Fréttablaðið - 25.09.2021, Qupperneq 86
ur hann áfram en brúðkaupið fór
fram á Búðum á Snæfellsnesi. „Þau
voru heppin að presturinn var ekki
farinn bara.“
„Svavar hefur gengið með mér
í gegnum f lestar barneignirnar,“
segir fimm barna faðirinn Svali.
„Þeir hafa báðir verið stór hluti af
lífi barnanna og eru guðfeður þess
yngsta.“ Svavar segir vináttuna
hafa þróast. „Við erum vinahjón og
eiginlega er þetta orðið meira en
fjölskylda.“
Í desember 2017 f lutti Svali út til
Tenerife og hefur boðið upp á róm-
aðar styttri ferðir fyrir ýmsa hópa,
aðallega Íslendinga. Hvaða áhrif
höfðu f lutningarnir á vináttuna?
„Sko, Svavar talar allan daginn
í vinnunni, og honum leiðist geð-
veikt að vera einn,“ segir Svali og
Svavar bætir við: „Við tölum saman
á hverjum degi. Á leiðinni heim úr
vinnunni hringi ég fyrst í Svala, svo
Evu Laufey, svo mömmu og svo er
ég kominn heim.“ En Svavar hringir
ekki bara í hann úr bílnum. „Já, já,
svo hringir hann líka í mig þegar
hann er á klósettinu!“ bætir Svali
við. Þetta er sem sagt alvöru vinátta.
Ævintýrin á Tenerife
Næsta ævintýri vinanna er að
stofna ferðaskrifstofu. Svali hefur
um árabil rekið ferðaþjónustu sem
þjónustar fólk þegar það er komið
til Tenerife. „Munurinn á því sem
við erum að gera saman og því sem
ég er byrjaður á úti á Tenerife er að
þessi ferðaskrifstofa býður upp á að
bóka allan pakkann – flug, gistingu
og ferðir. Fram að þessu mátti ég
gera allt úti á Tenerife en ég mátti
ekki koma fólkinu þangað. Svo
förum við að ræða þetta, og þá segir
Svavar: „Djöfull væri ég til í að vera
með þér í þessu,“ og svo fer þetta að
þróast. Fyrir Covid-ið stækkuðum
við hratt og svo var næsta skref að
víkka út starfsemina, búa til ferða-
skrifstofu á Íslandi til að flytja far-
þegana út og við sjáum svo alveg
um þá,“ segir Svali. „Við vildum
hafa þetta töfrandi – Trip Oz. Ferða-
töfrar. Og nú er það orðið að veru-
leika, ferðaskrifstofan er komin af
stað á vefsíðunni Tripoz.is og svo eru
Tenerifeferdir.is líka enn vel sprikl-
andi,“ segir Svavar. „Samhliða þessu
verðum við svo með þjónustuskrif-
stofu sem þjónustar alla sem á þurfa
að halda – ekki bara okkar farþega.“
Svavar rekur hárgreiðslustofuna
Senter auk þess að stjórna vikuleg-
um útvarpsþætti, Bakaríinu, ásamt
Evu Laufeyju Kjaran á Bylgjunni alla
laugardagsmorgna, svo einhver gæti
haldið að það væri nú þegar nóg að
gera. „Mig langaði að tengjast þeim,
og inn í þennan bransa. Ég trúi á
þetta. Það er alls ekki planið að fara
að flytja út á næstunni. Mig langaði
bara að vera memm. Og svo er ég að
spjalla við fólk í stólnum hjá mér –
þau eru í saumaklúbbum, eiga fyrir-
tæki, eru í golfhópum. Þetta er allt
fólk sem er spennt fyrir því sem við
erum að gera.“
Fólk vill meira út úr ferðunum
Blaðamaður er sjálfur nýkominn
frá Tenerife, og var sú ferð farin með
það fyrir augum að gera sem allra
minnst. Heilalaust frí. Er það ekki
það sem við viljum í sólarlöndum?
Bara slaka eins og rostungurinn
Wally á bakkanum?
Svali segir að þetta sé að breytast.
„Ég hef þjónustað yfir 5.000 manns
nú þegar, og margir hafa oft komið
til Tenerife en upplifa eitthvað allt
annað þegar þeir koma til mín. Svo
vill fólk fá meira út úr utanlands-
ferðum nú, þegar við sjáum að þær
eru ekki sjálfgefinn lúxus. Sérstak-
lega þegar til dæmis fjölskyldur fara
saman, þegar afi er sjötugur – þá vill
fólk gera sér dagamun. Þessar matar-
og vínferðir sem við höfum boðið
upp á eru tilvaldar fyrir slíkt. Fólk
vill stuttar hálfsdagsferðir – alltaf
smá mat, alltaf smá vín,“ segir Svali.
Svavar hefur komið oft í heim-
sókn. „Fyrst þegar ég kom vildi ég
ekkert gera, þjáðist bara af ofsaleti.
Svo fór ég að fara í svona einkaferðir,
kynnast sögunni og matarmenn-
ingunni. Það kom mér á óvart hvað
það er hár standard á öllu, sérstak-
lega, gistingu, þrifnaði og mat,“ segir
Svavar. Allt þetta Tenerife-tal er
kærkomið þegar haustlægðin geisar
fyrir utan.
Svali verður úti á Tenerife og
Svavar verður á Íslandi. „Hann er
svo mikill sölumaður. Hann getur
malað um þetta þegar hann er að
dúllast í hárinu á tilvonandi við-
skiptavinum.“ Svavar bætir við: „Já,
ég er góður í því. En ekki láta mig fá
prókúruna, ég er ekki góður í svona
„spara pening“ og þannig.“
Þannig að þeir vega hvor annan
upp í komandi rekstri?
„Absalút,“ segja þeir samtaka að
lokum. n
Og já, eftir
nokkra
hittinga þá
fannst mér
ég þurfa að
segja
Svavari að
því miður
væri ég
ekki sam-
kyn-
hneigður,
svo við
yrðum
aldrei
meira en
bara vinir.
Svali
Sigvaldi Kaldalóns, Svali, og
Svavar Örn, hafa verið vinir
hátt í aldarfjórðung. Vináttan
hófst í gegnum vinnu og er
nú sterk sem aldrei fyrr. Þeir
eru að stofna saman ferða-
skrifstofu og segjast vega hvor
annan upp.
Það er við hæfi að hitta vin-ina Svala og Svavar í Kvos-inni. „Jómfrúin er eina frúin sem ég fer á,“ segir Svavar og Svali skellir upp
úr. Vinskapur þessara ólíku manna
hófst hér í næsta húsi. „Ég og Jón
Gunnar Geirdal vorum að skipu-
leggja gamlárspartí ’97/98 á Skugga-
barnum. Og þarna var landsliðinu í
bænum boðið – Skjás eins klíkunni
og þessu fólki,“ segir Svali og minn-
ist dýrðarljóma liðinnar tíðar. „Ein-
hver stakk upp á Svavari …“ bætir
hann við. „Og svo voru sko ég og
Emilíana Torrini veislustjórar!“
segir Svavar.
Tuttugu og þriggja ára vinskapur
Vinskapurinn þróaðist í gegnum
skipulagið á þessu partíi. „Og já, eftir
nokkra hittinga þá fannst mér ég
þurfa að segja Svavari að því miður
væri ég ekki samkynhneigður, svo
við yrðum aldrei meira en bara
vinir,“ segir Svali. Tuttugu og þremur
árum, nokkrum hundum og fimm
börnum síðar, er vináttan sterk sem
aldrei fyrr. „Ég var að vinna á Jóa og
félögum, og þar var að vinna með
mér Jóhanna (Katrín Guðnadóttir)
sem síðar varð konan hans Svala –
og Daníel (Örn Hinriksson) sem er
maðurinn minn í dag, þannig að við
unnum þar þrjú saman,“ og Svali
skýtur inn í: „Sjúklega vinnutengt!“
Þegar Svali giftist Jóhönnu voru
aðeins tveir gestir viðstaddir, það
voru Svavar Örn og Daníel. „Svali
var klukkan eitt á brúðkaupsdaginn
í Kringlunni að kaupa sér föt. En við
Daníel græjuðum allt: snitturnar,
kókostoppana og brúðarvöndinn …
alveg tvær Muriel. Þetta hefði verið
nokkuð sorglegt ef við hefðum ekki
verið með,“ segir Svavar og hlær.
Svaramenn og guðfeður
Svali segist bara hafa ætlað að
hafa þetta mjög auðvelt: „Ég ætlaði
bara að bruna og hitta prestinn…
Jóhanna fann kjólinn kvöldið áður,
hann var lagaður um morguninn og
ég keypti mér skyrtu og bindi.“ „Ein-
mitt,“ segir Svavar og hlær. „Þú stillir
ekki klukkuna eftir þessu fólki, þau
eru ekkert mikið að koma á undan
áætlun, þessi hjón. Og ekki hjálp-
aði að þegar við lögðum af s t a ð
– þá var verið að
þrífa göngin,
o g g ö n g i n
lokuð,“ held-
Félagarnir Svali og Svavar kynntust á Skuggabarnum fyrir rúmum tuttugu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Vega hvor
annan upp
Margrét Erla
Maack
margret
@hringbraut.is
Lengi vel stjórnuðu þeir útvarpsþætti saman og nú hafa þeir stofnað ferðaskrifstofu.
Daníel og Svavar eru guðfeður Sigurðar Kára, yngsta
sonar Svala og eiginkonu hans, Jóhönnu Katrínar.
Þegar Svali og Jóhanna giftu sig var aðeins Svavari og Danna boðið en þeir
voru bæði vottar og græjuðu allt saman að sögn Svavars.
36 Helgin 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ