Fréttablaðið - 25.09.2021, Side 47
hagvangur.is
Vaki fiskeldiskerfi ehf. var stofnað
árið 1986 og hefur frá fyrstu tíð verið
leiðandi fyrirtæki í hönnun og þróun
á hátæknibúnaði fyrir fiskeldi um
allan heim. Rúmlega 30 starfsmenn
sinna vöruþróun, framleiðslu, sölu og
þjónustu í höfuðstöðvum Vaka á Íslandi
og sölu- og þjónustuaðilar eru á öllum
stærstu mörkuðum erlendis.
Árið 2019 keypti MSD Animal Health
allt hlutafé í Vaka og nú sem hluti af
MSD eru uppi spennandi áform um
stækkun og eflingu fyrirtækisins.
Aukin áhersla verður lögð á vöruþróun
og þjónustu í nánu samstarfi við
viðskiptavini og munu nýjar lausnir
Vaka stuðla að framþróun fiskeldis
um allan heim.
Frekari upplýsingar á www.vaki.is
Starfsstöð beggja starfa er
í húsnæði Vaka í Kópavogi.
Umsóknarfrestur er til og með
10. október nk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir,
yrsa@hagvangur.is
Við leitum að öflugum starfsmanni í framleiðslu sem sér um lokasamsetningu,
prófanir og pökkun á vörum til afhendingar. Við leitum að víðsýnum og
sveigjanlegum aðila sem býr yfir ríkri þjónustulund og góðri samskiptahæfni.
Starfsmaður í framleiðslu heyrir undir framleiðslustjóra og tilheyrir
framleiðsluteymi.
Helstu verkefni
• Samsetning, prófanir og pökkun á framleiðslubúnaði Vaka
• Villuprófanir og viðhald á framleiðslubúnaði Vaka
• Tæknileg aðstoð við undirverktaka
• Fjarþjónusta við notendur og þjónustuaðila
• Þátttaka í þróunarverkefnum
Hæfniviðmið
• Nám í rafvirkjun, vélvirkjun eða önnur sambærileg menntun
• Reynsla og áhugi á tæknivinnu
• Færni í bilanaprófunum vélbúnaðar og annars tæknibúnaðar
• Góð enskukunnátta er skilyrði
• Góð tölvukunnátta
• Jákvæðni og rík þjónustulund
• Frumkvæði, sjálfstæði og góð samskiptahæfni
Starfsmaður í framleiðslu
Innkaupa- og birgðastjóri mun leiða innleiðingu stefnumótandi innkaupakeðju
þar sem áhersla er á frammistöðu, gæði og hagkvæmni. Við leitum að aðila sem
hefur reynslu af þróun innkaupa- og vörustjórnunarkerfis.
Helstu verkefni
• Innleiðing og stefnumótun innkaupa- og birgðastefnu
• Þróa og viðhalda nauðsynlegu birgðamagni og efni til að hámarka framleiðslu
• Vinna í samstarfi við sölu-, rekstrar- og þjónustudeild
• Skilgreina lykilmælikvarða (KPIs)
• Leggja til lausnir til úrbóta á ferlum
• Val á sölu- og dreifingaraðilum í samstarfi við fjármála-, sölu-, og framleiðsluteymi
• Byggja upp og viðhalda góðum tengslum við sölu- og dreifingaraðila
Hæfniviðmið
• Reynsla á þessu sviði æskileg, framhaldsmenntun í verkfræði eða viðskiptum er kostur
• Framúrskarandi skipulagshæfni og auga fyrir smáatriðum
• Góður skilningur á vörum fyrirtækisins og flutningaleiðum
• Greiningarhæfni og góð hæfni til úrlausna vandamála
• Kunnátta í Microsoft Office Suite eða tengdum hugbúnaði
• Kunnátta á Dynamic Ax, SAP eða önnur ERP kerfi
Innkaupa- og birgðastjóri
Fyrirtæki
ársins 2021
hagvangur.is