Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2021, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 25.09.2021, Qupperneq 34
Ríkislögreglu­ stjóri og formaður Landssambands lögreglumanna hafa skuld­ bundið sig til að vinna saman gegn kulnun lögreglumanna í starfi. fundur er eins konar áfallahjálp sem er stýrt af fagmanni. Hættir að finna til „Hjá lögreglumönnum er það oft þannig að þeir sem ekki tjá sig á fundinum líður illa. Vandinn hjá mörgum lögreglumönnum er að þeir eru löngu hættir að finna til. Ég hef upplifað að koma að banaslysi og finna ekki fyrir því. Það kom mér á óvart og ég spurði þann sem var með mér hvort það hefði komið illa við hann. Hann svaraði þá að það sem honum hefði fundist verst við útkallið hefði verið hversu hratt ég ók.“ Aðspurður segist Fjölnir ekkert vita um hvort slíkur doði sé eðlileg afleiðing þess að koma oft að erf­ iðum slysum og aðstæðum, en það sé eitt af því sem megi skoða. „Þú kannast við þegar þér líður illa en veist ekki endilega hvað málið er ef þú finnur ekki fyrir neinu.“ Sigríður bendir jafnframt á að starf lögreglunnar hafi breyst mikið og í dag sé lögregluembættið ekki lengur valdastofnun heldur þjónustustofnun. Mikilvægt sé að lögreglan sé meðvituð um hvernig hún kemur fyrir, enda geti lögreglu­ afskipti verið stórmál fyrir almenna borgara. „Ég fékk margsinnis til mín fólk með opin sár eftir stór áföll, vegna viðbragða lögreglu. Eitthvað sem var sagt á vettvangi eða að ekki var hlustað og þetta situr í fólki,“ segir Sigríður. „Lögreglan þarf að vera lærð. Það er stórmál fyrir marga að hitta lögreglu. Sumum finnst stórmál að vera stöðvaður fyrir of hraðan akstur á meðan okkur finnst það ómerkilegt, enda kannski tíundi ökumaðurinn sem við stöðvum þann dag.“ Blaðamaður viðurkennir að vera ein þeirra sem alltaf líði sem glæpa­ manni ef hún lendir við hlið lög­ reglubíls á rauðu ljósi og uppsker hlátur lögreglunnar. „Maður tekur eftir því að ef maður keyrir á eftir einhverjum fer hann allt í einu að keyra á löglegum hraða,“ segir Fjölnir. Lífaldur lögreglumanna styttri Ellilífeyrisaldur lögreglumanna miðast við 65 ár og bendir Fjölnir á að hann sé lægri í mörgum nágrannalöndum. „Það er þekkt vandamál innan lögreglunnar að margir eru alveg búnir á því upp úr sextugu, síðustu árin í starfi,“ segir hann og jánkar því að þá sé oft reynt að færa menn til í starfi, inn á skrifstofu, ef hægt er að koma því við. „Lífaldur lögreglumanna er styttri en hjá öðrum stéttum, þeir deyja fyrr,“ segir Fjölnir með áherslu og er viss um að það megi rekja beint til álags í starfi. „Það þarf kannski bara að viður­ kenna að þegar þeir eru sextugir megi þeir bara fara í einhver önnur störf innan embættisins.“ Talið berst aftur að þjónustu­ hlutverkinu og segir Sigríður nú mikilvægt að setja sig í spor bæði þeirra sem lögreglan þjónustar og samstarfsfólks síns. „Og þá helst að skilja yngri kynslóðina sem er með aðrar áherslur. Að við missum ekki fólk í einsemd sem er að kljást við vanda sem hefur risið vegna of mikils álags.“ Lögreglunám á háskólastigi Aðspurð um brottfall innan lög­ reglunnar segja þau það helst vera á fyrstu árunum og lengi vel hafi það verið mikið hjá konum, áður en farið var í markvissar aðgerðir til að fjölga konum í stéttinni. Lögreglunám er nú orðið tveggja til þriggja ára háskólanám við Háskólann á Akureyri ásamt starfs­ námi sem Menntasetur lögreglunn­ ar heldur utan um. „Sú ákvörðun að færa námið á háskólastig var tekin til að breyta aðeins áherslum og vera samkeppn­ ishæf við löndin í kring. Nú er hægt að kenna meira svo fólk komi betur undirbúið,“ segir Sigríður. Í dag miðast aldurstakmark í lög­ reglunám við tuttugu ár en ekki er lengur um neinn hámarksaldur að ræða þó umsækjendur þurfi að standast ákveðin læknispróf. „Að mínu mati mætti hækka ald­ urinn enda hefur enginn gott af því að fara tvítugur í lögreglubúning,“ segir Fjölnir ákveðinn. „Það er bara mín skoðun. Það munar miklu að vera með lífsreynt fólk.“ Verkefnið fram undan er enn svolítið ómótað en að sögn þeirra Fjölnis og Sigríðar stendur til að kalla alla að borðinu af öllu landinu og sjá hvar þörfin er. „Við erum að skuldbinda okkur til að setja orku og fjármagn í þetta verkefni,“ segir Sigríður ákveðin og Fjölnir bætir við: „Ég er að vona að það að tala um þetta verði til þess að einhver ákveði að leita sér hjálpar.“ n Ég lokaði til að mynda líkamsræktarstöð. Þú getur ímyndað þér hvernig það var að senda fólk út með þeim skýringum að það væri of nálægt hvert öðru að svitna í hóp. Fjölnir stod2.is Tryggðu þér áskrift Í KVÖLD 32 Helgin 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.