Fréttablaðið - 25.09.2021, Side 88
Ólafur Darri Ólafsson,
leikari
Hvað var það sem fékk þig upp
á svið?
Ég held ég geti ekki sagt að
það sé einhver einn atburður,
en frekar blanda af mörgu,
til dæmis kennararnir mínir í
grunnskóla. Svo er ég miðjubarn
svo það er ákveðin athyglissýki líka. Seinna meir
er það svo gleðin að vera listamaður sem gefur
svo mikið til baka.
Að vera listamaður er erfitt, því þú ert í
flestum tilfellum að vinna með sjálfan þig og
þú notar líkama þinn sem verkfæri, hvort sem
þú ert leikari, tónlistarmaður eða dansari. Þetta
getur líka oft verið vanþakklát vinna og ekki
alltaf mikil veraldleg gæði sem fylgja henni, en
hún gefur margfalt til baka. Að lokum heldur
það að minnsta kosti mér við efnið, að fá að
starfa við áhugamál mitt.
Birna Hafstein er formaður
Félags íslenskra leikara og
sviðslistafólks. Félagið fagnar
áttatíu ára afmæli í ár og
segir Birna að þótt margt hafi
áunnist á þeim tíma sé enn
mikið verk óunnið.
Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) fagnar áttatíu ára stórafmæli í ár. Síðan félagið var stofnað hefur sviðslistasamfélagið
á Íslandi vaxið til muna. Félagið var
upphaflega stofnað í kringum leik-
ara, en er í dag stærsta stéttarfélag
sviðslistafólks á Íslandi.
„Það er stórmerkilegt að lista-
fólk hafi komið saman fyrir átta-
tíu árum, þegar það var ekki einu
sinni starfandi alvöru atvinnu-
leikhús á landinu, og ákveðið að
stofna stéttarfélag fyrir leikara,“
segir Birna Hafstein, formaður FÍL.
„Þetta voru framsýnir einstakling-
ar, ástsælir listamenn þjóðarinnar
og frumkvöðlar á sínu sviði.“
Í dag eru bæði f lytjendur og
höfundar innan raða félagsins –
leikarar, dansarar, söngvarar, leik-
myndahöfundar, búningahöfund-
ar, danshöfundar og svo framvegis.
„Þetta hefur undið upp á sig,“ segir
Birna „Það er ósérhlífinni baráttu
margra að þakka að félagið er það
sem það er í dag og það er vert að
þakka því fólki sem hefur tekið þátt
í þessari baráttu á undanförnum
áttatíu árum.“
Að eldast með reisn
Talsverðar takmarkanir voru settar
á sviðslistastarf í faraldrinum, sem
Birna segir að hafi vegið þungt og
varpað ljósi á erfiðleika stéttarinn-
ar. Birna bendir á að stærstur hluti
listamanna á Íslandi, hvort sem um
er að ræða sviðslistafólk eða aðra
listamenn, er sjálfstætt starfandi
og búi við lítið starfsöryggi alla sína
tíð. Lögmálið í starfsumhverfi lista-
manna passi illa inn í þau kerfi sem
við sem samfélag höfum búið til.
„Þetta þarf að laga og við þurfum
að styrkja stöðu þessara einstakl-
inga og sjá til þess að listamenn hér
á landi geti elst með reisn,“ segir
hún. „Þetta eru búnir að vera ansi
snúnir tímar en það er mikið að
gerast og þegar við lítum fram á
veginn þá er ég þokkalega vongóð,“
segir hún. „Það er oft þannig með
listamenn að þeir búa til tækifæri
upp úr vandamálum og í erfiðum
aðstæðum. Það er ekki annað hægt
en að taka að ofan fyrir listafólki á
þessum tímum.
Við eigum skemmtilegt og fram-
sækið sviðslistaumhverfi á Íslandi,“
segir hún. „Það er auðvitað pólitísk
ákvörðun að setja fjármagn í að
byggja upp sviðslistir svo það má
hrósa því sem vel hefur verið gert,
en það þarf samt að styrkja stöðu
þessa geira betur.“
Vannýttur vaxtarbroddur
Félagið hefur í gegnum tíðina unnið
ötullega að því að ef la hagsmuni
sviðslistafólks og segir Birna að
margt hafi áunnist þar á undan-
förnum misserum. Hún lítur þó
vonaraugum til stjórnvalda um
að hægt verði að styrkja umgjörð
um listir, menningu og skapandi
greinar enn frekar, því þar liggi
vaxtarbroddurinn í nýjum störfum
til framtíðar.
„Það hef ur farið lítið f y rir
umfjöllun um listir, menningu
og skapandi greinar í aðdraganda
kosninganna,“ segir Birna. „Ég
veit ekki hvort þetta sé áhugaleysi
eða skortur á fagþekkingu stjórn-
málanna á þessum málaf lokki,
en hvort heldur sem er þá er klárt
mál að þetta þarf að bæta og þess
vegna er það áskorun okkar í menn-
ingargeiranum til þeirra sem fara í
að mynda nýja ríkisstjórn að setja
þetta upp á borðið.“
„Það þarf að skilgreina þennan
geira mun betur svo við vitum öll
sem eitt um hvað við erum að tala
og hvert við erum að stefna þannig
að allir séu á sömu blaðsíðu,“ segir
Birna. Sem dæmi bendir Birna á að
Áttatíu ára barátta
sviðslistafólks
Birna varð formaður FÍL árið 2013 og hefur gegnt stöðunni síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Stjórn félagsins samankomin: Ólafur Darri Ólafsson, Eva Signý Berger, Halldóra Geirharðsdóttir,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir. Á myndina vantar Hjört J. Jónsson, Bjarna Thor
Kristinsson og Hrafnhildi Theodórsdóttur framkvæmdastjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Arnar Tómas
Valgeirsson
arnartomas
@frettabladid.is
Unnur Elísabet
Gunnarsdóttir,
dansari og danshöfundur
Hvað var það
sem fékk þig
upp á svið?
Það var nú
ekki merki-
legra en svo
að ég var
fjögurra ára
gömul þegar
vinkona mín
byrjaði í dansi
og ég elti hana. Sviðslistir
hafa alltaf heillað mig frá því
að ég var lítil og dansinn var
sterkur til að byrja með. Síðan
þá hefur leikhúsið eiginlega
átt mig og maður hefur búið
þar nánast allt sitt líf.
Þetta er auðvitað mjög
krefjandi en líka skapandi og
skemmtilegt. En þetta er ekki
eitthvað sem maður gerir
nema maður hafi brennandi
ástríðu fyrir þessu.
Stjórn Bandalags íslenskra lista-
manna, sem hún situr í, hafi til
margra ára talað um að það þurfi
að skipta upp ráðuneyti mennta-
og menningarmála.
Okkar dýrmætasti auður
„Menntamálin eru svo svakalega
umfangsmikil í ráðuneyti mennta-
og menningarmála að menningin á
það til að drukkna þar innanborðs,
þótt vissulega hafi margt verið
vel gert,“ segir Birna. „Við höfum
talað fyrir því að listir, menning og
skapandi greinar þurfi sína sértæku
rödd við ríkisstjórnarborðið og að
í því samhengi verði skoðað hvað
hafi verið gert í okkar nágranna-
löndum – að við stígum inn í fram-
tíðina og uppfærum okkur þegar
kemur að þessum geira, því þarna
leynist okkar dýrmætasti auður, í
skapandi fólki.“
Þar sem hjartað slær
Birna hefur nú sinnt starfi formanns
FÍL í um átta ár, en með fram því
hefur hún sinnt ýmsum trúnaðar-
störfum innan menningargeirans.
Hún er forseti sviðslistasambands
Íslands, situr í stjórn Bandalags
íslenskra listamanna, stjórn Sam-
taka skapandi greina og stjórnum og
ráðum innan Íslandsstofu. Áður sat
hún meðal annars í stjórnum Leik-
listarsambands Íslands, Hörpu, í
Þjóðleikhúsráði og var formaður
sjálfstæðu leikhúsanna í nokkur ár
og svo lengi mætti telja.
„Það er þarna sem hjartað slær,“
segir hún. „Í umbótum og hags-
munabaráttu fyrir sviðslistafólk og
listafólk almennt, til hagsbóta fyrir
samfélagið.“
Aðspurð um hvort ábyrgðin sem
fylgi þessum stöðum hafi staðið í
vegi fyrir verkefnum sem hún hefði
annars tekið að sér, er svar Birnu: „Já
og nei.
Ég starfaði sem leikkona og fram-
leiðandi í mörg ár og naut þess þá,
en þegar ég eignaðist mörg börn á
skömmum tíma þá tók ég þá ákvörð-
un að hætta í leikhúsinu um tíma og
menntaði mig í stjórn fyrirtækja,“
segir hún.
„Starfið hefur verið það krefjandi
og umfangsmikið að það hefur ekki
verið tími fyrir neitt annað. Verk-
efnin sem ég sinni núna eru fjöl-
breytt og þeim fylgir mikil áskorun.
Og meðan það er og það er gaman og
ég geri eitthvað gagn af viti, þá er ég
bara góð. En annars er aldrei að vita
hvað maður tekur sér fyrir hendur
þegar maður er orðin stór. Lífið er
svo geggjað og ófyrirsjáanlegt. n
38 Helgin 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ