Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2021, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 25.09.2021, Qupperneq 64
Ú tboð Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í LED götulampa í þrjú hverfi í Hafnarfirði. Í heildina eru þetta 1.750 lampar og verða tilboð opnuð 21. október kl. 10. Nánar á: hafnarfjordur.is LED götulampar í Hafnarfirði Auglýst útboð Íþróttamannvirki í Búðardal, forval Sveitafélagið Dalabyggð, auglýsir eftir þátttakendum í forvali til að taka þátt í lokuðu alútboði, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á íþróttamiðstöð í Búðardal. Farið verður yfir allar umsóknir og hæfi og geta umsækjanda metin út frá þeim upplýsingum sem þeir leggja fram með umsókn sinni. Miðstöðin samanstendur af íþróttasal, þjónustukjarna með búningsklefum og lyftingarsal ásamt útisundlaug.Heildarstærð íþróttamiðstöðvar er um 1300 m2 og þá er útisvæði sundlaugar með sundlaugakeri, vaðlaug og heitum pottum um 200m2 . Gengið verður inn í íþróttamiðstöð á 1. hæð þar sem öll starfsemi hússins fer fram. Þá verður gert ráð fyrir lagnarými sundlaugar í kjallara og tæknirými á 2. hæð húss. Í húsinu verður hægt að iðka ýmsar íþróttir, bæði æfingar og keppni en miðað er við að í því verði mætt kröfum til keppni í körfubolta. Verkkaupi hefur sett byggingunni og starfsemi hennar sjálfbærn- imarkmið sem mikilvægt er að fylgja eftir. Lögð er megináhersla á að verkið verði unnið á sem hagkvæmastan hátt. Alútboð þetta nær yfir arkitektahönnun, verkfræðihönnun og reisingu hússins. Heiti verkefnisins er: Íþróttamannvirki í Búðardal Helstu verkþættir eru: • Arkitektahönnun • Verkfræðihönnun húss og sundlaugar • Byggingarleyfisumsókn • Jarðvinna • Undirstöður, burðarvirki og ytra byrði • Frágangur utanhúss, þ.m.t. sundlaugarker • Frágangur innanhúss, þ.m.t íþróttagólfs og uppsetning á föstum búnaði • Uppsetning og fullnaðarfrágangur allra lagna- og rafkerfa • Frágangur lóðar Tengiliður verkkaupa mun afhenda forvalsgögn að ósk umsæk- janda í gegnum tölvupóst, kristan@dalir.is. Gögnin verða afhent þriðjudaginn 28. september 2021. Umsókn ásamt umbeðnum gögnum sem talin eru upp í for- valsgögnum skal skila með tölvupósti fyrir kl. 16:00. þriðjudag- inn 12. október 2021. Ekki er hægt að skila inn umsókn eftir að uppgefinn umsóknarfrestur er útrunninn. Heilbrigðisstofnun Norðurlands Húsavík, yfirlæknir Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir að ráða yfirlækni til starfa. Gott húsnæði í boði. Læknar sem starfa hjá HSN eru með aðalstarfsstöð á heilsugæslustöð og sinna móttöku sjúklinga og heilsuvernd ásamt því að sinna vaktþjónustu í héraði. Starfið felur einnig í sér störf á sjúkra- og hjúkrunarsviði. Störfin fela í sér þverfaglega samvinnu innan sem og út fyrir stöðina. Góð reynsla hefur verið af teymisvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga, sem snýr að móttöku, eftirfylgd og utanumhaldi. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri lækninga HSN. Leitað er eftir sérfræðingi með góða reynslu, stjórnunar- og faglega hæfni til að taka þátt í áframhaldandi þróun og uppbyggingu heilsugæsluþjónustu til framtíðar í samræmi við áherslur heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Starfshlutfall er 100% og um er að ræða framtíðarstarf sem laust er 1. desember eða eftir samkomulagi. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá ásamt afriti eða staðfestingu á íslensku lækningaleyfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum, meðmælum og viðtölum við umsækjendur. Starfsstöðin á Húsavík sinnir Húsavík og nágrenni. Unnið er í teymisvinnu í nánu samstarfi hjúkrunarfræðinga og lækna. Á svæðinu búa um 2.400 manns, helstu atvinnugreinar eru iðnaður, þjónusta við ferðamenn, sjávarútvegur og verslun. Leik-, grunn- og framhaldsskólar eru í héraðinu. Í héraði heilsugæslunnar í S-Þingeyjarsýslu búa um 3.900 manns, bæði í blómlegri sveit og í þéttbýli í Mývatnssveit og Húsavík. Náttúra og menning er lifandi og fjölbreytileg og atvinnuuppbygging í fullum gangi. Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norður- lands nær því frá Blönduós í vestri til Þórshafnar í austri. Á upptökusvæðinu HSN búa um 36.000 manns og starfsmannafjöldi er um 600 talsins. Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu auk öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma. Nánari upplýsingar veita: Unnsteinn Ingi Júlíusson - unnsteinn.ingi.juliusson@hsn.is - 464 0500 og Örn Ragnarsson - orn.ragnarsson@hsn.is - 432 4200 Umsóknarfrestur er til og með 04.10.2021 - Sótt er um starfið á Starfatorgi.is og á heimasíðu HSN undir Laus störf. Helstu verkefni og ábyrgð • Almennar lækningar og heilsuvernd • Vaktþjónusta • Læknisþjónusta á heilsugæslusviði • Yfirlæknir er leiðtogi starfstöðvar sinnar og hefur þríþætta ábyrgð; faglega og fjárhagslega ábyrgð sem og starfsmanna- ábyrgð. Hæfniskröfur • Íslenskt lækningaleyfi • Góðrar íslenskukunnáttu er krafist • Reynsla og hæfileiki til að vinna í teymi • Leiðtogahæfileikar og geta til að leiða umbótastarf og breytingar • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki • Sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum kostur • Áreiðanleiki, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Ökuleyfi • Óskað er meðmæla Rangárþing eystra óskar eftir tilboðum í framkvæmdina: NÝR LEIKSKÓLI Á HVOLSVELLI, VALLARBRAUT - HÚSBYGGING Lýsing á verkinu: Verkið felst í byggingu og fullnaðarfrágangi nýs leikskóla á Hvolsvelli. Þegar verktaki kemur að verki verður búið að jarðvegs- skipta undir húsi og girða vinnusvæðið. Byggingin er á staðsteypt- um sökklum. Staðsteyptur kjallari er að hluta til undir húsinu. Útveggir eru úr forsteyptum samlokueiningum og innveggir úr forsteyptum veggeiningum. Hluti útveggja er klæddur með lóðréttri viðarklæðningu úr rauðum sedrusviði. Þak verður staðsteypt plata, einangrað að ofan, vínildúkur og malarlag. Vindföng á suðurhliðum og útigeymsla á lóð eru úr timbri. Frárennslis, regn- og drenlagnir eru PVC pípur ásamt tilheyrandi brunnum. Neysluvatnslagnir eru rör í rör með tilheyrandi deili- kistum. Húsið er hitað með gólfhita. Stofnlagnir að deilikistum neysluvatns- og gólfhita eru rör í rör lagnir. Helstu magntölur eru áætlaðar: • Birt flatarmál 1.650 m² • Heildar rúmmál 5.590 m3 • Steypumót 2.300 m² • Steinsteypa 600 m3 • Bendistál 40.000 kg • Forsteyptar útveggjaeiningar 1.000 m² • Forsteyptir innveggir 1.400 m² • Utanhúss klæðning 365 m² • Þakfrágangur 1.650 m² • Gólfdúkur 1.375 m² • Frárennsli/Neysluvatn/Gólfhiti 900 m/ 2.000 m / 7.900 • Loftræstikerfi 19.200 m3/klst Upphaf framkvæmda: Framkvæmd hefst þegar verkkaupi hefur með formlegum hætti tekið tilboði bjóðanda. Lok framkvæmda: Verkinu skal skila eins og því er lýst í útboðs- gögnum, en loka skiladagur verksins er 28. febrúar 2023. Útboðsgögn verða afhend í útboðskerfinu Ajour þar sem bjóðendur geta sótt gögn frá og með miðvikudeginum 22. september 2021 kl. 14:00. Bjóðendur skrá sig inn á vef og hlaða niður gögnum: https://mannvit.ajoursystem.is Notkunarleiðbeiningar um kerfið má sjá hér: https://help.ajoursystem.com/astopic/tender/ Fyrirmælum varðandi skil gagna er nánar lýst í útboðsgögnum. Bjóðendum verður tilkynnt eftir lok tilboðsfrests um nöfn bjóðenda og heildartilboðsfjárhæð. Erum við að leita að þér?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.