölnir og lýsir því hvernig starf lögreglumannsins breyttist í heimsfaraldri. „Við vorum farin að banna fólki að borða og senda það heim til sín að sofa,“ segir hann með tilþrifum og viðurkennir að það hafi verið farið að reyna á taugarnar. „Að vera sífellt að segja fullorðnu fólki að fara heim að sofa því klukkan væri orðin tíu. Maður fór að hugsa með sér: Er þetta hlutverk lögreglunnar? Að segja fólki að fara að sofa?“ Hann bendir á að þessi útvíkkun lögreglustarfsins hafi ekki verið til að auka á vinsældir löggunnar. „Ég lokaði til að mynda líkams- ræktarstöð. Þú getur ímyndað þér hvernig það var að senda fólk út með þeim skýringum að það væri of nálægt hvert öðru að svitna í hóp.“ Fjölnir og Sigríður eru sammála um að þolinmæði fólks sé á þrotum og þau finni fyrir því. Enginn undir þetta búinn „Það sem við höfum líka áhyggjur af er að hlutfall ómenntaðra lög- reglumanna er að aukast og er talið að þeir séu allt að 40 prósent þeirra sem eru á götunni. Það er meðal annars vegna styttingar vinnuvik- unnar, við erum ekki að útskrifa nægilega marga lögreglumenn og oft er erfitt að fá lögreglumenn út á land,“ segir Fjölnir og útskýrir að á landsbyggðinni verði lögreglu- menn að ganga í öll störf, auk þess sem ómögulegt sé fyrir þá að hverfa í fjöldann. „Þetta eykur auðvitað álagið á alla. Ef ég til dæmis er á vakt með fjórum en er eini lærði lögreglu- maðurinn, þá ber ég einn ábyrgð- ina ef eitthvað klikkar. Við erum kannski að senda unga, óundirbúna menntaskólakrakka í sumarvinn- unni sinni beint í banaslys. Það er enginn undir þetta búinn.“ Eins og fyrr segir eru ýmsir val- kostir fyrir lögreglumenn til að létta á sér en samkvæmt Fjölni og Sigríði snýst verkefnið nú um að kynna þá kosti betur og fræða lögreglumenn um kosti þess að leita sér aðstoðar. „Það eru alltaf viðrunarfundir eftir stór slys en það nægir ekkert öllum,“ segir Fjölnir, en viðrunar- SIgríður Björk og Fjölnir ætla að vinna markvisst í því að lögreglumenn sæki sér frekari aðstoð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 30 Helgin 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.