Fréttablaðið - 25.09.2021, Page 82

Fréttablaðið - 25.09.2021, Page 82
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Þegar kemur að sultugerð er margt sem ber að hafa í huga og nú er einmitt sá árstími þegar margir fara í sultugerð. Bæði eftir ferðir í berjamó- inn og tínslu úr gróður- húsum sínum og görðum. Sig ríður Björk Braga dótt ir, eða Sirrý eins og hún er yf ir leitt kölluð, hefur byggt upp öfl ugt fræðslu­ starf fyr ir áhuga menn um matseld og kræs ing ar ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Grendal Magnús­ syni, í Salt eldhúsi og er hafsjór af upplýsingum þegar kemur að góðum ráðum við sultugerð. Sirrý er matreiðslumaður og fyrrverandi ritstjóri Gestgjafans og annálaður sælkeri. Hér gefur hún nokkur góð ráð ásamt sínum uppáhalds upp­ skriftum að sultum. n Gerið minni uppskriftir Ef þið eruð óvön sultugerð er betra að gera frekar minni uppskriftir. Þá er auðveldara að ná utan um verkefnið og ef eitthvað fer úrskeiðis er ekki búið að kosta of miklu til. n Fyrstu skrefin Fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skrefin í sultugerð er betra að byrja á berja­ eða ávaxtamauki frekar en hlaupi. Mauk er auðvelt að laga og ef það stífnar einhverra hluta ekki er það þó alltaf dásamlegt á bragðið og klárast alltaf. n Notið víðan pott Sjóðið sultur í víðum potti, helst stálpotti. Með því að hafa pottinn víðan gufar vökvinn hraðar upp og minni hætta er á að ávextirnir sjóði of lengi. n Aðferðin með kalda diska Í lok suðutímans er gott að fylgjast með því hvort sultan er nógu stíf. Það er sniðugt að vera með 3­4 litla diska í frysti, taka einn út og láta smávegis af sultu á hann og setja prufuna í frystinn aftur í 2 mínútur. Þá getið þið séð hvort hún er nógu stíf. Ef hún er ekki til­ búin er hún soðin áfram í nokkrar mínútur og prófað aftur. Oft er þetta bara spurning um mínútur. n Sjóðið sultur við meðalhita Ávextir innihalda náttúrulegan sykur en til að gera sultu þarf meiri sykur til að leysa úr læðingi hið náttúrulega hleypiefni í þeim. Passið að sjóða sultur við meðal­ hita. Ef þið látið sultu bullsjóða á háum hita getur sykurinn kryst­ allast og þá vinnur hann ekki með ávöxtunum á eðlilegan hátt og sultan þykknar ekki. n Á að nota pektín eða ekki? Ekki er alltaf nauðsynlegt að nota auka pektín í sultur því sumir ávextir og ber eru rík af því frá náttúrunnar hendi. Ávextir og ber eru samt með mismunandi mikið af pektíni og stundum þarf að hjálpa til með því að bæta svolitlu af því við. Oft er nóg að sjóða ávexti og venjulegan sykur saman í 12­15 mínútur og þegar sultan hefur náð réttu hitastigi (yfirleitt 220°C) er hún orðin stíf. Sítrusávaxtasafi er oft notaður til að hjálpa pektíninu. Það er ágætt að nota svokallaðan sultumæli en það er líka bara hægt að notast við aðferðina með köldu diskana í frysti til að fylgjast með sultunni. n Minni sykur? Í berjunum er náttúruleg sýrni og pektín sem hleypur í samspili við sykurinn. Ef þið viljið minnka sykurinn gætuð þið þurft að sjóða sultuna aðeins lengur og setja svo­ lítið pektín út í hana. Það er líka hægt að nota hunang eða agave­ síróp í stað sykurs, bragðið verður Góð ráð við sultun sem steinliggja Sirrý er mat- reiðslumaður og fyrrverandi ritstjóri Gest- gjafans og annálaður sælkeri. Hún gefur góð ráð ásamt sínum uppáhalds uppskriftum að sultum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Sultugerð er skemmtileg og ekki er verra að eiga svona dásemdir. Sirrý setur sultuna í gegnum trekt í sultukrukkur. Góðar sultur með vöfflum, pönnu- kökum eða lummum eru lostæti. aðeins öðruvísi, það þarf að sjóða hana í 10­15 mínútur og geyma í kæli eða frysta. Gervisætuefni henta misvel í sultugerð, af sumum kemur aukabragð og önnur missa sætubragð við hitun, best er að fara eftir leiðbeiningum á umbúðum eða prufa sig bara áfram. Athugið að venjulegur sykur virkar sem rot­ varnarefni í sultunni þannig að ef þið minnkið sykurmagnið án þess að nota pektín skulið þið geyma sultuna í kæli eða frysta hana. n Geymsla á sultum Mér finnst best að gera lítið magn af sultu í einu og njóta jafnóðum. Oftast er þó nauðsynlegt að nýta uppskeru eða þroskaða ávexti og sulta meira magn í einu. Mikil­ vægt er að nota tandurhreinar krukkur, láta þær í 100°C heitan ofn í 15 mínútur, hella sultunni heitri í krukkur og loka strax. Eftir klukkustund ætti að heyrast smellur þegar lofttæmingin verður. Geyma síðan á svölum stað. n Hvernig á að sjóða niður Setjið ofnskúffu með vatni í ofninn. Hitið ofninn í 80°C. Setjið sultu eða sýrt grænmeti í krukkur og lokið strax. Setjið krukkur í skúffuna í ofninum og látið vera þar í 20­25 mínútur. Kælið og setjið í geymslu. Uppáhalds uppskriftir Sirrýjar Sultugerð er skemmtileg en líka góð leið til að minnka sykur í sultunum. Í þessum uppskriftum er ekki mikill sykur og líftíminn því styttri og þarf að geyma þær á köldum stað. „Ef þið setjið heita sultuna í sótthreinsaðar krukkur geymast þær á köldum stað í nokkra mánuði. Mér finnst best að gera passlegt magn, 3­4 krukkur, af sultu í einu og njóta jafnóðum.“ Rabarbarasulta með kardimommum 4 krukkur 1 kg rabarbari, best að nota mjóa nýsprottna stilka (ekki græna svera) 700 g sykur ¾ dl eplasafi 1 sítróna, safi af henni 8 kardimommuhylki, merjið aðeins og notið fræin innan úr hylkjunum 1 msk. sultuhleypir Skolið rabarbarann og skerið í bita. Setjið hann í skál og stráið sykrin­ um yfir. Hellið epla­ og sítrónusaf­ anum yfir og blandið öllu saman. Látið liggja yfir nótt, þetta þarf ekki að vera í ísskáp. Setjið allt í pott, helst stálpott með þykkum botni og bætið sultuhleypi út í. Sjóðið saman í 5 mínútur. Setjið í heitar krukkur og lokið strax. Geymist á svölum stað í 8­10 mánuði. Ferskjusulta 4-6 meðalstórar krukkur Ég nota oft plómur eða nektarínur og eru þessar sultur mínar uppá­ halds. 1,5 kg ferskjur eða plómur 700 g sykur 3-4 sítrónur, safi af þeim Skerið ferskjurnar í bita og fjarlæg­ ið steininn. Setjið þær í skál ásamt sykrinum. Látið bíða í 8 klukku­ stundir eða yfir nótt í ísskáp. Takið til hreinar krukkur, reikna má með 4­6 meðalstórum krukkum. Hellið sykrinum sem er orðinn að legi í pott og látið suðuna koma upp. Bætið ferskjum og sítrónusafanum út í. Sjóðið saman í 15­20 mínútur. Notið aðferð með kalda diska í frysti til að prófa stífleikann á sultunni. Mismunandi er hversu mikið pektín er í ferskjum, það fer eftir tegundum. Hér eru sítrónur notað­ ar til að hjálpa til við að fá sultuna stífa. Byrjið að prófa sultuna eftir 15 mínútur. Ef hún er ekki nógu stíf má sjóða hana í 5 mínútur í viðbót en ekki mikið lengur því þá fer hún að verða brún. Hellið sultunni í heitar, hreinar krukkur og lokið strax. Eftir svo­ lítinn tíma fara að heyrast smellu­ hljóð í krukkunum þegar þær loft­ tæmast. Þessa sultu þarf að geyma á svölum stað því sykurmagnið er í minna lagi. Sultan geymist í ísskáp í 6 mánuði. Einföld berjasulta með plómum og vanillu 3-4 krukkur 8 plómur, skornar í bita og kjarninn tekinn úr 500 g ber 600 g sykur Safi úr einni sítrónu (ca. ½ dl) Hér notum við frosin ber, skógar­ ber, brómber, hindber eða blönduð ber og nýjar plómur en leika má með uppskriftina á ýmsa vegu og nota ferskar ferskjur eða nektar­ ínur í staðin fyrir plómur. Þessa sultu þarf að geyma á svölum stað því sykurmagnið er í minna lagi. Sultan geymist í ísskáp í 6 mánuði. Setjið allt í pott og sjóðið saman í 30 mínútur. Setjið í sótthreinsaðar krukkur og lokið strax. Bláberjachutney 1 krukka 2 dl bláber, fersk eða frosin 3 msk. sykur 1 msk. balsamedik Setjið allt saman í pott og látið sjóða í 2 mínútur. Hellið í skál. Þetta chutney geymist ekki mjög lengi, kannski tvær vikur, og því gott að frysta bláberin á haustin og grípa í þau í svona chutney. Frábært meðlæti með alls konar réttum og með ostum. Geymist í ísskáp í einn mánuð. Hindberjasulta án sykurs 1 krukka 160 g frosin hindber 100 g döðlur, best að nota ferskar döðlur ½ dl vatn 4 -6 dropar stevía Steinhreinsið döðlurnar og sjóðið þær með hindberjunum ásamt ½ dl vatni. Merjið sultuna saman og bætið stevíu í. Byrjið á 2 dropum og smakkið síðan til, ekki er gott að setja of mikið. Geymist í ísskáp í einn mánuð. Setjið í krukku og kælið. Ef þið farið hreinlega með hana, stingið t.d. ekki smjörhnífnum í krukkuna, geymist hún í mánuð í ísskáp ef hún er þá bara ekki búin þá. Sultur er hægt að nota með margskonar réttum eftir smekk hvers og eins. Vonandi koma þessi góðu ráð að gagni. n 6 kynningarblað A L LT 25. september 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.