Fréttablaðið - 25.09.2021, Síða 54
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Vestmannaeyjabæjar
Laust er til umsóknar starf skipulags- og umhverfisfulltrúa
Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða 100% starf innan
stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum
aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum í skipulags- og
umhverfismálum sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi
geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
Skipulags –og umhverfisfulltrúi hefur umsjón með skipulags-,
umhverfis- og náttúruverndarmálum sveitarfélagsins, þjónus-
tu við íbúa og ráðgjöf fyrir bæjarstjórn, fagráð og nefndir og
vinnur skv. samþykktum þeirra. skipulags- og umhverfisfulltrúi
hefur eftirlit og ábyrgð með því að lögum og reglugerðum um
umhverfis- og skipulagsmál sé framfylgt.
Eftirfarandi heyrir m.a. undir verkefna- og ábyrgðarsvið
skipulags- og umhverfisfulltrúa Vestmannaeyjabæjar:
• Skipulagsgerð og útgáfa framkvæmdaleyfa.
• Umsjón með umferðar- og samgöngumálum.
• Umsjón með umhverfis- og hreinlætismálum sveitar-
félagsins.
• Umsjón með náttúruverndarmálum í sveitarfélaginu.
• Umsjón með opnum svæðum, gróðursetningu og upp-
græðslu.
• Umsjón með merkingu og kortlagningu útivistarsvæða
og gönguleiða í sveitarfélaginu.
• Umsjón verkefna er varða gróðurvernd.
• Gerð starfs- rekstrar-, og framkvæmdaáætlana fyrir þá
málaflokka sem undir hann heyra.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi ber ábyrgð á meðferð og
varðveislu gagna, úrvinnslu og upplýsingagjöf, stefnumótun,
þróun verklags og þjónustugæða. Skipulags- og umhverfis-
fulltrúi er starfsmaður Umhverfis- og skipulagsráðs.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi starfar á umhverfis- og fram-
kvæmdasviði og lýtur stjórn framkvæmdastjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun og viðeigandi réttindi til að annast skipu-
lagsgerð skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er skilyrði.
• Þekking og reynsla af skipulags- og umhverfismálum
er æskileg.
• Reynsla af störfum í opinberri stjórnsýslu er kostur.
• Reynsla af þátttöku í stefnumótandi áætlanagerð og gerð
rekstrar- og fjárhagsáætlana er æskileg.
• Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í
vinnubrögðum.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Góð tölvu og enskukunnátta
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Þór Snorrason,
framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs á net-
fanginu olisnorra@vestmannaeyjar.is
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkom-
andi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til
að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt
kynjanna nr 150/2020.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðning-
ur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skulu sendar á
netfangið olisnorra@vestmannaeyjar.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
hefur verið tekin
Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2021.
Laus er til umsóknar staða aðstoðarsaksóknara við embætti ríkissaksóknara.
Starfshlutfall er 100%.
Hæfniskröfur
Umsækjendur skulu hafa lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði og er
einkum leitað eftir lögfræðingum sem hafa lagt sig eftir námsefni á sviði refsiréttar
og sakamálaréttarfars í laganámi sínu.
Gerð er krafa um að umsækjendur hafi reynslu af lögfræðistörfum. Einnig er nauð-
synlegt að umsækjendur hafi mjög gott vald á íslensku og gott vald á ensku.
Lögð er á það áhersla að viðkomandi hafi skipulagshæfileika, geti viðhaft öguð og
sjálfstæð vinnubrögð og eigi auðvelt með mannleg samskipti.
Lýsing á starfi:
Meginverkefni starfsmannsins eru:
a. Meðferð réttarbeiðna frá erlendum yfirvöldum og mál vegna kröfu um fram-
sal/afhendingu erlendra ríkisborgara, þ.m.t. beiðnir á grundvelli Norrænu- og
Evrópsku handtökuskipunarinnar.
b. Meðferð kærumála vegna ákvarðana héraðssaksóknara og lögreglustjóra um
að vísa kæru frá, hætta rannsókn, fella mál niður eða falla frá saksókn, sbr. 52.
gr., 145. gr., 146. gr. og 147. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
• Starfsmaður á samskipti við lögreglumenn, lögmenn, dómstóla og ýmis embætti
og stofnanir, þ.m.t. erlendar stofnanir, í tengslum við mál sem honum eru falin til
meðferðar og afgreiðslu.
• Starfsmaður tekur þátt í gæðastarfi ríkissaksóknara eftir því sem óskað er eftir.
• Starfsmaður sinnir öðrum verkefnum sem ríkissaksóknari felur honum.
Ráðningarkjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og
Stéttarfélags lögfræðinga.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari – sjf@saksoknari.is, S:444-2900
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, skal senda til embættis
ríkissaksóknara, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík, eða á netfangið
saksoknari@saksoknari.is. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum
skulu umsækjendur gefa upp netfang sem notað verður til að eiga samskipti við
umsækjendur. Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2021.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2022.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Aðstoðarsaksóknari
við embætti ríkissaksóknara.
EMS 518325
Toyota Kauptúni
Kauptúni 6
570-5070
BÍLAMÁLARI
Toyota Kauptúni leitar að reyndum bílamálara sem getur hað störf sem fyrst.
Um framtíðarstarf er að ræða í frábæru starfsumhver STARFSSVIÐ:
· Almenn störf bílamálara
HÆFNISKRÖFUR:
· Próf í bílamálun
· Starfsreynsla er skilyrði
· Góð þekking á bílum
· Vandvirkni og stundvísi
· Hæfni í mannlegum samskiptum
Vinnutími er mán-m 08:00-17:00 og fös 08:00-15:30
Umsókn, ásamt ferilskrá og kynningarbré, óskast fyllt út á vef félagsins www.toyotakauptuni.is
Nánari upplýsingar veitir Fanný Bjarnadóttir, fanny@toyota.is
Umsóknarfrestur er til 1. október.
Kauptúni
intellecta.is
RÁÐNINGAR