Fréttablaðið - 25.09.2021, Qupperneq 38
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Stefán er sterkasti maður Íslands
árið 2021. Hann stundar stífar
æfingar á hverjum degi og þegar
hann er ekki að æfa er hann að
hugsa um næstu æfingu, hvernig
hún geti verið sem best.
„Ég set rosalega mikið álag á
hnén á mér, olnboga og mjaðmir í
öllum þessum þungu lyftingum og
barsmíðum sem maður er að setja
líkamann á sér í gegnum. Ég finn
mikinn mun á fótleggjunum á mér
og olnbogum. Ég þjáðist mikið af
bólgum sérstaklega í olnbogum
og þær hafa minnkað alveg rosa-
lega. Þetta er í raun að halda mér
gangandi, ég get æft af miklum
ákafa eftir að ég fór að taka Active
JOINTS reglulega,“ segir Stefán.
„Það var móðir mín sem kynnti
mig fyrir þessum bætiefnum
frá Eylíf. Ég prófaði þau fyrst hjá
henni, svo var ég í Krónunni ein-
hvern tímann og sá þau og keypti
þau þar. Ég hef ekki hætt að taka
þau inn síðan. Mér finnst þau virka
vel fyrir mig, mér finnst ég finna
mun þegar ég er ekki að taka þau
inn. Þetta kemur sér vel í þessu
sporti sem ég er í.“
Stefán velur að nota vörurnar
frá Eylíf af því þær eru íslensk
fæðubótarefni. Auk Active JOINTS
tekur Stefán inn Happier GUTS
sem hann segir einstakt efni fyrir
mann eins og hann, sem þarf að
borða rosalega mikið.
„Ég er að lyfta alls konar grjóti,
keppa í réttstöðulyftu og draga
vörubíla. Ég þarf að borða nánast
7.000 kaloríur á dag. Það er ekki
hollt fyrir þig til lengdar. Þú verður
þrútinn og uppblásinn, þér getur
verið bumbult allan daginn. En
eftir að ég fór að taka inn Happier
GUTS, sem er fyrir meltinguna, þá
líður mér miklu betur í líkam-
anum. Það hefur svo mikil áhrif á
svo margt þegar þú ert ekki svona
þungur á þér og þér er ekki illt í
maganum. Þú ert bara glaðari yfir
daginn,“ útskýrir Stefán.
„Aflraunir eru mjög óheilbrigt
sport fyrir líkamann en ég vil
auðvitað stunda það á sem heil-
brigðastan hátt. Þá verður maður
að hugsa um allar hliðar næringar-
lega séð. Ef maður finnur einhver
svona bætiefni sem hjálpa þá notar
maður þau hiklaust.“
Stefán segist hiklaust mæla með
Happier GUTS og Active JOINTS.
„Þetta er ekki bara fyrir fólk eins
og mig sem stundar lyftingar.
Móðir mín hefur líka tekið þetta
inn í dálítinn tíma og hún finnur
mikinn mun á sér. Þetta er í raun
fyrir alla.“
Úr hreinum
íslenskum hráefnum
Vörulínan Eylíf býður upp á fjórar
vörur, Active JOINTS, Stronger
BONES, Smoother SKIN & HAIR,
og Happier GUTS, allt vörur sem
hafa reynst fólki vel. Vörurnar eru
unnar úr hreinum, íslenskum hrá-
efnum, engum aukefnum er bætt
við og framleiðslan er á Íslandi.
„Vinsælasta varan er Active
JOINTS sem inniheldur fjögur
íslensk næringarefni og margra
ára rannsóknir sýna fram á
jákvæð áhrif þeirra,“ segir Ólöf
Rún Tryggvadóttir, stofnandi
vörulínunnar.
Active JOINTS er sérhönnuð
blanda sem inniheldur kalk-
þörunga, smáþörunga, GeoSilica
kísil og birkilauf. Margra ára rann-
sóknir sýna fram á jákvæð áhrif
næringarefnanna á bein, liði, melt-
ingu og húð. Auk þess inniheldur
bætiefnið C- og D3-vítamín.
Happier GUTS inniheldur einn-
ig fjögur íslensk hráefni, þau eru:
Kítósan, unnið úr rækjuskel, það
eru náttúrulegar trefjar sem reyn-
ast vel fyrir meltinguna og draga í
sig fituefni úr meltingarveginum.
Kalkþörungar, sem eru mjög
kalkríkir og innihalda 74 stein- og
snefilefni úr náttúrunni. GeoSilica
kísillinn sem hefur reynst vel og
rannsóknir staðfesta virkni og að
lokum fjallagrös sem eru vel þekkt
fyrir sín góðu áhrif á meltinguna.
Blandan er styrkt með meltingar-
ensímum, C-vítamíni, krómi, joði
og sinki.
Ólöf Rún stofnaði Eylíf vegna
þess að hana langaði að setja
saman þau frábæru hráefni sem
eru framleidd á Íslandi á sjálf-
bæran hátt frá náttúrulegum auð-
lindum landsins og auka þannig
aðgengi fólks að þeim hráefnum.
Framleiðslan fer fram á Grenivík
og þróun varanna er í samstarfi
við sérfræðinga frá Matís.
„Við vöndum til verka og
sækjum í sjálf bærar auðlindir úr
Stefán segir
mikið álag á
liði við æf-
ingarnar en
Active JOINTS
hjálpar mikið.
Hann þarf líka
að borða mjög
mikið vegna
æfinganna
en tekur inn
Happier GUTS
til að bæta
meltinguna.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Vörulínan Eylíf býður upp á fjórar vörur úr hreinum íslenskum hráefnum. Active JOINTS, Stronger BONES, Smoother SKIN & HAIR og Happier GUTS. MYND/AÐSEND
En eftir að ég fór að
taka inn Happier
GUTS, sem er fyrir
meltinguna, þá líður mér
miklu betur í líkam-
anum.
Stefán Torfason
sjó og af landi. Við notum hreina,
íslenska náttúruafurð, hrein hrá-
efni sem ekki eru erfðabreytt og
stuðla að sveigjanlegri líkama, þá
erum við færari til að takast á við
verkefnin í dagsins önn. Við vitum
að heilsan er dýrmætust, því er svo
mikilvægt að gæta vel að henni og
fyrirbyggja ýmis heilsuvandamál.
Heilbrigð melting er grunnurinn
að góðri heilsu, þess vegna vildum
við hjá Eylíf bjóða upp á gæða-
vöru fyrir meltinguna,“ segir Ólöf
Rún. n
Eylíf vörurnar fast í öllum apó-
tekum, Fjarðarkaupum, Hag-
kaup, Krónunni, Heilsuhúsinu,
Melabúðinni og Nettó. Ókeypis
heimsending af eylif.is
Fæðubótarefni koma ekki í stað-
inn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki
ætlað börnum eða barnshafandi
konum. Ekki er ráðlagt að taka
meira en ráðlagður dagskammtur
segir til um. Geymist þar sem
börn ná ekki til.
2 kynningarblað A L LT 25. september 2021 LAUGARDAGUR