Fréttablaðið - 25.09.2021, Side 49
Finnst þér gaman að leysa
fjölbreytt og krefjandi verkefni?
Umsóknarfrestur er til og með 3. október
Umsóknir ásamt ferilskrá og
kynningarbréfi óskast fylltar út á kpmg.is
Nánari upplýsingar veitir Erik Christianson,
mannauðsstjóri á echristianson@kpmg.is
Sérfræðingur í
fjármálaráðgjöf
Fjármálaráðgjöf veitir viðskiptavinum
sínum fjölbreytta þjónustu frá upphafi
til loka söluferlis fyrirtækja og aðstoðar
viðskiptavini við að greina tækifæri og
áhættur við kaup og sölu fyrirtækja.
Dæmi um verkefni eru gerð
áreiðanleikakannana, verðmatsverkefni,
gerð fjárhagsáætlana og vinna við
fjárhagslega endurskipulagningu.
Hæfniskröfur
Framhaldsmenntun á háskólastigi á sviði
viðskipta-, hag- eða verkfræði.
Viðeigandi starfsreynsla, t.d. úr fjármála-,
hag- eða greiningardeild.
Greiningarhæfni og gagnrýnin hugsun.
Reynsla í greiningu á fjárhagsgögnum og
framsetningu þeirra.
Frumkvæði, vandvirkni og öguð vinnubrögð.
Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í
rituðu og töluðu máli.
Sérfræðingur í gæða-
og verkefnastjórnun er
tengist upplýsingatækni
Teymið í áhætturáðgjöf þjónustar
viðskiptavini sína á fjölbreyttum sviðum
þegar kemur að upplýsingatækni, gæða-
og ferlamálum, áhættustýringu, innri
endurskoðun og sjálfbærni í þeim tilgangi
að auðvelda ákvörðunartöku stjórnenda
og bæta frammistöðu fyrirtækis.
Dæmi um verkefni eru innleiðing og
úttekt á gæða- og öryggisstöðlum,
stafræn stefnumótun, nútímavæðing
skjalamála, verkefnastjórnun,
þarfagreining upplýsingakerfa o.fl.
Hæfniskröfur
Framhaldsmenntun á háskólastigi eða
viðeigandi starfsreynsla.
Þekking og reynsla í upplýsingatækni og
gæðastöðlum t.a.m. ISO27001.
Brennandi áhugi á tækni og stafrænni
vegferð.
Frumkvæði og sjálfstæð og öguð
vinnubrögð.
Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í
rituðu og töluðu máli.
Metnaður til að vera leiðandi í gæða- og
verkefnastjórnun og afla þekkingar.
Sérfræðingur í
viðskiptagreind
Teymið í viðskiptagreind veitir
viðskiptavinum sínum fjölbreytta þjónustu
þegar kemur að því að umbreyta gögnum
í verðmætar upplýsingar sem styðja við
ákvarðanatöku, hvort sem greina þarf eldri
upplýsingar, rauntíma eða til þess að áætla.
Dæmi um verkefni er gerð
stjórnendamælaborða.
Hæfniskröfur
Framhaldsmenntun á háskólastigi á sviði
viðskipta-, hag-, tölvunar- eða verkfræði.
Viðeigandi starfsreynsla er kostur.
Metnaður til að læra þarfagreiningu fyrir
BI lausnir og vinna eftir aðferðafræðum
KPMG.
Metnaður til að vera leiðandi í BI
hugbúnaðarþróun, afla þekkingar á
hönnun og virkni vöruhúsa og geta
skjalað gagnahögun og gagnatengingar.
Rík þjónustulund og samskiptahæfni.
KPMG er alþjóðlegt fyrirtæki sem býður upp á frábær tækifæri til starfsþróunar
og fræðslu, samkeppnishæf laun og hlunnindi og sveigjanlegt vinnuumhverfi.
Á ráðgjafarsviði KPMG starfa um 45 ráðgjafar með fjölbreytta menntun og
reynslu og eru hluti af 2.000 manna ráðgjafarteymi KPMG á Norðurlöndunum.
Sviðið stækkar nú ört og leitar að metnaðarfullum einstaklingum til starfa hjá
einu öflugasta ráðgjafarfyrirtæki landsins.