Fréttablaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 44
arionbanki.is *Skv. MMR 2021 Ef þú ert ekki með Arion appið getur þú sótt það í App Store eða Google Play. Í appinu tekur enga stund að: Ert þú með besta bankaappið? • Dreifa greiðslum • Stýra yfirdrætti • Sækja um Núlán • Finna PIN númer • Kaupa og selja hlutabréf og í sjóðum • Stofna viðbótarlífeyrissparnað • Byrja grænan sparnað • Borga reikninga • Frysta kort Már Elíson fluttist alfarið búferlum til Spánar fyrir tæpum þremur árum. Hann á hús á Valencia-svæðinu á Spáni þar sem hann unir sér vel í félagsskap fjölda ann- arra íslenskra eftirlaunaþega. sandragudrun@frettabladid.is Már vinnur fyrir Félag húseigenda á Spáni og aðstoðar því fjölda Íslendinga sem flytja þangað alfarið eða dvelja þar löngum stundum. „Hér hafa verið allt að 5.000 Íslendingar en við tölum oft um að þeir séu um 3.000, sem er tæpt eitt prósent af þjóðinni. Ég er íbúi hér, f lutti úr Kópavogi og er með heimilisfesti hér á Spáni. Þeir Íslendingar sem eru með heimilis­ festi hér á svæðinu skipta hund­ r uðum. Þeir gætu jafnvel verið 1.000. Svo eru það farfuglarnir sem flykkjast hingað með f lugvél­ unum í september og fara ekkert fyrr en í maí. Þeir eru örugglega 1.000 líka og svo er fjöldinn allur af fólki sem dvelur hér yfir sumar,“ segir Már sem er staddur á lög­ mannsskrifstofu Félags húseig­ enda á Spáni þar sem hann var að ljúka við að aðstoða hjón við að gera erfðaskrá. „Spænska ríkið krefst þess að við gerum erfðaskrá ef við eigum eign hér. Annars gengur eignin bara til spænska ríkisins. Við erum á fullu hér að aðstoða fólk við að koma því á réttan kjöl hér, koma því fyrir í heilbrigðiskerfinu hér, sem er eitt það besta í heimi. Við erum að vinna baki brotnu hér allan daginn að hjálpa fólki,“ segir Már. Ókeypis heilbrigðisþjónusta Már segir að lífið á Spáni sé allt öðruvísi en á Íslandi, það þarf ekki að nota yfirhafnir vegna veður­ blíðu og meira verður úr pening­ unum. „Hér á elliárunum þá dugar okkur betur þessi smán sem við fáum frá Tryggingastofnun heima og skertur lífeyrissjóður. Við fáum meira fyrir peninginn hér. En þegar evran er komin í 152 krónur þá töpum við. Við fáum færri evrur út af háu gengi,“ útskýrir hann. „En það er þannig að annað hvort áttu mikið af peningum og þolir skerðingar, eða þú átt lítið af þeim og þolir þær þá síður. En við erum hér af því peningarnir okkar duga miklu betur hér í öllu tilliti. Við borgum ekki krónu í heilbrigðiskerfið hér. Hvort sem við förum á heilsugæslu eða sjúkrahús. Það er allt baktryggt af íslenska heilbrigðiskerfinu. Líka ef þú ert með lögheimili á Íslandi, þá máttu dvelja á Spáni í sex mánuði og þarft bara bláa evrópska sjúkratryggingakortið til að fá ókeypis heilbrigðisþjónustu. Við höfum það bara eins og blómi í eggi.“ Öflugt félagslíf Már segir að mikill samgangur sé á milli Íslendinganna á Valencia­ svæðinu. Þar er auk húseigenda­ félagsins starfrækt Íslendingafélag. Reglulega eru haldnir ýmsir fundir og mannfagnaðir. „Ég er til dæmis að fara á eftir á fund fyrir Íslendinga á þekktum sundlaugarbar hér. Við höldum alls kyns mannfagnaði, veislur og árshátíðir. Þetta er gott samfélag. Í október verður nokkur hundruð manna veisla hjá Félagi húseig­ enda hér. Við höfum það mjög gott hér, það er enginn neikvæður punktur,“ segir hann. „Við erum með allt sem við þurfum hér og okkar eigin ræðis­ mann sem sér um okkar mál. Fólk getur verið alveg öruggt hér.“ n Peningurinn dugar lengur á Spáni Við höldum alls kyns mannfagnaði, veislur og árshátíðir. Þetta er gott samfélag. Már er ánægður með lífið á Spáni þar sem fjöldi Íslendinga býr. MYND/AÐSEND 4 kynningarblað 25. september 2021 LAUGARDAGUREFRI ÁRIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.