Fréttablaðið - 25.09.2021, Qupperneq 53
Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík auglýsir eftir
tæknifræðingi eða verkfræðingi á véla- og orkusvið deildarinnar.
Háskólinn í Reykjavík | Menntavegur 1 | 101 Reykjavík | S: 599 6200 | hr.is
Ert þú tæknifræðingur
eða verkfræðingur?
Nánari upplýsingar um starfið veita Hera Grímsdóttir, forseti iðn- og tæknifræðideildar, hera@ru.is, eða Indriði Sævar
Ríkharðsson, fagstjóri véla- og orkusviðs, ind@ru.is. Umsóknum ásamt starfsferilskrá, afriti af viðeigandi prófskírteinum,
yfirliti yfir starfsreynslu og reynslu af kennslu og tveimur nöfnum á meðmælendum, skal skilað á ráðningarvef Háskólans
í Reykjavík, jobs.50skills.com/ru/is, fyrir 11. október 2021. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Hæfniskröfur:
– Menntun sem tæknifræðingur eða meistaragráða í
vélaverkfræði eða tengdum fögum.
– Sérhæfing á sviði orkutækni og vélahönnunar er kostur.
– Reynsla af kennslu er kostur.
– Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
– Góð kunnátta í ensku og íslensku í ræðu og riti.
Starfssvið:
– Kennsla á véla- og orkusviði við iðn- og
tæknifræðideild.
– Mótun kennslu í námskeiðum á sviðinu.
– Þátttaka í stefnu og starfi deildar sem og
almennu kynningarstarfi.
Deildarstjóri
upplýsingatækni
Helstu verkefni
Ábyrgð á upplýsingatæknistefnu og
stafrænni þróun Ósa
Ábyrgð á rekstri upplýsingatæknideildar, s.s.
skipulagi, mannauði og áætlanagerð
Ábyrgð á samskiptum er varða rekstur og
þróun upplýsingatæknimála dótturfélaga
Ábyrgð á samskiptum við úttektaraðila sem
varða upplýsingatæknimál
Breytingastjórnun og ábyrgð
á innleiðingum kerfa
Menntunar- og hæfnikröfur
Menntun sem nýtist í starfi, s.s. tölvunarfræði,
verkfræði eða sambærileg
Farsæl reynsla í starfi og þekking á
upplýsingatæknimálum
Reynsla af innleiðingu breytinga
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Framúrskarandi samskiptahæfni og
þjónustulund
Hæfni til að miðla upplýsingum
Gott vald á íslensku og ensku
Ósar hf. leita að metnaðarfullum og framsýnum einstaklingi til að veita
upplýsingatæknimálum og stafrænni vegferð fyrirtækisins forstöðu.
Framundan er spennandi og metnaðarfull vegferð sem hefst með stefnumótun meðal
samstarfsaðila og viðskiptavina.
Markmið Ósa er að veita dótturfélögum og viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og
notendaupplifun. Til þess þurfa grunninnviðir að vera öruggir, aðgengilegir og traustir,
kerfi að vera notendavæn og skilvirk og þjóna sínu hlutverki vel. Rík þjónustulund og gott
samstarf eru í hávegum höfð og stöðugt þarf að leita tækifæra til nýsköpunar og umbóta
ásamt því að leitast við að sýna hagkvæmni í rekstri.
Hefur þú víðtæka reynslu af stjórnun, stefnumótun og innleiðingu á stefnu
í upplýsingatækni?
Hefur þú metnað og góða samskiptahæfni til að leiða stafræna vegferð Ósa?
Við hvetjum hæfileikaríkt fólk til að sækja um starfið, óháð kyni. Umsóknir óskast fylltar út á
vef Hagvangs, hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 4. október. Nánari upplýsingar veitir
Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is.
Ósar er nýstofnað móðurfélag Icepharma hf., Parlogis
ehf. og LYFIS ehf. Hlutverk félagsins er að veita vandaða
og faglega stoðþjónustu til dótturfélaga m.a. á sviði
fjármála og upplýsingatækni, svo þau geti einbeitt sér að
kjarnastarfsemi sinni.