Fréttablaðið - 25.09.2021, Side 63
Félagsmálaráðuneytið auglýsir eftirfarandi
stöður lausar til umsóknar á skrifstofu
barna- og fjölskyldumála.
Meginhlutverk skrifstofu barna- og fjölskyldumála er að hafa umsjón með tilteknum málaflokkum í íslenskri stjórnsýslu er
varða félags – og fjölskyldumál, þ.á.m. félagsþjónustu sveitarfélaga, málefni barna og barnavernd, málefni aldraðra, málefni
fatlaðs fólks, efnahag heimilanna og málefni flóttamanna og innflytjenda.
Skrifstofan sinnir stefnumótun og úrlausn mála á málefnasviðinu, tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi, hefur umsjón með löggjöf
og fylgist með því að hún taki til allra nauðsynlegra þátta, vinnur að því að stjórnsýsluframkvæmd sé í samræmi við lög og
alþjóðlegar skuldbindingar, og að markmið stefnumótunar ráðherra náist með skilvirkum og markvissum hætti.
Sérfræðingur í málefnum innflytjenda.
Félagsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í málefnum innflytjenda í 100% stöðu á skrifstofu
barna- og fjölskyldumála.
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga og reynslu af málefnum innflytjenda og er tilbúinn að takast á við krefjandi,
áhugaverð og fjölbreytt verkefni þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.
Sérfræðingur í málefnum barna.
Félagsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í málefnum barna í 100% stöðu á skrifstofu barna-
og fjölskyldumála.
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga og reynslu af málefnum barna og réttindum þeirra og er tilbúinn að takast á við
krefjandi, áhugaverð og fjölbreytt verkefni þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.
Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2021.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um störfin má finna á starfatorgi Stjórnarráðsins, www.starfatorg.is
Félagsmálaráðuneytinu, 24. september 2021.
GEÐHEILSUTEYMI HH ADHD
VIRÐING - SAMVINNA - FAGMENNSKA
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laus til umsóknar ótímabundin störf
við nýtt Geðheilsuteymi fyrir fullorðna með ADHD.
Teymið er þverfaglegt geðheilsuteymi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem tekur
við tilvísunum á landsvísu og sinnir greiningu og meðferð einstaklinga 18 ára og eldri.
Um er að ræða spennandi og krefjandi störf í þessum mikilvæga málaflokki.
Eftirfarandi störf eru nú laus til umsóknar:
Nánari upplýsingar veitir Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir - gudlaug.unnur.thorsteinsdottir@heilsugaeslan.is
Sjá nánar á www.starfatorg.is og á www.heilsugaeslan.is undir laus störf
TEYMISSTJÓRI
Heldur utan um
starfsemi teymisins
og ber ábyrgð á
heildarþjónustu við
skjólstæðinga teymis.
YFIRLÆKNIR
Fjölbreytt starf þar sem
viðkomandi ber m.a.
ábyrgð á faglegri
uppbyggingu teymisins
ásamt teymisstjóra.
SÁLFRÆÐINGAR
Sinna greiningu og meðferð
skjólstæðinga sem leita til
teymisins ásamt stuðningi,
fræðslu og ráðgjöf
í þverfaglegu teymi.
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
Sér um móttöku,
tímabókanir, símavörslu,
ritun gagna ásamt öðrum
tilfallandi verkefnum.
Þarftu
að ráða?
WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS
Ráðum sérhæfir sig í ráðningum
og mannauðsráðgjöf.
Við komum til móts við þarfir
fyrirtækja og sérsníðum lausnir
sem henta hverjum viðskiptavini.